Handbolti

Frá Eyjum til Ísraels

Sindri Sverrisson skrifar
Pavel Miskevich kom inn í mark ÍBV í janúar 2023 og varð Íslandsmeistari um vorið.
Pavel Miskevich kom inn í mark ÍBV í janúar 2023 og varð Íslandsmeistari um vorið. Vísir/Anton Brink

Handboltamarkvörðurinn Pavel Miskevich sem varið hefur mark ÍBV síðustu ár hefur ákveðið að yfirgefa Vestmannaeyjar og halda til Ísraels.

Frá þessu er greint á Facebook-síðu ÍBV þar sem Pavel er þakkað kærlega fyrir allt hans framlag fyrir liðið.

Pavel kom frá spænska liðinu San Jose lanzarote til ÍBV í janúar árið 2023 og átti til að mynda sinn þátt í því að Eyjamenn lönduðu Íslandsmeistaratitlinum vorið 2023.

Nú er ljóst að Pavel, sem er Hvít-Rússi, mun spila í Ísrael á næstu leiktíð en hann er að ganga til liðs við HC Holon.

Annar markvörður, Sveinbjörn Pétursson, varð á síðasta ári fyrsti íslenski handboltamaðurinn til að spila í Ísrael en Akureyringurinn varði mark Hapoel Ashdod í vetur.

Samkvæmt tölfræði HB Statz var Pavel frekar neðarlega á lista yfir hlutfallslega markvörslu í Olís-deildinni í vetur, með 26,8% skota varin. Hann spilaði auk þess minna en Petar Jokanovic og varði að meðaltali 4,6 skot í leik en Petar, sem varði 29,1% skota, varði 8,3 skot í leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×