Indland gerir árás á Pakistan Jón Ísak Ragnarsson skrifar 6. maí 2025 21:02 Yfirvöld í Pakistan segja að flugskeyti Indverja hafi hæft þrjú skotmörk. X Indland hefur gert árás á Pakistan með flugskeytum á níu staði í Pakistan og í þeim hluta Kasmír-héraðs þar sem Pakistanar ráða ríkjum. Í yfirlýsingu frá indverskum yfirvöldum segir að ríkisstjórnin hafi sett verkefnið „Operation Sindoor“ af stað og skotið niður innviði hryðjuverkamanna í Pakistan og í Kashmír héraði, „þaðan sem hryðjuverkaárásum gegn Indlandi hefur verið stýrt.“ „Aðgerðirnar hafa verið skilvirkar og útreiknaðar. Engar herstöðvar í Pakistan voru skotmark árásanna,“ segir í yfirlýsingunni. Talsmaður pakistanska hersins sagði í yfirlýsingu að indversk flugskeyti hefðu hæft þrjú skotmörk í Pakistan. Hann sagði að árásin væri heigulsháttur og að Pakistanar myndu svara fyrir sig. BREAKING: India has launched missile strikes into Pakistan, targeting a mosque in Bahawalpur linked to Maulana Masood Azhar, the founder and leader of Jaish-e-Mohammed (JeM), an Islamist terrorist group primarily active in Indian Kashmir. pic.twitter.com/XC7JCWa5wv— Ian Miles Cheong (@stillgray) May 6, 2025 „Aumkunarverð árás“ Í frétt Telegraph er haft eftir pakistönskum yfirvöldum að minnst eitt barn sé látið og tveir slasaðir eftir árásirnar. Eitt flugskeytið hafi lent á mosku í borginni Bahawalpur í Punjab héraði, þar sem sagt er að barn hafi látist og kona og karl slasast. „Þetta er aumkunarverð árás og henni var beint gegn saklausum borgurum í skjóli nætur,“ sagði talsmaður pakistanska hersins í viðtali við ARY news. 🚨 #BREAKING: India has just launched a missile strike on PakistanPakistan vows to retaliateIt’s a full-on war now. pic.twitter.com/b04D1t1K2V— Nick Sortor (@nicksortor) May 6, 2025 Spennan milli Indlands og Pakistan hefur aukist jafnt og þétt eftir að ráðist var á ferðamenn í indverska hluta kasmír-héraðs fyrir tveimur vikum síðan. Minnst tuttugu og fjórir létu lífið þegar hópur manna hóf skotrhíð í átt að ferðamönnunum. Enginn lýsti yfir ábyrgð á árásinni en Indverjar og Pakistanar hafa lengi deilt um yfirráð yfir héraðinu og stjórna bæði löndin hlutum þess. Þarlendir miðlar fullyrtu sumir hverjir að vopnuðu mennirnir hefðu haft tengsl við pakistanska uppreisnarhópa. Gerðu síðast loftárás 2019 Indverjar og Pakistanar, sem eiga báðir kjarnorkuvopn, hafa háð þrjú stríð gegnum tíðina, frá því Indlandi var skipt upp milli hindúa og múslima í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar. Síðasta stríðið átti sér stað árið 1971 en reglulega hefur komið til átaka þeirra á milli, núna síðast árið 2019. Fyrsta stríð ríkjanna var um Kasmír-hérað sem hefur um árabil þótt eitt mesta spennusvæði heims, ef svo má segja. Árið 2019 gerðu Indverjar loftárásir í Pakistan, eftir að vígamenn hryðjuverkasamtaka sem kallast Jaish-e-Mohammed, gerðu árás yfir landamæri ríkjanna í Kasmír. Indverjar hafa um árabil sakað Pakistana um að leyfa slíkum samtökum að starfa í Pakistan og hafa einni sagt að öryggissveitir í Pakistan hafi starfað með hryðjuverkasamtökum. Sjá ítarlega frétt um spennuna milli Pakistan og Indlands hér: Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Fréttin hefur verið uppfærð Indland Pakistan Hernaður Tengdar fréttir Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Attaullah Tarar, upplýsingamálaráðherra Pakistan, segir að landið búi yfir áreiðanlegum upplýsingum sem bendi til þess að Indland hyggist gera árás á allra næstu dögum. 30. apríl 2025 00:10 Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Mikil reiði er á meðal almennings á Indlandi eftir að byssumenn gerðu árás á hóp ferðamanna í Kasmír héraði og drápu tuttugu og sex hið minnsta. 23. apríl 2025 06:56 Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Aukin spenna er á milli Indlands og Pakistan vegna yfirráð í Kashmír héraðinu. Íslamskir vígamenn skutu 26 manns til bana á svæði Indlands. Landamærunum milli landanna hefur verið lokað. 28. apríl 2025 23:02 Mest lesið Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Sjá meira
