Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. maí 2025 07:00 Slys á æfingu rétt fyrir EM hefði getað komið í veg fyrir EM-gullið en Eygló Fanndal Sturludóttir sýndi mikinn styrk og kláraði dæmið. @eyglo_fanndal Eygló Fanndal Sturludóttir skrifaði nýjan kafla í lyftingasögu Íslendinga á dögunum þegar hún varð Evrópumeistari fullorðinna í ólympískum lyftingum. Eygló stóðst pressuna og gott betur og vann Evrópumeistaratitilinn á nýju Íslands- og Norðurlandameti. Það sem flestir vissu líklegast ekki var að óhapp á æfingu í aðdraganda Evrópumótsins hefði getað eyðilagt allt fyrir henni. Eygló fór yfir söguna á bak við það á áhugaverðan hátt á samfélagsmiðlum. „Á laugardeginum, viku áður en ég fór á EM þá klúraði ég lyftu með 134 kílóum á stönginni og missti stöngina á hnéð mitt. Ég man eftir örvæntingunni sem heltist yfir mig því fram að því allt hafði gengið svo vel,“ skrifaði Eygló. Dæld á lærinu „Ég hafði aldrei verið sterkari og sýndi mikinn stöðugleika í lyftunum mínum. Þegar ég fór úr hnéhlífinni þá sá ég bara dæld í framlærisvöðvanum þar sem stöngin hafði lent. Ég gerði mér þó strax grein fyrir því að ég var heppin og ekkert alvarlegt hafði komið fyrir hnéð mitt,“ skrifaði Eygló. „Um leið var það samt ljóst að ég þyrfti að glíma við mikla bólgu og mikinn sársauka næstu dagana á eftir. Ég þurfti tíma til að jafna mig, tíma sem ég hafði ekki nóg af enda þarna mjög stutt í mótið,“ skrifaði Eygló og það munaði ekki miklu að hún hafi látið sig sigraða. „Um tíma leit út fyrir að ég yrði að draga mig úr keppni. Til að toppa allt saman þá datt ég í stiganum þegar ég kom heim og marðist bæði á bakinu og rassinum. Ég vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta,“ skrifaði Eygló. Var hrædd um að standa sig ekki Hún sagði líka frá því að um tíma hafi hún ekki getað beygt hnéð og þar sem þetta var svo vont þá gat hún aðeins æft með tómri slá. „Ég vissi að ég átti möguleika á verðlaunasæti á Evrópumóti en ég var hrædd um að ég myndi ekki standa mig og að ég myndi klúðra málunum fyrir allra augum,“ skrifaði Eygló. Hún kláraði aftur á móti dæmið og stóð sig frábærlega á mótinu. Þrátt fyrir allt mótlætið þá varð þetta besti keppnisdagur hennar hingað til. Gerði sigurinn enn sætari „Þar sem pressan var svo mikil á mér fyrir þessa keppni þá hefði ég auðveldlega getað látið þetta brjóta mig niður og með því misst af þessu gullna tækifæri. Þetta allt saman gerði sigurinn hins vegar enn sætari og því sem ég er stoltust af,“ skrifaði Eygló eins og sjá má hér fyrir neðan en hún skrifaði pistil sinn á ensku. Þar má einnig sjá myndbönd sem hún tók upp af sér á þessum krefjandi dögum í aðdraganda Evrópumótsins sem eru fyrir vikið mikil heimild um þennan sögulega og stórkostlega sigur hennar. Við mælum með að fletta og fara í smá ferðalag og kynnast betur krefjandi aðdraganda að einum besta árangri íslensks íþróttamanns á síðustu árum. View this post on Instagram A post shared by Eygló Fanndal Sturludóttir (@eyglo_fanndal) Lyftingar Mest lesið Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Sjá meira
Eygló stóðst pressuna og gott betur og vann Evrópumeistaratitilinn á nýju Íslands- og Norðurlandameti. Það sem flestir vissu líklegast ekki var að óhapp á æfingu í aðdraganda Evrópumótsins hefði getað eyðilagt allt fyrir henni. Eygló fór yfir söguna á bak við það á áhugaverðan hátt á samfélagsmiðlum. „Á laugardeginum, viku áður en ég fór á EM þá klúraði ég lyftu með 134 kílóum á stönginni og missti stöngina á hnéð mitt. Ég man eftir örvæntingunni sem heltist yfir mig því fram að því allt hafði gengið svo vel,“ skrifaði Eygló. Dæld á lærinu „Ég hafði aldrei verið sterkari og sýndi mikinn stöðugleika í lyftunum mínum. Þegar ég fór úr hnéhlífinni þá sá ég bara dæld í framlærisvöðvanum þar sem stöngin hafði lent. Ég gerði mér þó strax grein fyrir því að ég var heppin og ekkert alvarlegt hafði komið fyrir hnéð mitt,“ skrifaði Eygló. „Um leið var það samt ljóst að ég þyrfti að glíma við mikla bólgu og mikinn sársauka næstu dagana á eftir. Ég þurfti tíma til að jafna mig, tíma sem ég hafði ekki nóg af enda þarna mjög stutt í mótið,“ skrifaði Eygló og það munaði ekki miklu að hún hafi látið sig sigraða. „Um tíma leit út fyrir að ég yrði að draga mig úr keppni. Til að toppa allt saman þá datt ég í stiganum þegar ég kom heim og marðist bæði á bakinu og rassinum. Ég vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta,“ skrifaði Eygló. Var hrædd um að standa sig ekki Hún sagði líka frá því að um tíma hafi hún ekki getað beygt hnéð og þar sem þetta var svo vont þá gat hún aðeins æft með tómri slá. „Ég vissi að ég átti möguleika á verðlaunasæti á Evrópumóti en ég var hrædd um að ég myndi ekki standa mig og að ég myndi klúðra málunum fyrir allra augum,“ skrifaði Eygló. Hún kláraði aftur á móti dæmið og stóð sig frábærlega á mótinu. Þrátt fyrir allt mótlætið þá varð þetta besti keppnisdagur hennar hingað til. Gerði sigurinn enn sætari „Þar sem pressan var svo mikil á mér fyrir þessa keppni þá hefði ég auðveldlega getað látið þetta brjóta mig niður og með því misst af þessu gullna tækifæri. Þetta allt saman gerði sigurinn hins vegar enn sætari og því sem ég er stoltust af,“ skrifaði Eygló eins og sjá má hér fyrir neðan en hún skrifaði pistil sinn á ensku. Þar má einnig sjá myndbönd sem hún tók upp af sér á þessum krefjandi dögum í aðdraganda Evrópumótsins sem eru fyrir vikið mikil heimild um þennan sögulega og stórkostlega sigur hennar. Við mælum með að fletta og fara í smá ferðalag og kynnast betur krefjandi aðdraganda að einum besta árangri íslensks íþróttamanns á síðustu árum. View this post on Instagram A post shared by Eygló Fanndal Sturludóttir (@eyglo_fanndal)
Lyftingar Mest lesið Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Sjá meira