Sport

Dag­skráin: Glódís í úr­slita­leik, United á Spáni og ein­vígið hefst á Ásvöllum

Sindri Sverrisson skrifar
Glódís Perla Viggósdóttir er fyrirliði Bayern München og hefur verið afar sigursæl með liðinu en glímt við meiðsli að undanförnu. Í dag er bikarúrslitaleikur.
Glódís Perla Viggósdóttir er fyrirliði Bayern München og hefur verið afar sigursæl með liðinu en glímt við meiðsli að undanförnu. Í dag er bikarúrslitaleikur. Getty/Uwe Anspach

Það er frábær dagskrá á sportstöðvum Stöðvar 2 í dag með afar mikilvægum leikjum í fótbolta og körfubolta.

Manchester United og Tottenham freista þess að bjarga sínu tímabili frá algjörri martröð með sigri í Evrópudeildinni og hefja í kvöld einvígi sín við Athletic Bilbao og Bodö/Glimt.

Glódís Perla Viggósdóttir freistar þess að vinna sinn annan stóra titil á örfáum dögum, með Bayern München í úrslitaleik þýska bikarsins gegn Werder Bremen.

Úrslitaeinvígi Hauka og Njarðvíkur í Bónus-deild kvenna hefst svo á Ásvöllum í kvöld með veglegri útsendingu á Stöð 2 Sport.

Þetta og fleira er á meðal beinna útsendinga í dag sem finna má hér að neðan.

Stöð 2 Sport

  • 18.30 Haukar - Njarðvík, Bónus-deild kvenna
  • 21.00 Bónus Körfuboltakvöld kvenna

Stöð 2 Sport 2

  • 18.50 Athletic Bilbao - Manchester United, Evrópudeildin
  • 23.30 Pistons - Knicks, NBA

Stöð 2 Sport 3

  • 18.50 Djurgården - Chelsea

Stöð 2 Sport 4

  • 22.00 Black Desert Championship, LPGA Tour

Vodafone Sport

  • 13.55 Bayern München - Werder Bremen, þýska bikarkeppni kvenna
  • 18.50 Tottenham - Bodö/Glimt, Evrópudeildin
  • 22.05 Devils - Hurricanes, NHL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×