Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. maí 2025 07:00 Slys á æfingu rétt fyrir EM hefði getað komið í veg fyrir EM-gullið en Eygló Fanndal Sturludóttir sýndi mikinn styrk og kláraði dæmið. @eyglo_fanndal Eygló Fanndal Sturludóttir skrifaði nýjan kafla í lyftingasögu Íslendinga á dögunum þegar hún varð Evrópumeistari fullorðinna í ólympískum lyftingum. Eygló stóðst pressuna og gott betur og vann Evrópumeistaratitilinn á nýju Íslands- og Norðurlandameti. Það sem flestir vissu líklegast ekki var að óhapp á æfingu í aðdraganda Evrópumótsins hefði getað eyðilagt allt fyrir henni. Eygló fór yfir söguna á bak við það á áhugaverðan hátt á samfélagsmiðlum. „Á laugardeginum, viku áður en ég fór á EM þá klúraði ég lyftu með 134 kílóum á stönginni og missti stöngina á hnéð mitt. Ég man eftir örvæntingunni sem heltist yfir mig því fram að því allt hafði gengið svo vel,“ skrifaði Eygló. Dæld á lærinu „Ég hafði aldrei verið sterkari og sýndi mikinn stöðugleika í lyftunum mínum. Þegar ég fór úr hnéhlífinni þá sá ég bara dæld í framlærisvöðvanum þar sem stöngin hafði lent. Ég gerði mér þó strax grein fyrir því að ég var heppin og ekkert alvarlegt hafði komið fyrir hnéð mitt,“ skrifaði Eygló. „Um leið var það samt ljóst að ég þyrfti að glíma við mikla bólgu og mikinn sársauka næstu dagana á eftir. Ég þurfti tíma til að jafna mig, tíma sem ég hafði ekki nóg af enda þarna mjög stutt í mótið,“ skrifaði Eygló og það munaði ekki miklu að hún hafi látið sig sigraða. „Um tíma leit út fyrir að ég yrði að draga mig úr keppni. Til að toppa allt saman þá datt ég í stiganum þegar ég kom heim og marðist bæði á bakinu og rassinum. Ég vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta,“ skrifaði Eygló. Var hrædd um að standa sig ekki Hún sagði líka frá því að um tíma hafi hún ekki getað beygt hnéð og þar sem þetta var svo vont þá gat hún aðeins æft með tómri slá. „Ég vissi að ég átti möguleika á verðlaunasæti á Evrópumóti en ég var hrædd um að ég myndi ekki standa mig og að ég myndi klúðra málunum fyrir allra augum,“ skrifaði Eygló. Hún kláraði aftur á móti dæmið og stóð sig frábærlega á mótinu. Þrátt fyrir allt mótlætið þá varð þetta besti keppnisdagur hennar hingað til. Gerði sigurinn enn sætari „Þar sem pressan var svo mikil á mér fyrir þessa keppni þá hefði ég auðveldlega getað látið þetta brjóta mig niður og með því misst af þessu gullna tækifæri. Þetta allt saman gerði sigurinn hins vegar enn sætari og því sem ég er stoltust af,“ skrifaði Eygló eins og sjá má hér fyrir neðan en hún skrifaði pistil sinn á ensku. Þar má einnig sjá myndbönd sem hún tók upp af sér á þessum krefjandi dögum í aðdraganda Evrópumótsins sem eru fyrir vikið mikil heimild um þennan sögulega og stórkostlega sigur hennar. Við mælum með að fletta og fara í smá ferðalag og kynnast betur krefjandi aðdraganda að einum besta árangri íslensks íþróttamanns á síðustu árum. View this post on Instagram A post shared by Eygló Fanndal Sturludóttir (@eyglo_fanndal) Lyftingar Mest lesið Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Fótbolti Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Körfubolti Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Fótbolti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Íslenski boltinn Varð að hætta keppni í úrslitaleiknum Sport Júlíus: Ógeðslega sætt Fótbolti Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Fótbolti Fleiri fréttir Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Varð að hætta keppni í úrslitaleiknum Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Ungur körfuboltamaður drukknaði Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Sjá meira
