Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 4. maí 2025 11:02 Sonur fórnarlambsins hefur auðgast á rafmyntum. EPA/Patrick Seeger Faðir manns sem auðgast hefur mjög á sölu rafmynta var frelsaður í lögreglu aðgerð í París í gær. Hann hafði verið frelsissviptur og haldið í gíslingu af glæpasamtökum í tvo sólarhringa gegn gjaldi. Le Monde fjallar um málið en þar kemur fram að á fimmtudaginn síðasta, verkalýðsdaginn, hafi maðurinn sem er ekki nafngreindur í umfjölluninni verið sviptur frelsi sínu í fjórtánda hverfi Parísarborgar. Fjórir grímuklæddir menn réðust að honum á götunni og hífðu hann um borð í flutningabíl. Kröfðust hárrar fjárhæðar Miðillinn hefur eftir ákæruvaldinu á svæðinu að þeir hafi í kjölfarið farið fram á borgun gegn því að manninum yrði sleppt úr haldi sínu. „Fórnarlambið reyndist faðir manns sem auðgast hafði á rafmyntum, og árásinni fylgdi krafa um lausnargjald,“ er haft eftir ákæruvaldinu. Le Parisien greinir svo frá því að árásarmennirnir hafi farið fram á upphæð á bilinu 5 til 7 milljóna evra. Fréttaveitan AFP hefur eftir heimildamanni sínum að upphæðin hafi verið „mjög há.“ Fimm handteknir Í kjölfarið fylgdi umfangsmikil rannsókn og klukkan níu í gærkvöldi á staðartíma lét lögreglan í París til skarar skríða. Fórnarlambinu var haldið föstum í heimili í Essone í útjaðri borgarinnar, sunnar við borgarmörkin. Þegar fórnarlambið hafði endurheimt frelsi sitt var hann fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. Lögregla tekur ekki fram hvert eðli áverka hans er en Le Monde hefur eftir heimildamanni sínum að fingur hafi verið skorinn af honum. Fjórir voru handteknir á vettvangi. Þeir eru fæddir á árunum 1998 til 2005. Fimmti einstaklingurinn, fæddur 1999, var handtekinn við akstur bílsins sem var líklega notaður við framkvæmd frelsissviptingarinnar. Sérstök deild frönsku lögreglunnar sem sér um að bregðast við mannránum og vopnuðum ránum sá um viðbragðið. Heimildamaður Le Monde segir að ljóst væri að frekari limlestinga væri að vænta ef ekki hefði verið fyrir skjót viðbrögð og afgerandi aðgerðir lögreglunnar. Frakkland Rafmyntir Erlend sakamál Mest lesið „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Konan er fundin Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Sjá meira
Le Monde fjallar um málið en þar kemur fram að á fimmtudaginn síðasta, verkalýðsdaginn, hafi maðurinn sem er ekki nafngreindur í umfjölluninni verið sviptur frelsi sínu í fjórtánda hverfi Parísarborgar. Fjórir grímuklæddir menn réðust að honum á götunni og hífðu hann um borð í flutningabíl. Kröfðust hárrar fjárhæðar Miðillinn hefur eftir ákæruvaldinu á svæðinu að þeir hafi í kjölfarið farið fram á borgun gegn því að manninum yrði sleppt úr haldi sínu. „Fórnarlambið reyndist faðir manns sem auðgast hafði á rafmyntum, og árásinni fylgdi krafa um lausnargjald,“ er haft eftir ákæruvaldinu. Le Parisien greinir svo frá því að árásarmennirnir hafi farið fram á upphæð á bilinu 5 til 7 milljóna evra. Fréttaveitan AFP hefur eftir heimildamanni sínum að upphæðin hafi verið „mjög há.“ Fimm handteknir Í kjölfarið fylgdi umfangsmikil rannsókn og klukkan níu í gærkvöldi á staðartíma lét lögreglan í París til skarar skríða. Fórnarlambinu var haldið föstum í heimili í Essone í útjaðri borgarinnar, sunnar við borgarmörkin. Þegar fórnarlambið hafði endurheimt frelsi sitt var hann fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. Lögregla tekur ekki fram hvert eðli áverka hans er en Le Monde hefur eftir heimildamanni sínum að fingur hafi verið skorinn af honum. Fjórir voru handteknir á vettvangi. Þeir eru fæddir á árunum 1998 til 2005. Fimmti einstaklingurinn, fæddur 1999, var handtekinn við akstur bílsins sem var líklega notaður við framkvæmd frelsissviptingarinnar. Sérstök deild frönsku lögreglunnar sem sér um að bregðast við mannránum og vopnuðum ránum sá um viðbragðið. Heimildamaður Le Monde segir að ljóst væri að frekari limlestinga væri að vænta ef ekki hefði verið fyrir skjót viðbrögð og afgerandi aðgerðir lögreglunnar.
Frakkland Rafmyntir Erlend sakamál Mest lesið „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Konan er fundin Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Sjá meira