Í yfirlýsingu frá indverskum yfirvöldum segir að ríkisstjórnin hafi sett verkefnið „Operation Sindoor“ af stað og skotið niður innviði hryðjuverkamanna í Pakistan og í Kashmír héraði, „þaðan sem hryðjuverkaárásum gegn Indlandi hefur verið stýrt.“ „Aðgerðirnar hafa verið skilvirkar og útreiknaðar. Engar herstöðvar í Pakistan voru skotmark árásanna,“ segir í yfirlýsingunni. Talsmaður pakistanska hersins sagði í yfirlýsingu að indversk flugskeyti hefðu hæft þrjú skotmörk í Pakistan. Hann sagði að árásin væri heigulsháttur og að Pakistanar myndu svara fyrir sig. BREAKING: India has launched missile strikes into Pakistan, targeting a mosque in Bahawalpur linked to Maulana Masood Azhar, the founder and leader of Jaish-e-Mohammed (JeM), an Islamist terrorist group primarily active in Indian Kashmir. pic.twitter.com/XC7JCWa5wv— Ian Miles Cheong (@stillgray) May 6, 2025 „Aumkunarverð árás“ Í frétt Telegraph er haft eftir pakistönskum yfirvöldum að minnst eitt barn sé látið og tveir slasaðir eftir árásirnar. Eitt flugskeytið hafi lent á mosku í borginni Bahawalpur í Punjab héraði, þar sem sagt er að barn hafi látist og kona og karl slasast. „Þetta er aumkunarverð árás og henni var beint gegn saklausum borgurum í skjóli nætur,“ sagði talsmaður pakistanska hersins í viðtali við ARY news. 🚨 #BREAKING: India has just launched a missile strike on PakistanPakistan vows to retaliateIt’s a full-on war now. pic.twitter.com/b04D1t1K2V— Nick Sortor (@nicksortor) May 6, 2025 Spennan milli Indlands og Pakistan hefur aukist jafnt og þétt eftir að ráðist var á ferðamenn í indverska hluta kasmír-héraðs fyrir tveimur vikum síðan. Minnst tuttugu og fjórir létu lífið þegar hópur manna hóf skotrhíð í átt að ferðamönnunum. Enginn lýsti yfir ábyrgð á árásinni en Indverjar og Pakistanar hafa lengi deilt um yfirráð yfir héraðinu og stjórna bæði löndin hlutum þess. Þarlendir miðlar fullyrtu sumir hverjir að vopnuðu mennirnir hefðu haft tengsl við pakistanska uppreisnarhópa. Gerðu síðast loftárás 2019 Indverjar og Pakistanar, sem eiga báðir kjarnorkuvopn, hafa háð þrjú stríð gegnum tíðina, frá því Indlandi var skipt upp milli hindúa og múslima í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar. Síðasta stríðið átti sér stað árið 1971 en reglulega hefur komið til átaka þeirra á milli, núna síðast árið 2019. Fyrsta stríð ríkjanna var um Kasmír-hérað sem hefur um árabil þótt eitt mesta spennusvæði heims, ef svo má segja. Árið 2019 gerðu Indverjar loftárásir í Pakistan, eftir að vígamenn hryðjuverkasamtaka sem kallast Jaish-e-Mohammed, gerðu árás yfir landamæri ríkjanna í Kasmír. Indverjar hafa um árabil sakað Pakistana um að leyfa slíkum samtökum að starfa í Pakistan og hafa einni sagt að öryggissveitir í Pakistan hafi starfað með hryðjuverkasamtökum. Sjá ítarlega frétt um spennuna milli Pakistan og Indlands hér: Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Fréttin hefur verið uppfærð
Indland Pakistan Hernaður Tengdar fréttir Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Attaullah Tarar, upplýsingamálaráðherra Pakistan, segir að landið búi yfir áreiðanlegum upplýsingum sem bendi til þess að Indland hyggist gera árás á allra næstu dögum. 30. apríl 2025 00:10 Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Mikil reiði er á meðal almennings á Indlandi eftir að byssumenn gerðu árás á hóp ferðamanna í Kasmír héraði og drápu tuttugu og sex hið minnsta. 23. apríl 2025 06:56 Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Aukin spenna er á milli Indlands og Pakistan vegna yfirráð í Kashmír héraðinu. Íslamskir vígamenn skutu 26 manns til bana á svæði Indlands. Landamærunum milli landanna hefur verið lokað. 28. apríl 2025 23:02 Mest lesið Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Sjá meira
Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Attaullah Tarar, upplýsingamálaráðherra Pakistan, segir að landið búi yfir áreiðanlegum upplýsingum sem bendi til þess að Indland hyggist gera árás á allra næstu dögum. 30. apríl 2025 00:10
Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Mikil reiði er á meðal almennings á Indlandi eftir að byssumenn gerðu árás á hóp ferðamanna í Kasmír héraði og drápu tuttugu og sex hið minnsta. 23. apríl 2025 06:56
Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Aukin spenna er á milli Indlands og Pakistan vegna yfirráð í Kashmír héraðinu. Íslamskir vígamenn skutu 26 manns til bana á svæði Indlands. Landamærunum milli landanna hefur verið lokað. 28. apríl 2025 23:02