Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sindri Sverrisson skrifar 30. apríl 2025 22:35 Jannik Sinner vann Opna ástralska mótið í janúar og hóf svo að taka út þriggja mánaða keppnisbann. Getty/James D. Morgan Ítalski tennisspilarinn Jannik Sinner segist hafa verið nálægt því að gefast upp og leggja spaðann á hilluna vegna lyfjamáls síns, umræðunnar og viðhorfs annarra gagnvart honum. Sinner segir í samtali við ítalska miðilinn RAI að sér hafi liðið illa á Opna ástralska mótinu í byrjun þessa árs og fundist aðrir spilarar horfa á hann „með öðruvísi hætti en áður“. Þessi 23 ára Ítali féll á lyfjaprófi í mars í fyrra, eftir að í honum mældist ólöglega steraefnið clostebol. Hann komst að lokum að samkomulagi við alþjóða lyfjaeftirlitið um þriggja mánaða bann sem tók gildi 9. febrúar, skömmu eftir að hann fagnaði sigri á Opna ástralska mótinu. Á því móti fann hann hins vegar fyrir óvinsældunum sem málið hefur skapað honum. „Var týpan sem að grínaðist við alla“ „Ég man að rétt fyrir Opna ástralska í byrjun þessa árs þá var ég ekki mjög hamingjusamur því þetta dópmál var enn í gangi. Mér leið ekki vel í búningsklefanum og þar sem ég borðaði. Það var eins og að sumir hinna spilaranna litu öðruvísi á mig og mér líkaði það alls ekki,“ sagði Sinner við RAI. „Mér fannst það orðið of mikið að vera áfram í tennis í þessu andrúmslofti. Áður var ég alltaf týpan sem að grínaðist við alla og gat spjallað við hvern sem er í búningsklefanum en þetta breyttist. Mér var ekki rótt. Mér leið ekki vel og hugsaði með mér að eftir mótið í Ástralíu þyrfti ég frítíma, það er að segja að taka mér hlé, því það myndi gera mér gott,“ sagði Sinner. Sinner hafði upphaflega verið sýknaður en alþjóða lyfjaeftirlitið áfrýjaði þeirri niðurstöðu til alþjóða íþróttadómstólsins og fór fram á tveggja ára bann. Það endaði þó eins og áður segir með samkomulagi um þriggja mánaða bann sem mun klárast í tæka tíð svo að Sinner geti verið með á heimavelli á Opna ítalska mótinu 6.-18. maí. Lyfjaeftirlitið tók undir það að Sinner hefði ekki haft neinn íþróttalegan ávinning af notkun efnisins og að það hefði ekki verið hans sök að efnið barst í hann í meðferð hjá sjúkraþjálfara. Engu að síður hefur Sinner fengið sína gagnrýni og refsing hans þótt of mild. Serena Williams fullyrti til að mynda að hún hefði sjálf fengið tuttugu ára bann og misst alla sína titla ef hún hefði orðið uppvís að því sama og Sinner. Ítalinn vildi ekki svara slíkri gagnrýni í viðalinu við RAI. „Ég vil ekki bregðast við gagnrýni. Fólki er frjálst að segja það sem það vill og dæma. Ég veit bara sjálfur hvað ég hef gengið í gegnum. Þetta var erfitt og ég myndi ekki óska neinum þess að þurfa að ganga í gegnum það sem saklaus maður.“ Tennis Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Barcelona - Olympiacos | Upphitun fyrir El Clásico NFL stjarna lést í fangaklefa Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Thelmu tókst ekki að framkvæma Aðalsteinsdóttur: „Svona eru fimleikar“ Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Sjá meira
Sinner segir í samtali við ítalska miðilinn RAI að sér hafi liðið illa á Opna ástralska mótinu í byrjun þessa árs og fundist aðrir spilarar horfa á hann „með öðruvísi hætti en áður“. Þessi 23 ára Ítali féll á lyfjaprófi í mars í fyrra, eftir að í honum mældist ólöglega steraefnið clostebol. Hann komst að lokum að samkomulagi við alþjóða lyfjaeftirlitið um þriggja mánaða bann sem tók gildi 9. febrúar, skömmu eftir að hann fagnaði sigri á Opna ástralska mótinu. Á því móti fann hann hins vegar fyrir óvinsældunum sem málið hefur skapað honum. „Var týpan sem að grínaðist við alla“ „Ég man að rétt fyrir Opna ástralska í byrjun þessa árs þá var ég ekki mjög hamingjusamur því þetta dópmál var enn í gangi. Mér leið ekki vel í búningsklefanum og þar sem ég borðaði. Það var eins og að sumir hinna spilaranna litu öðruvísi á mig og mér líkaði það alls ekki,“ sagði Sinner við RAI. „Mér fannst það orðið of mikið að vera áfram í tennis í þessu andrúmslofti. Áður var ég alltaf týpan sem að grínaðist við alla og gat spjallað við hvern sem er í búningsklefanum en þetta breyttist. Mér var ekki rótt. Mér leið ekki vel og hugsaði með mér að eftir mótið í Ástralíu þyrfti ég frítíma, það er að segja að taka mér hlé, því það myndi gera mér gott,“ sagði Sinner. Sinner hafði upphaflega verið sýknaður en alþjóða lyfjaeftirlitið áfrýjaði þeirri niðurstöðu til alþjóða íþróttadómstólsins og fór fram á tveggja ára bann. Það endaði þó eins og áður segir með samkomulagi um þriggja mánaða bann sem mun klárast í tæka tíð svo að Sinner geti verið með á heimavelli á Opna ítalska mótinu 6.-18. maí. Lyfjaeftirlitið tók undir það að Sinner hefði ekki haft neinn íþróttalegan ávinning af notkun efnisins og að það hefði ekki verið hans sök að efnið barst í hann í meðferð hjá sjúkraþjálfara. Engu að síður hefur Sinner fengið sína gagnrýni og refsing hans þótt of mild. Serena Williams fullyrti til að mynda að hún hefði sjálf fengið tuttugu ára bann og misst alla sína titla ef hún hefði orðið uppvís að því sama og Sinner. Ítalinn vildi ekki svara slíkri gagnrýni í viðalinu við RAI. „Ég vil ekki bregðast við gagnrýni. Fólki er frjálst að segja það sem það vill og dæma. Ég veit bara sjálfur hvað ég hef gengið í gegnum. Þetta var erfitt og ég myndi ekki óska neinum þess að þurfa að ganga í gegnum það sem saklaus maður.“
Tennis Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Barcelona - Olympiacos | Upphitun fyrir El Clásico NFL stjarna lést í fangaklefa Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Thelmu tókst ekki að framkvæma Aðalsteinsdóttur: „Svona eru fimleikar“ Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Sjá meira