Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Samúel Karl Ólason skrifar 9. maí 2025 07:40 John Prevost, bróðir nýja páfans Leó fjórtánda. AP/John J. Kim John Prevost býst við góðum hlutum af bróður sínum, Robert Francis Provost, eða Leó fjórtánda, sem kjörinn var páfi í gær. John segir valið hafa komið sér og fjölskyldu sinni gífurlega á óvart. Þegar hvítan reyk lagði frá Sixtínsku kapellunni settist John fyrir framan sjónvarpið til að berja nýjan páfa augum, þegar hann birtist á svölum Péturskirkju. Þar birtist bróðir hans, sem þótti ekki líklegur til að verða páfi, áður en páfakjörið hófst. John var að ræða við frænku sína í símanum þegar bróðir hans birtist á svölunum. Hann segir hana hafa byrjað að öskra en hann hafi sjálfur ekki trúað því sem hann hafi séð. Svo hafi stolt tekið sess vantrúar. Í samtali við AP fréttaveituna segir John að hann hafi fundið fyrir gífurlegu stolti yfir því að bróðir hans væri orðinn páfi. 267. páfinn og sá fyrsti frá Bandaríkjunum. „Þetta er gífurlegur heiður,“ sagði John. Hann sagðist einnig viss um að embættinu fylgdi gífurleg ábyrgð en að bróðir hans myndi sinna starfinu vel og að páfatíð hans myndi hafa jákvæðar afleiðingar. John segir bróðir sinn alltaf hafa verið mjög umhugað um fátækt fólk og þá sem eru jaðarsettir og raddlausir. Hann býst við því að Leó muni feta í fótspor forvera síns. „Hann verður ekki langt til vinstri og ekki langt til hægri. Bara beint niður miðjuna,“ sagði John. Í miðju viðtali við AP áttaði John sig á því að hann hefði misst af nokkrum símtölum frá bróður sínum páfanum og hringdi til baka. Leó svaraði en vildi ekki trufla viðtalið. Þeir töluðu þó saman í stutta stund um hvenær og hvernig John myndi heimsækja Vatíkanið og skelltu svo á hvorn annan. John segir að hann hafi frá unga aldri vitað að bróðir hans yrði prestur, þó hann hafi ekki búist við því að hann yrði páfi. Bræðurnir tala saman í síma svo gott sem daglega, gera Wordle saman og aðra leiki og spjalla. Nú efast John um að bróðir sinn muni hafa tíma til að halda því áfram. „Það er strax orðið skrítið að hafa engan til að tala við.“ Louis Prevost, annar bróðir páfans, segir það ótrúlegt að bróðir hans sé orðinn páfi. „Við vissum það eiginlega að hann var sérstakur og þegar hann var sex ára gamall stríddum við honum með því að hann yrði páfi. Páfakjör 2025 Páfagarður Bandaríkin Leó fjórtándi páfi Andlát Frans páfa Tengdar fréttir „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það mikinn heiður að nýr páfi, Leó XIV, sé bandarískur og segist hann hlakka til að hitta hann. 8. maí 2025 18:09 Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Kardinálar kaþólsku kirkjunnar hafa valið sér nýjan páfa, Bandaríkjamanninn Robert Francis Prevost sem tekur sér nafnið Leó XIV. Vísir fylgist með gangi mála á sérstakri páfakjörsvakt en einnig er hægt að horfa á beina útsendingu frá Páfagarði. 7. maí 2025 08:53 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
Þegar hvítan reyk lagði frá Sixtínsku kapellunni settist John fyrir framan sjónvarpið til að berja nýjan páfa augum, þegar hann birtist á svölum Péturskirkju. Þar birtist bróðir hans, sem þótti ekki líklegur til að verða páfi, áður en páfakjörið hófst. John var að ræða við frænku sína í símanum þegar bróðir hans birtist á svölunum. Hann segir hana hafa byrjað að öskra en hann hafi sjálfur ekki trúað því sem hann hafi séð. Svo hafi stolt tekið sess vantrúar. Í samtali við AP fréttaveituna segir John að hann hafi fundið fyrir gífurlegu stolti yfir því að bróðir hans væri orðinn páfi. 267. páfinn og sá fyrsti frá Bandaríkjunum. „Þetta er gífurlegur heiður,“ sagði John. Hann sagðist einnig viss um að embættinu fylgdi gífurleg ábyrgð en að bróðir hans myndi sinna starfinu vel og að páfatíð hans myndi hafa jákvæðar afleiðingar. John segir bróðir sinn alltaf hafa verið mjög umhugað um fátækt fólk og þá sem eru jaðarsettir og raddlausir. Hann býst við því að Leó muni feta í fótspor forvera síns. „Hann verður ekki langt til vinstri og ekki langt til hægri. Bara beint niður miðjuna,“ sagði John. Í miðju viðtali við AP áttaði John sig á því að hann hefði misst af nokkrum símtölum frá bróður sínum páfanum og hringdi til baka. Leó svaraði en vildi ekki trufla viðtalið. Þeir töluðu þó saman í stutta stund um hvenær og hvernig John myndi heimsækja Vatíkanið og skelltu svo á hvorn annan. John segir að hann hafi frá unga aldri vitað að bróðir hans yrði prestur, þó hann hafi ekki búist við því að hann yrði páfi. Bræðurnir tala saman í síma svo gott sem daglega, gera Wordle saman og aðra leiki og spjalla. Nú efast John um að bróðir sinn muni hafa tíma til að halda því áfram. „Það er strax orðið skrítið að hafa engan til að tala við.“ Louis Prevost, annar bróðir páfans, segir það ótrúlegt að bróðir hans sé orðinn páfi. „Við vissum það eiginlega að hann var sérstakur og þegar hann var sex ára gamall stríddum við honum með því að hann yrði páfi.
Páfakjör 2025 Páfagarður Bandaríkin Leó fjórtándi páfi Andlát Frans páfa Tengdar fréttir „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það mikinn heiður að nýr páfi, Leó XIV, sé bandarískur og segist hann hlakka til að hitta hann. 8. maí 2025 18:09 Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Kardinálar kaþólsku kirkjunnar hafa valið sér nýjan páfa, Bandaríkjamanninn Robert Francis Prevost sem tekur sér nafnið Leó XIV. Vísir fylgist með gangi mála á sérstakri páfakjörsvakt en einnig er hægt að horfa á beina útsendingu frá Páfagarði. 7. maí 2025 08:53 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
„Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það mikinn heiður að nýr páfi, Leó XIV, sé bandarískur og segist hann hlakka til að hitta hann. 8. maí 2025 18:09
Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Kardinálar kaþólsku kirkjunnar hafa valið sér nýjan páfa, Bandaríkjamanninn Robert Francis Prevost sem tekur sér nafnið Leó XIV. Vísir fylgist með gangi mála á sérstakri páfakjörsvakt en einnig er hægt að horfa á beina útsendingu frá Páfagarði. 7. maí 2025 08:53