Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 1. maí 2025 22:58 Böðvar Bjarki Pétursson, stofnandi Kvikmyndaskóla Íslands. Vísir/Ívar Fannar Stofnandi Kvikmyndaskóla Íslands segist ekki hika við að lögsækja Rafmennt skyldi félagið nota nafn Kvikmyndaskóla Íslands eða námskránna sem notast var við. Námskráin sé hans eigin hugarsmíð. Forsaga málsins er sú að rekstrarfélag Kvikmyndaskóla Íslands var úrskurðað gjaldþrota. Eftir ítrekaðar beiðnir frá stjórnendum skólans um að menntamálaráðherra myndi aðstoða þau tilkynnti ráðuneytið að nemendunum stæði til boða að halda námi sínu áfram í Tækniskólanum. Samhliða yrði þróuð námsbraut í kvikmyndagerð. Nemendurnir voru afar ósáttir með fyriráætlanirnar og afþökkuðu boðið um að skipta yfir í Tækniskólann. Að lokum varð það þekkingarfyrirtækið Rafmennt sem tók yfir rekstur skólans. Í Kvikmyndaskólanum voru hins vegar tvö rekstrarfélög, annars vegar Kvikmyndaskóli Íslands fyrir íslenska nemendur og svo Icelandic Film School fyrir utanumhald um erlenda nemendur. Allir nemendur skólans, íslenskir eða erlendir, stunduð sama nám. Rekstrarfélag Icelandic Film School er enn í eigu Böðvars Bjarka Péturssonar, stofnanda Kvikmyndaskóla Íslands. Í bréfi sem Böðvar sendi á Þór Pálsson, framkvæmdastjóra Rafmenntar neitar hann Rafmennt um að nota nafnið Kvikmyndaskóli Íslands þar sem nafnið sé ekki söluvara. „Þér, sem hafið verið nefndur sem kaupandi að nafninu, munið nú nota nafnið fyrir sömu starfsemi og Icelandic Film School rekur og er því alfarið mótmælt og hér með krafist að notkun nafnsins verði hætt þegar í stað,“ stendur í bréfinu. Böðvar segir einnig rangt að námskrár Kvikmyndaskólans og Icelandic Film School séu taldar hafa ekkert verðgildi. Þar sem hvorugt rekstrarfélagið hafi fengið opinbera fjárveitingu fyrir þróun kennsluskránna séu þær höfundarverk Böðvars sjálfs. „Þess er krafist að leitað sé heimilda til notkunar,“ skrifar hann. „Okkur skilst að þér hafið nú þegar gjaldfellt námið gagnvart nemendum með því að segja upp starfsfólki í fjölmörgum lykilstöðum, auk þess að gefa út yfirlýsingar um að gjörbreyta starfseminni.“ Böðvar segist ekki hika við að lögsækja Rafmennt hyggist þeir nota nafnið Kvikmyndaskóli Íslands eða notist við kennsluskrá eða skipulag skólans án heimilda. Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Skóla- og menntamál Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Forsaga málsins er sú að rekstrarfélag Kvikmyndaskóla Íslands var úrskurðað gjaldþrota. Eftir ítrekaðar beiðnir frá stjórnendum skólans um að menntamálaráðherra myndi aðstoða þau tilkynnti ráðuneytið að nemendunum stæði til boða að halda námi sínu áfram í Tækniskólanum. Samhliða yrði þróuð námsbraut í kvikmyndagerð. Nemendurnir voru afar ósáttir með fyriráætlanirnar og afþökkuðu boðið um að skipta yfir í Tækniskólann. Að lokum varð það þekkingarfyrirtækið Rafmennt sem tók yfir rekstur skólans. Í Kvikmyndaskólanum voru hins vegar tvö rekstrarfélög, annars vegar Kvikmyndaskóli Íslands fyrir íslenska nemendur og svo Icelandic Film School fyrir utanumhald um erlenda nemendur. Allir nemendur skólans, íslenskir eða erlendir, stunduð sama nám. Rekstrarfélag Icelandic Film School er enn í eigu Böðvars Bjarka Péturssonar, stofnanda Kvikmyndaskóla Íslands. Í bréfi sem Böðvar sendi á Þór Pálsson, framkvæmdastjóra Rafmenntar neitar hann Rafmennt um að nota nafnið Kvikmyndaskóli Íslands þar sem nafnið sé ekki söluvara. „Þér, sem hafið verið nefndur sem kaupandi að nafninu, munið nú nota nafnið fyrir sömu starfsemi og Icelandic Film School rekur og er því alfarið mótmælt og hér með krafist að notkun nafnsins verði hætt þegar í stað,“ stendur í bréfinu. Böðvar segir einnig rangt að námskrár Kvikmyndaskólans og Icelandic Film School séu taldar hafa ekkert verðgildi. Þar sem hvorugt rekstrarfélagið hafi fengið opinbera fjárveitingu fyrir þróun kennsluskránna séu þær höfundarverk Böðvars sjálfs. „Þess er krafist að leitað sé heimilda til notkunar,“ skrifar hann. „Okkur skilst að þér hafið nú þegar gjaldfellt námið gagnvart nemendum með því að segja upp starfsfólki í fjölmörgum lykilstöðum, auk þess að gefa út yfirlýsingar um að gjörbreyta starfseminni.“ Böðvar segist ekki hika við að lögsækja Rafmennt hyggist þeir nota nafnið Kvikmyndaskóli Íslands eða notist við kennsluskrá eða skipulag skólans án heimilda.
Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Skóla- og menntamál Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira