Sumarlínan í ár kallast “Beach Day” eða Strandardagur á íslensku og skartar fallegum pastellitum ásamt myndum af Múmínálfunum og vinum þeirra að njóta sjávarsíðunnar.
Línan verður fáanleg á heimsvísu 7. maí 2025

Litapallettan í ár inniheldur fallega túrkís, fjólubláa, bleika og kremaða pastelliti. Á myndefninu eru sjór, sandur og sól í forgrunni, sett fram í fallegu grípandi mynstri í stíl sem helst mætti lýsa sem retro.
Múmínsnáðann má sjá í skeljaleit þegar hann rekst á slóð hnappa í eigu Dunda (e.Fuddler), safnara í Múmíndal, en með þeim tekst samstundis vinskapur.
Á meðan felur Snorkstelpan sig í stórri skel og grætur yfir því að Múmínsnáði veiti henni enga athygli, hann er svo upptekinn í fjársjóðsleit með nýja vini sínum.

Sumarlínan 2025 er einstaklega litrík og falleg þar sem margar af okkar uppáhalds Múmínpersónum birtast í ólíkum aðstæðum.
Sumarlína Moomin Arabia 2025 er væntanleg í verslanir helstu söluaðila Moomin á Íslandi, miðvikudaginn 7. maí.
