Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 3. maí 2025 10:27 Fiskimenn komu að flakinu í mýri í regnskóginum. Getty Fimm manns var komið til bjargar eftir að hafa nauðlent í mýri í Amasonfrumskóginum. Þau höfðu setið föst á baki flugvélar í 36 klukkustundir umsetin af krókódílum sem eru ófáir í mýrum og fljótum regnskógarins. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að fiskveiðimenn í Beni-héraði Bólivíu hafi komið að rellunni þar sem hún sat föst í mýri. Hennar og farþeganna hafði verið saknað í tvo sólarhringa og björgunarsveitir höfðu leitað að henni víða en án árangurs. Flugmaður, þrjár konur og eitt barn voru um borð í vélinni þegar hún nauðlenti í mýrinni. Að sögn flugmannsins Andres Velarde bilaði mótor vélarinnar en hún var á leið sinni frá Baures í norðurhluta Bólivíu til Trinidad-borgar. Hann segir vélina hafa skyndilega lækkað flugið og að hann hafi neyðst til að brotlenda í mýri í nágrenni Itanomas-fljóts. Í kjölfar nauðlendingarinnar komu flugmaðurinn og farþegarnir sér fyrir ofan á vélinni en urðu fljótlega vör við fjölda krókódíla sem gerðu sig líklega til að ráðast á þá. Haft er eftir þeim að krókódílar hafi beinlínis umkringt vélina og verið innan við þremur metrum frá þeim þar sem þau sátu föst á baki vélarinnar. Haft er eftir Velarde flugmanni að hann tryði því að bensín sem lak úr tanki vélarinnar hefði haldið krókódílunum í þægilegri fjarlægð og þannig bjargað þeim frá því að eiga nánari kynni við þá. Eiturslöngur hafi jafnframt verið tíðir gestir í mýrinni en hættu sér ekki í bensínmengað vatnið í kringum flakið. „Við gátum ekki drukkið vatn og við gátum ekkert farið vegna krókódílanna,“ er haft eftir honum í umfjöllun breska ríkisútvarpsins. Í kjölfar þess að fiskveiðimenn komu að vélinni var þyrla kölluð út til að bjarga þeim sem föst voru. Þau voru flutt á sjúkrahús til aðhlynningar. Bólivía Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Breska ríkisútvarpið greinir frá því að fiskveiðimenn í Beni-héraði Bólivíu hafi komið að rellunni þar sem hún sat föst í mýri. Hennar og farþeganna hafði verið saknað í tvo sólarhringa og björgunarsveitir höfðu leitað að henni víða en án árangurs. Flugmaður, þrjár konur og eitt barn voru um borð í vélinni þegar hún nauðlenti í mýrinni. Að sögn flugmannsins Andres Velarde bilaði mótor vélarinnar en hún var á leið sinni frá Baures í norðurhluta Bólivíu til Trinidad-borgar. Hann segir vélina hafa skyndilega lækkað flugið og að hann hafi neyðst til að brotlenda í mýri í nágrenni Itanomas-fljóts. Í kjölfar nauðlendingarinnar komu flugmaðurinn og farþegarnir sér fyrir ofan á vélinni en urðu fljótlega vör við fjölda krókódíla sem gerðu sig líklega til að ráðast á þá. Haft er eftir þeim að krókódílar hafi beinlínis umkringt vélina og verið innan við þremur metrum frá þeim þar sem þau sátu föst á baki vélarinnar. Haft er eftir Velarde flugmanni að hann tryði því að bensín sem lak úr tanki vélarinnar hefði haldið krókódílunum í þægilegri fjarlægð og þannig bjargað þeim frá því að eiga nánari kynni við þá. Eiturslöngur hafi jafnframt verið tíðir gestir í mýrinni en hættu sér ekki í bensínmengað vatnið í kringum flakið. „Við gátum ekki drukkið vatn og við gátum ekkert farið vegna krókódílanna,“ er haft eftir honum í umfjöllun breska ríkisútvarpsins. Í kjölfar þess að fiskveiðimenn komu að vélinni var þyrla kölluð út til að bjarga þeim sem föst voru. Þau voru flutt á sjúkrahús til aðhlynningar.
Bólivía Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira