Akureyri.net segir frá þessu og því er jafnframt ljóst að Aron Einar spilar ekki í íslensku deildinni í sumar.
Aron var með Þórsurum síðari hluta leiktíðarinnar í fyrra og upphaflega stóð til að hann yrði aftur með uppeldisfélaginu í sumar.
Aron Einar var bara löglegur með Al-Gharafa í Meistaradeild í Asíu á þessu tímabili vegna reglna um fjölda útlendinga hjá liðum í Katar en þessi nýi samningur sér til ess að hann má spila deildarleikina líka á komandi tímabili.
Aron Einar hélt upp á 36 ára afmælið sitt í síðasta mánuði og hann var í fyrsta landsliðshópi Arnars Gunnlaugssonar í mars. Hann hefur spilað 106 A-landsleiki fyrir Ísland.