Þetta kemur fram á vef Feykis, staðarblaði Skagafjarðar, um aðalfundur Kaupfélags Skagfirðinga sem fór fram í Miðgarði í Varmahlíð þann 10. apríl 2025.
Feykir, sem hefur upplýsingar af fundinum, segir rekstarhagnað KS fyrir afskriftir og fjármagnsliði vera 7,4 milljarðar, tæpum milljarði minna en árið áður, sem var besti rekstrarárangur í sögu félagsins.
Sjá einnig: KS hafi fest kaup á Kjarnafæði Norðlenska
Kaupfélagið hagnaðist um 5,5 miljarða árið 2023, um 1,7 milljarð árið 2022 og 5,4 milljarðar árið þar áður. Fyrirtækið er umsvifamikið í sjávarútvegi og landbúnaði, á dótturfélögin FISK Seafood og Bústólpa og hefur keypt Gunnars majónes, Kjarnafæði norðlenska og Gleðipinna á síðustu árum.
Kaupfélagið er jafnframt stór hluthafi í Morgunblaðinu og eigandi Feykis.