Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Viðsnúningur varð á ársreikningum Reykjavíkurborgar frá því sem var árið áður. Borgarstjóri segist bjartsýn á framhaldið en fyrrverandi borgarstjóri segist óttast að árangurinn verði horfinn undir lok árs. Borgarstjóri sé helsti aðal brennuvargurinn í fjármálum borgarinnar.
Við hittum á fréttakonu Ríkisútvarpsins sem segist þakklát snjósleðaköppum eftir að hún slasaðist illa á fæti á fjallaskíðum á jökli um páskana.
Við verðum í beinni útsendingu frá frumsýningu leikritsins Sunds í Þjóðleikhúsinu og frá alþýðutónlistarhátíð í Iðnó.
Í íþróttafréttum heyrum við í Telmu Ívarsdóttur, sem er snúin heim í Breiðablik eftir að hafa fengið fá tækifæri hjá Rangers í Glasgow. Hún segist ekki ætla að stoppa lengi á heimavelli.
Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.