Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar 7. maí 2025 12:01 Það ríkir neyðarástand í málefnum barna og unglinga sem glíma við alvarlegan hegðunar- og geðrænan vanda hérlendis. Í dag eru Stuðlar eina vistunarúrræðið sem stendur til boða fyrir börn í slíkri stöðu og þar eru einungis örfá rými. Önnur sértæk úrræði bráðvantar og því eru börn annaðhvort vistuð í úrræðum sem henta ekki þeirra þörfum eða látin bíða án nokkurrar þjónustu. Í þessari stöðu hefur nýr barnamálaráðherra lýst því yfir að Háholt í Skagafirði komi ekki til greina sem meðferðarúrræði. Á meðan eru börn hýst í fangaklefum. Sérbyggt húsnæði sem nýtist strax Háholt var upphaflega byggt sem meðferðarheimili og var sérstaklega endurbætt árið 2014 fyrir vistun barna með alvarlegan hegðunarvanda. Sérfræðingar hafa bent á að með lágmarks viðbótum mætti opna húsið á ný og hefja þar brýna þjónustu. Eitt meðferðarúrræði dugar ekki öllum því börn eru með ólíkan bakgrunn, fjölbreyttan vanda og þar af leiðandi mismunandi þarfir. Það þarf úrræði sem eru sérsniðin með hag barnanna í forgrunni. Það hefur þingmaðurinn Jón Gnarr ítrekað bent á en hann hefur gert sér ferð í Háholt til að taka út húsnæðið og mæla með því sem hluta af lausninni. Ráðherra málaflokksins telur hinsvegar að fjarðlægðin frá höfuðborgarsvæðinu geri Háholt óhentugt. En með flugi til Akureyrar og stuttri akstursleið þaðan til Skagafjarðar ætti ferðatíminn ekki að vera hindrun. Fjarlægð getur að auki verið styrkleiki í meðferðarúrræði, sum börn þurfa ró og úrræði utan höfuðborgarsvæðisins geta rofið skaðleg tengsl. Háholt getur verið slíkt úrræði. Skýrsla stýrihóps kallar á aðgerðir Í skýrslu stýrihóps sem unnin var fyrir barna- og menntamálaráðherra árið 2022 kemur fram að yfir 120 börn þurfi á einhversskonar úrræðum að halda á hverjum tíma, þar á meðal meðferðarheimilum og vistheimilum. Skýrslan leggur ríka áherslu á að byggt verði upp fjölbreytt úrræði, m.a. meðferðarheimili fyrir börn með alvarlegan hegðunarvanda. Að opna Háholt á ný sem meðferðaúrræði gæti verið bæði hagkvæm og skjót lausn til að mæta þessari brýnu þörf. Húsnæðið er til staðar rétt eins og biðlistar eftir úrræðum eru líka til staðar. Í ljósi niðurstaðna skýrslunnar og raunverulegra þarfa barna með fjölþættan vanda, er með öllu ótækt að ríkið láti úrræði eins og Háholt standa autt meðan viðkvæmur hópur barna bíður eftir lausnum. Höfundur er oddviti VG og óháðra í Skagafirði og fyrrverandi starfsmaður Stuðla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Álfhildur Leifsdóttir Vistheimili Skagafjörður Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það ríkir neyðarástand í málefnum barna og unglinga sem glíma við alvarlegan hegðunar- og geðrænan vanda hérlendis. Í dag eru Stuðlar eina vistunarúrræðið sem stendur til boða fyrir börn í slíkri stöðu og þar eru einungis örfá rými. Önnur sértæk úrræði bráðvantar og því eru börn annaðhvort vistuð í úrræðum sem henta ekki þeirra þörfum eða látin bíða án nokkurrar þjónustu. Í þessari stöðu hefur nýr barnamálaráðherra lýst því yfir að Háholt í Skagafirði komi ekki til greina sem meðferðarúrræði. Á meðan eru börn hýst í fangaklefum. Sérbyggt húsnæði sem nýtist strax Háholt var upphaflega byggt sem meðferðarheimili og var sérstaklega endurbætt árið 2014 fyrir vistun barna með alvarlegan hegðunarvanda. Sérfræðingar hafa bent á að með lágmarks viðbótum mætti opna húsið á ný og hefja þar brýna þjónustu. Eitt meðferðarúrræði dugar ekki öllum því börn eru með ólíkan bakgrunn, fjölbreyttan vanda og þar af leiðandi mismunandi þarfir. Það þarf úrræði sem eru sérsniðin með hag barnanna í forgrunni. Það hefur þingmaðurinn Jón Gnarr ítrekað bent á en hann hefur gert sér ferð í Háholt til að taka út húsnæðið og mæla með því sem hluta af lausninni. Ráðherra málaflokksins telur hinsvegar að fjarðlægðin frá höfuðborgarsvæðinu geri Háholt óhentugt. En með flugi til Akureyrar og stuttri akstursleið þaðan til Skagafjarðar ætti ferðatíminn ekki að vera hindrun. Fjarlægð getur að auki verið styrkleiki í meðferðarúrræði, sum börn þurfa ró og úrræði utan höfuðborgarsvæðisins geta rofið skaðleg tengsl. Háholt getur verið slíkt úrræði. Skýrsla stýrihóps kallar á aðgerðir Í skýrslu stýrihóps sem unnin var fyrir barna- og menntamálaráðherra árið 2022 kemur fram að yfir 120 börn þurfi á einhversskonar úrræðum að halda á hverjum tíma, þar á meðal meðferðarheimilum og vistheimilum. Skýrslan leggur ríka áherslu á að byggt verði upp fjölbreytt úrræði, m.a. meðferðarheimili fyrir börn með alvarlegan hegðunarvanda. Að opna Háholt á ný sem meðferðaúrræði gæti verið bæði hagkvæm og skjót lausn til að mæta þessari brýnu þörf. Húsnæðið er til staðar rétt eins og biðlistar eftir úrræðum eru líka til staðar. Í ljósi niðurstaðna skýrslunnar og raunverulegra þarfa barna með fjölþættan vanda, er með öllu ótækt að ríkið láti úrræði eins og Háholt standa autt meðan viðkvæmur hópur barna bíður eftir lausnum. Höfundur er oddviti VG og óháðra í Skagafirði og fyrrverandi starfsmaður Stuðla.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun