Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Árni Sæberg skrifar 8. maí 2025 12:21 Daði Már Kristófersson er fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Ívar Fannar Ríkisstyrkir til stjórnmálasamtaka frá árinu 2007 nema ríflega 9,1 milljarði króna. Framlögin eru sögð ætluð til að auka traust til stjórnmálaflokka. Þetta kemur fram í svari Daða Más Kristóferssonar dómsmálaráðherra við fyrirspurn Árna Helgasonar, varaþingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem hljóðaði svo: Hvað hafa ríkisstyrkir til stjórnmálasamtaka verið háir frá því að lög um starfsemi stjórnmálasamtaka, nr. 162/2006, tóku gildi 1. janúar 2007? Svar óskast sundurliðað eftir árum og stjórnmálaflokkum. Svarið hefst á umfjöllum um markmið laganna en það sé að auka traust á stjórnmálastarfsemi, tryggja starfsskilyrði og sjálfstæði stjórnmálasamtaka og efla lýðræði og gagnsæi stjórnmála. Markmið laganna sé jafnframt að kveða á um almenn framlög til frambjóðenda í kjöri til embættis forseta Íslands, til Alþingis og til sveitarstjórna og opinber og almenn fjárframlög til stjórnmálasamtaka og stjórnmálastarfsemi. Með þessu fyrirkomulagi eigi að draga úr hættu á hagsmunaárekstrum og tryggja gagnsæi í fjármálum stjórnmálasamtaka. Tólf milljónir fyrir einn mann og svo hluti af kökunni Þá segir að í lögunum sé kveðið á um reglur um framlög ríkis og sveitarfélaga til stjórnmálastarfsemi. Þar komi fram að stjórnmálasamtök sem fengið hafa að minnsta kosti einn mann kjörinn á Alþingi í næstliðnum alþingiskosningum eigi rétt á 12 milljóna króna grunnrekstrarframlagi úr ríkissjóði á ári hverju. Þessi upphæð var lögfest árið 2018 með lagabreytingafrumvarpi sem fulltrúar allra flokka á þáverandi þingi mæltu fyrir. Með breytingunni var einnig lögfest skilyrði um að uppfylla upplýsingaskyldu gagnvart Ríkisendurskoðun. Síðari breyting á lögunum, um skilyrði um skráningu á stjórnmálasamtakaskrá, leiddi svo til styrkjamálsins svokallaða. Í svarinu segir að einnig skuli árlega úthluta stjórnmálasamtökum sem fengið hafa að minnsta kosti einn mann kjörinn á Alþingi eða hlotið hafa að minnsta kosti 2,5 prósent atkvæða í næstliðnum alþingiskosningum fé samkvæmt ákvörðun í fjárlögum hverju sinni. Heildarfjárhæðinni skuli úthlutað til stjórnmálasamtaka í hlutfalli við atkvæðamagn fyrir 25. janúar ár hvert. Heildarstyrkir sem greiddir hafa verið úr ríkissjóði frá gildistöku laganna árið 2007 eru samkvæmt svari fjármálaráðherra 8,98 milljarðar króna. Sérstakir styrkir fyrir kosningabaráttu Í svarinu segir að að stjórnmálasamtök sem bjóða fram í þremur kjördæmum eða fleiri í kosningum til Alþingis geti að loknum kosningum sótt um sérstakan fjárstyrk úr ríkissjóði vegna kosningabaráttu, að hámarki 750 þúsund krónur fyrir hvert kjördæmi sem boðið er fram í. Þeim umsóknum skuli beint til dómsmálaráðuneytisins en fjármálaráðuneytið hafi séð um úthlutun hinna árlegu styrkja. Heildarstyrkir vegna kosningabaráttu í kosningum árin 2013, 2016, 2017, 2021 og 2025 nemi samtals 174,19 milljónum króna. Þannig nema heildarstyrkir úr ríkissjóði til stjórnmálasamtaka 9,15 milljörðum króna frá árinu 2007. Ítarlega sundurliðun á styrkjum má sjá í svari ráðherra hér. Þar eru styrkir meðal annars sundurliðaðir eftir flokkum. Styrkir til stjórnmálasamtaka Alþingi Rekstur hins opinbera Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Fleiri fréttir Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Sjá meira