Eygló stóðst pressuna og gott betur og vann Evrópumeistaratitilinn á nýju Íslands- og Norðurlandameti. Það sem flestir vissu líklegast ekki var að óhapp á æfingu í aðdraganda Evrópumótsins hefði getað eyðilagt allt fyrir henni. Eygló fór yfir söguna á bak við það á áhugaverðan hátt á samfélagsmiðlum. „Á laugardeginum, viku áður en ég fór á EM þá klúraði ég lyftu með 134 kílóum á stönginni og missti stöngina á hnéð mitt. Ég man eftir örvæntingunni sem heltist yfir mig því fram að því allt hafði gengið svo vel,“ skrifaði Eygló. Dæld á lærinu „Ég hafði aldrei verið sterkari og sýndi mikinn stöðugleika í lyftunum mínum. Þegar ég fór úr hnéhlífinni þá sá ég bara dæld í framlærisvöðvanum þar sem stöngin hafði lent. Ég gerði mér þó strax grein fyrir því að ég var heppin og ekkert alvarlegt hafði komið fyrir hnéð mitt,“ skrifaði Eygló. „Um leið var það samt ljóst að ég þyrfti að glíma við mikla bólgu og mikinn sársauka næstu dagana á eftir. Ég þurfti tíma til að jafna mig, tíma sem ég hafði ekki nóg af enda þarna mjög stutt í mótið,“ skrifaði Eygló og það munaði ekki miklu að hún hafi látið sig sigraða. „Um tíma leit út fyrir að ég yrði að draga mig úr keppni. Til að toppa allt saman þá datt ég í stiganum þegar ég kom heim og marðist bæði á bakinu og rassinum. Ég vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta,“ skrifaði Eygló. Var hrædd um að standa sig ekki Hún sagði líka frá því að um tíma hafi hún ekki getað beygt hnéð og þar sem þetta var svo vont þá gat hún aðeins æft með tómri slá. „Ég vissi að ég átti möguleika á verðlaunasæti á Evrópumóti en ég var hrædd um að ég myndi ekki standa mig og að ég myndi klúðra málunum fyrir allra augum,“ skrifaði Eygló. Hún kláraði aftur á móti dæmið og stóð sig frábærlega á mótinu. Þrátt fyrir allt mótlætið þá varð þetta besti keppnisdagur hennar hingað til. Gerði sigurinn enn sætari „Þar sem pressan var svo mikil á mér fyrir þessa keppni þá hefði ég auðveldlega getað látið þetta brjóta mig niður og með því misst af þessu gullna tækifæri. Þetta allt saman gerði sigurinn hins vegar enn sætari og því sem ég er stoltust af,“ skrifaði Eygló eins og sjá má hér fyrir neðan en hún skrifaði pistil sinn á ensku. Þar má einnig sjá myndbönd sem hún tók upp af sér á þessum krefjandi dögum í aðdraganda Evrópumótsins sem eru fyrir vikið mikil heimild um þennan sögulega og stórkostlega sigur hennar. Við mælum með að fletta og fara í smá ferðalag og kynnast betur krefjandi aðdraganda að einum besta árangri íslensks íþróttamanns á síðustu árum. View this post on Instagram A post shared by Eygló Fanndal Sturludóttir (@eyglo_fanndal)
Lyftingar Mest lesið Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Fótbolti Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Körfubolti Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Fótbolti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Íslenski boltinn Varð að hætta keppni í úrslitaleiknum Sport Júlíus: Ógeðslega sætt Fótbolti Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Fótbolti Fleiri fréttir Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Varð að hætta keppni í úrslitaleiknum Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Ungur körfuboltamaður drukknaði Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Sjá meira