Handbolti

Ís­lands­meistararnir örugg­lega í úr­slit

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Lovísa Thompson var öflug í kvöld.
Lovísa Thompson var öflug í kvöld. Vísir/Anton Brink

Íslandsmeistarar Vals eru komnar í úrslit Olís-deildar kvenna í handbolta á nýjan leik. Liðið sópaði ÍR út í undanúrslitaeinvígi liðanna.

ÍR átti aldrei möguleika gegn ríkjandi Íslandsmeisturum Vals, sama hvaða leik var um að ræða. Í kvöld vann Valur átta marka sigur, 31-23, og bókaði sæti sitt í úrslitum. Munurinn var þrjú mörk í hálfleik en í þeim síðari spýttu Valskonur í lófana og stungu af.

Lovísa Thompson var markahæst í liði Vals með 7 mörk. Elísa Elíasdóttir kom þar á eftir með 6 mörk og Thea Imani Sturludóttir skoraði fimm mörk. Í markinu varði Hafdís Renötudóttir 13 skot.

Hjá ÍR voru Sylvía Sigríður Jónsdóttir og Sara Dögg Hjaltadóttir markahæstar með 6 mörk hvor. Ingunn María Brynjarsdóttir varði 9 skot í markinu.

Valur mætir annað hvort Haukum eða Fram í úrslitum. Haukar leiða 2-1 þar og fer fjórði leikur liðanna fram í kvöld, föstudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×