Þetta kemur fram í svari Daða Más Kristóferssonar dómsmálaráðherra við fyrirspurn Árna Helgasonar, varaþingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem hljóðaði svo: Hvað hafa ríkisstyrkir til stjórnmálasamtaka verið háir frá því að lög um starfsemi stjórnmálasamtaka, nr. 162/2006, tóku gildi 1. janúar 2007? Svar óskast sundurliðað eftir árum og stjórnmálaflokkum. Svarið hefst á umfjöllum um markmið laganna en það sé að auka traust á stjórnmálastarfsemi, tryggja starfsskilyrði og sjálfstæði stjórnmálasamtaka og efla lýðræði og gagnsæi stjórnmála. Markmið laganna sé jafnframt að kveða á um almenn framlög til frambjóðenda í kjöri til embættis forseta Íslands, til Alþingis og til sveitarstjórna og opinber og almenn fjárframlög til stjórnmálasamtaka og stjórnmálastarfsemi. Með þessu fyrirkomulagi eigi að draga úr hættu á hagsmunaárekstrum og tryggja gagnsæi í fjármálum stjórnmálasamtaka. Tólf milljónir fyrir einn mann og svo hluti af kökunni Þá segir að í lögunum sé kveðið á um reglur um framlög ríkis og sveitarfélaga til stjórnmálastarfsemi. Þar komi fram að stjórnmálasamtök sem fengið hafa að minnsta kosti einn mann kjörinn á Alþingi í næstliðnum alþingiskosningum eigi rétt á 12 milljóna króna grunnrekstrarframlagi úr ríkissjóði á ári hverju. Þessi upphæð var lögfest árið 2018 með lagabreytingafrumvarpi sem fulltrúar allra flokka á þáverandi þingi mæltu fyrir. Með breytingunni var einnig lögfest skilyrði um að uppfylla upplýsingaskyldu gagnvart Ríkisendurskoðun. Síðari breyting á lögunum, um skilyrði um skráningu á stjórnmálasamtakaskrá, leiddi svo til styrkjamálsins svokallaða. Í svarinu segir að einnig skuli árlega úthluta stjórnmálasamtökum sem fengið hafa að minnsta kosti einn mann kjörinn á Alþingi eða hlotið hafa að minnsta kosti 2,5 prósent atkvæða í næstliðnum alþingiskosningum fé samkvæmt ákvörðun í fjárlögum hverju sinni. Heildarfjárhæðinni skuli úthlutað til stjórnmálasamtaka í hlutfalli við atkvæðamagn fyrir 25. janúar ár hvert. Heildarstyrkir sem greiddir hafa verið úr ríkissjóði frá gildistöku laganna árið 2007 eru samkvæmt svari fjármálaráðherra 8,98 milljarðar króna. Sérstakir styrkir fyrir kosningabaráttu Í svarinu segir að að stjórnmálasamtök sem bjóða fram í þremur kjördæmum eða fleiri í kosningum til Alþingis geti að loknum kosningum sótt um sérstakan fjárstyrk úr ríkissjóði vegna kosningabaráttu, að hámarki 750 þúsund krónur fyrir hvert kjördæmi sem boðið er fram í. Þeim umsóknum skuli beint til dómsmálaráðuneytisins en fjármálaráðuneytið hafi séð um úthlutun hinna árlegu styrkja. Heildarstyrkir vegna kosningabaráttu í kosningum árin 2013, 2016, 2017, 2021 og 2025 nemi samtals 174,19 milljónum króna. Þannig nema heildarstyrkir úr ríkissjóði til stjórnmálasamtaka 9,15 milljörðum króna frá árinu 2007. Ítarlega sundurliðun á styrkjum má sjá í svari ráðherra hér. Þar eru styrkir meðal annars sundurliðaðir eftir flokkum.
Styrkir til stjórnmálasamtaka Alþingi Rekstur hins opinbera Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Fleiri fréttir Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum