Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Ágúst Orri Arnarson skrifar 4. maí 2025 21:40 Oscar Piastri hefur unnið síðustu þrjá kappakstra en liðsfélagi hans Lando Norris vann fyrsta kappakstur ársins. Bryn Lennon - Formula 1/Formula 1 via Getty Images Oscar Piastri hjá McLaren vann sig upp úr fjórða sæti og fagnaði sigri í Miami kappakstrinum í Formúlu 1. Þetta var þriðji sigur Piastri í röð og vænkar stöðu hans verulega í efsta sæti heimslistans. Max Verstappen hjá Red Bull var á ráspól, fór fyrstur af stað en missti forystuna fljótt frá sér. Sigurvegarinn Oscar Piastri hjá McLaren vann sig upp og tók fram úr Verstappen á fjórtánda hring. Liðsfélaginn Lando Norris tók fram úr Verstappen á sautjánda hring. LAP 14/57Piastri takes the lead from Verstappen ⚔️🔄#F1 #MiamiGP pic.twitter.com/b9bPCdhfHT— Formula 1 (@F1) May 4, 2025 Verstappen tókst ekki heldur að halda í þriðja sætið, George Russell hjá Mercedes hirti það af honum. Sigurinn veitir Oscar Piastri sextán stiga forskot á liðsfélaga sinn Lando Norris á heimslista ökuþóra. OSCAR PIASTRI JUST HIT THE FUCKING GRIDDY AFTER HIS WIN I CANT MAKE THIS UP. pic.twitter.com/scO57DurmP— dea ₈₁ (@junopiastri) May 4, 2025 Rígur hjá Ferrari Lewis Hamilton og Charles LeClerc, ökumenn Ferrari, áttu í miklum erjum á meðan kappakstrinum stóð. Leclerc leyfði Hamilton að taka fram úr sér eftir rifrildi í liðsútvarpinu en Hamilton vildi ekki endurgjalda greiðann. Hamilton gerði það svo að lokum en var greinilega pirraður út í liðstjórana og spurði hvort hann ætti ekki bara líka að hleypa Carlos Sainz hjá Williams fram úr sér. Hann gerði það ekki en Sainz reyndi samt að taka fram úr og bolaði Hamilton næstum því út af brautinni, en tókst ekki. LAP 57/57Drama on the final lap as Sainz and Hamilton get up close and personal into the final hairpin! 😱#F1 #MiamiGP pic.twitter.com/2JosNC7RJr— Formula 1 (@F1) May 4, 2025 Akstursíþróttir Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Max Verstappen hjá Red Bull var á ráspól, fór fyrstur af stað en missti forystuna fljótt frá sér. Sigurvegarinn Oscar Piastri hjá McLaren vann sig upp og tók fram úr Verstappen á fjórtánda hring. Liðsfélaginn Lando Norris tók fram úr Verstappen á sautjánda hring. LAP 14/57Piastri takes the lead from Verstappen ⚔️🔄#F1 #MiamiGP pic.twitter.com/b9bPCdhfHT— Formula 1 (@F1) May 4, 2025 Verstappen tókst ekki heldur að halda í þriðja sætið, George Russell hjá Mercedes hirti það af honum. Sigurinn veitir Oscar Piastri sextán stiga forskot á liðsfélaga sinn Lando Norris á heimslista ökuþóra. OSCAR PIASTRI JUST HIT THE FUCKING GRIDDY AFTER HIS WIN I CANT MAKE THIS UP. pic.twitter.com/scO57DurmP— dea ₈₁ (@junopiastri) May 4, 2025 Rígur hjá Ferrari Lewis Hamilton og Charles LeClerc, ökumenn Ferrari, áttu í miklum erjum á meðan kappakstrinum stóð. Leclerc leyfði Hamilton að taka fram úr sér eftir rifrildi í liðsútvarpinu en Hamilton vildi ekki endurgjalda greiðann. Hamilton gerði það svo að lokum en var greinilega pirraður út í liðstjórana og spurði hvort hann ætti ekki bara líka að hleypa Carlos Sainz hjá Williams fram úr sér. Hann gerði það ekki en Sainz reyndi samt að taka fram úr og bolaði Hamilton næstum því út af brautinni, en tókst ekki. LAP 57/57Drama on the final lap as Sainz and Hamilton get up close and personal into the final hairpin! 😱#F1 #MiamiGP pic.twitter.com/2JosNC7RJr— Formula 1 (@F1) May 4, 2025
Akstursíþróttir Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira