Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Sindri Sverrisson skrifar 5. maí 2025 08:31 Hólmfríður M. Bragadóttir og Páll Ingvarsson unnu ævintýralegt afrek á Þorláksvelli um helgina þegar þau fóru bæði holu í höggi. golfthor.is Hjónin Hólmfríður M. Bragadóttir og Páll Ingvarsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur unnu ævintýralegt afrek á laugardaginn þegar þeim tókst að fara holu í höggi, á sama hringnum. Þessu náðu hjónin á Þorláksvelli Golfklúbbs Þorlákshafnar sem fjallar um málið á Facebook-síðu sinni. Hjónin fóru holu í höggi á sitt hvorri holunni. Páll var á undan og náði því á tíundu holu þegar hann sló 120 metra teighögg beint ofan í, skiljanlega við mikla kátínu. „Við vorum einmitt að gantast með þetta, eftir höggið mitt, að það væri nú gaman ef Hólmfríður næði þessu líka,“ er haft eftir Páli og sú varð einmitt raunin. Hólmfríður fór nefnilega holu í höggi á fimmtándu holunni sem líkt og sú tíunda er par 3 hola. Þetta var þó ekki í fyrsta sinn sem Hólmfríður fer holu í höggi því hún hafði afrekað það þrisvar sinnum áður. Þau hjónin hafa stundað golf í um átján ár og er Hólmfríður með 22 í forgjöf og Páll 19. Í færslu Golfklúbbs Þorlákshafnar er þess getið að talið sé að líkur á holu í höggi hjá hinum almenna kylfingi séu einn á móti tólf þúsund og að út frá því séu líkur á afreki Hólmfríðar og Páls um það bil einn á móti 5,7 milljónum. Miðað við það og fjölda árlegra golfhringja Þorláksvelli verði afrekið tæpast endurtekið á vellinum næstu aldirnar. Golf Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Þessu náðu hjónin á Þorláksvelli Golfklúbbs Þorlákshafnar sem fjallar um málið á Facebook-síðu sinni. Hjónin fóru holu í höggi á sitt hvorri holunni. Páll var á undan og náði því á tíundu holu þegar hann sló 120 metra teighögg beint ofan í, skiljanlega við mikla kátínu. „Við vorum einmitt að gantast með þetta, eftir höggið mitt, að það væri nú gaman ef Hólmfríður næði þessu líka,“ er haft eftir Páli og sú varð einmitt raunin. Hólmfríður fór nefnilega holu í höggi á fimmtándu holunni sem líkt og sú tíunda er par 3 hola. Þetta var þó ekki í fyrsta sinn sem Hólmfríður fer holu í höggi því hún hafði afrekað það þrisvar sinnum áður. Þau hjónin hafa stundað golf í um átján ár og er Hólmfríður með 22 í forgjöf og Páll 19. Í færslu Golfklúbbs Þorlákshafnar er þess getið að talið sé að líkur á holu í höggi hjá hinum almenna kylfingi séu einn á móti tólf þúsund og að út frá því séu líkur á afreki Hólmfríðar og Páls um það bil einn á móti 5,7 milljónum. Miðað við það og fjölda árlegra golfhringja Þorláksvelli verði afrekið tæpast endurtekið á vellinum næstu aldirnar.
Golf Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira