Sport

Dag­skráin í dag: Úr­slita­ein­vígið heldur á­fram í Garða­bæ

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hvað gerist í Garðabæ?
Hvað gerist í Garðabæ? Vísir/Diego

Að venju er nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport á sunnudegi til sælu. Úrslit Bónus deildar karla í körfubolta halda áfram, úrslitakeppni NBA-deildarrinnar er í fullum gangi og boltinn rúllar í Bestu deild karla. Þá er Körfuboltakvöld á sínum stað sem og Stúkan.

Stöð 2 Sport

Klukkan 19.30 er leikur Stjörnunnar og Tindastóls í úrslitaeinvígi Bónus deildar karla í körfubolta á dagskrá. Tindastóll leiðir í einvíginu þegar einn leikur er búinn. Vinna þarf þrjá leiki til að verða Íslandsmeistari.

Að leik loknum – klukkan 22.00 – er Körfuboltakvöld á dagskrá.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 19.30 hefst viðureign Denver Nuggets og Oklahoma City Thunder í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Nuggets leiða 2-1 þegar þremur leikjum er lokið.

Stöð 2 Sport 4

Klukkan 10.00 er Opna tyrkneska mótið í golfi á dagskrá. Mótið er hluti af DP-heimsmótaröðinni. Klukkan 16.00 er Opna Mizuho Americas-mótið í golfi á dagskrá.

Stöð 2 Sport 5

Klukkan 19.00 tekur Víkingur á móti FH í Bestu deild karla í fótbolta. Klukkan 21.25 er Stúkan á dagskrá. Þar verða leikir dagsins í dag sem og gærdagsins gerðir upp.

Vodafone Sport

Klukkan 11.55 tekur Sveindís Jane Jónsdóttir á móti Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur í efstu deild þýska kvennafótboltans þegar Wolfsburg og Bayer Leverkusen mætast.

Klukkan 14.25 er leikur Chesterfield og Walsall í umspili ensku D-deildar karla í fótbolta á dagskrá.

Klukkan 17.20 er komið að leik Wycombe og Charlton í umspili ensku C-deildarinnar.

Klukkan 19.30 er AdventHealth 400 kappaksturinn á dagskrá. Hann er hluti af Nascar Cup-mótaröðinni.

Besta deildin

Klukkan 17.20 hefst útsending frá Akureyri þar sem KA tekur á móti Íslandsmeisturum Breiðabliks í Bestu deild karla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×