Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. maí 2025 07:00 Slys á æfingu rétt fyrir EM hefði getað komið í veg fyrir EM-gullið en Eygló Fanndal Sturludóttir sýndi mikinn styrk og kláraði dæmið. @eyglo_fanndal Eygló Fanndal Sturludóttir skrifaði nýjan kafla í lyftingasögu Íslendinga á dögunum þegar hún varð Evrópumeistari fullorðinna í ólympískum lyftingum. Eygló stóðst pressuna og gott betur og vann Evrópumeistaratitilinn á nýju Íslands- og Norðurlandameti. Það sem flestir vissu líklegast ekki var að óhapp á æfingu í aðdraganda Evrópumótsins hefði getað eyðilagt allt fyrir henni. Eygló fór yfir söguna á bak við það á áhugaverðan hátt á samfélagsmiðlum. „Á laugardeginum, viku áður en ég fór á EM þá klúraði ég lyftu með 134 kílóum á stönginni og missti stöngina á hnéð mitt. Ég man eftir örvæntingunni sem heltist yfir mig því fram að því allt hafði gengið svo vel,“ skrifaði Eygló. Dæld á lærinu „Ég hafði aldrei verið sterkari og sýndi mikinn stöðugleika í lyftunum mínum. Þegar ég fór úr hnéhlífinni þá sá ég bara dæld í framlærisvöðvanum þar sem stöngin hafði lent. Ég gerði mér þó strax grein fyrir því að ég var heppin og ekkert alvarlegt hafði komið fyrir hnéð mitt,“ skrifaði Eygló. „Um leið var það samt ljóst að ég þyrfti að glíma við mikla bólgu og mikinn sársauka næstu dagana á eftir. Ég þurfti tíma til að jafna mig, tíma sem ég hafði ekki nóg af enda þarna mjög stutt í mótið,“ skrifaði Eygló og það munaði ekki miklu að hún hafi látið sig sigraða. „Um tíma leit út fyrir að ég yrði að draga mig úr keppni. Til að toppa allt saman þá datt ég í stiganum þegar ég kom heim og marðist bæði á bakinu og rassinum. Ég vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta,“ skrifaði Eygló. Var hrædd um að standa sig ekki Hún sagði líka frá því að um tíma hafi hún ekki getað beygt hnéð og þar sem þetta var svo vont þá gat hún aðeins æft með tómri slá. „Ég vissi að ég átti möguleika á verðlaunasæti á Evrópumóti en ég var hrædd um að ég myndi ekki standa mig og að ég myndi klúðra málunum fyrir allra augum,“ skrifaði Eygló. Hún kláraði aftur á móti dæmið og stóð sig frábærlega á mótinu. Þrátt fyrir allt mótlætið þá varð þetta besti keppnisdagur hennar hingað til. Gerði sigurinn enn sætari „Þar sem pressan var svo mikil á mér fyrir þessa keppni þá hefði ég auðveldlega getað látið þetta brjóta mig niður og með því misst af þessu gullna tækifæri. Þetta allt saman gerði sigurinn hins vegar enn sætari og því sem ég er stoltust af,“ skrifaði Eygló eins og sjá má hér fyrir neðan en hún skrifaði pistil sinn á ensku. Þar má einnig sjá myndbönd sem hún tók upp af sér á þessum krefjandi dögum í aðdraganda Evrópumótsins sem eru fyrir vikið mikil heimild um þennan sögulega og stórkostlega sigur hennar. Við mælum með að fletta og fara í smá ferðalag og kynnast betur krefjandi aðdraganda að einum besta árangri íslensks íþróttamanns á síðustu árum. View this post on Instagram A post shared by Eygló Fanndal Sturludóttir (@eyglo_fanndal) Lyftingar Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Sjá meira
Eygló stóðst pressuna og gott betur og vann Evrópumeistaratitilinn á nýju Íslands- og Norðurlandameti. Það sem flestir vissu líklegast ekki var að óhapp á æfingu í aðdraganda Evrópumótsins hefði getað eyðilagt allt fyrir henni. Eygló fór yfir söguna á bak við það á áhugaverðan hátt á samfélagsmiðlum. „Á laugardeginum, viku áður en ég fór á EM þá klúraði ég lyftu með 134 kílóum á stönginni og missti stöngina á hnéð mitt. Ég man eftir örvæntingunni sem heltist yfir mig því fram að því allt hafði gengið svo vel,“ skrifaði Eygló. Dæld á lærinu „Ég hafði aldrei verið sterkari og sýndi mikinn stöðugleika í lyftunum mínum. Þegar ég fór úr hnéhlífinni þá sá ég bara dæld í framlærisvöðvanum þar sem stöngin hafði lent. Ég gerði mér þó strax grein fyrir því að ég var heppin og ekkert alvarlegt hafði komið fyrir hnéð mitt,“ skrifaði Eygló. „Um leið var það samt ljóst að ég þyrfti að glíma við mikla bólgu og mikinn sársauka næstu dagana á eftir. Ég þurfti tíma til að jafna mig, tíma sem ég hafði ekki nóg af enda þarna mjög stutt í mótið,“ skrifaði Eygló og það munaði ekki miklu að hún hafi látið sig sigraða. „Um tíma leit út fyrir að ég yrði að draga mig úr keppni. Til að toppa allt saman þá datt ég í stiganum þegar ég kom heim og marðist bæði á bakinu og rassinum. Ég vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta,“ skrifaði Eygló. Var hrædd um að standa sig ekki Hún sagði líka frá því að um tíma hafi hún ekki getað beygt hnéð og þar sem þetta var svo vont þá gat hún aðeins æft með tómri slá. „Ég vissi að ég átti möguleika á verðlaunasæti á Evrópumóti en ég var hrædd um að ég myndi ekki standa mig og að ég myndi klúðra málunum fyrir allra augum,“ skrifaði Eygló. Hún kláraði aftur á móti dæmið og stóð sig frábærlega á mótinu. Þrátt fyrir allt mótlætið þá varð þetta besti keppnisdagur hennar hingað til. Gerði sigurinn enn sætari „Þar sem pressan var svo mikil á mér fyrir þessa keppni þá hefði ég auðveldlega getað látið þetta brjóta mig niður og með því misst af þessu gullna tækifæri. Þetta allt saman gerði sigurinn hins vegar enn sætari og því sem ég er stoltust af,“ skrifaði Eygló eins og sjá má hér fyrir neðan en hún skrifaði pistil sinn á ensku. Þar má einnig sjá myndbönd sem hún tók upp af sér á þessum krefjandi dögum í aðdraganda Evrópumótsins sem eru fyrir vikið mikil heimild um þennan sögulega og stórkostlega sigur hennar. Við mælum með að fletta og fara í smá ferðalag og kynnast betur krefjandi aðdraganda að einum besta árangri íslensks íþróttamanns á síðustu árum. View this post on Instagram A post shared by Eygló Fanndal Sturludóttir (@eyglo_fanndal)
Lyftingar Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Sjá meira