Til stendur að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka á næstu vikum, þó markaðsaðstæður séu ekki fullkomnar í kjölfar tollahækkana Bandaríkjaforseta, að sögn fjármálaráðherra. Almenningur mun njóta forgangs í útboðinu þegar það fer loks fram.
Hagfræðingur Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar segir tímaspursmál hvenær fasteignamarkaðurinn tekur við sér. Mikið misræmi er á milli framboðs og eftirspurnar. Rætt verður við Höllu Gunnarsdóttur formann stéttarfélagsins VR um stöðuna á húsnæðismarkaði í beinni útsendingu.
Mikið hefur verið um að vera í Bestu deild karla í knattspyrnu í dag og verður farið yfir það í iþróttunum. Rætt verður við Hörð Axel Vilhjálmsson sem leggur skóna á hilluna eftir langan körfuboltaferil.
Kvöldfréttir Stöðvar 2 má sjá í heild sinni hér að neðan: