Leiknum er seinkað vegna slæmra veðuraðstæðna á morgun sem valda mikilli ölduhæð og röskun á Herjólfsferðum til og frá Vestmannaeyjum. Leikmenn ÍBV ferðast í leikinn með Herjólfi.
Ölduspáin er betri þegar líður á morgundaginn og í ljósi þess er leiknum seinkað um tvær klukkustundir.
Hann hefst því klukkan 19:00 á Avis-vellinum í Laugardal. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Besta deildin 2.
Leikur KR og ÍBV er einn fjögurra sem fram fer í deildinni á morgun og munu nú þrír fara fram samtímis um kvöldið.
Leikirnir í sjöttu umferð Bestu deildar karla eru eftirfarandi:
Laugardagur 10. maí
- 14:00 Vestri - Afturelding (Stöð 2 Besta deildin)
- 19:00 KR - ÍBV (Stöð 2 Besta deildin 2)
- 19:15 Stjarnan - Fram (Stöð 2 Besta deildin)
- 19:15 Valur - ÍA (Stöð 2 Sport 5)
Sunnudagur 11. maí
- 17:30 KA - Breiðablik (Stöð 2 Besta deildin)
- 19:15 Víkingur R. - FH (Stöð 2 Sport)