„Hún er bara mjög góð, ég er bara mjög glaður,“ sagði Alexander Rafn aðspurður út í sínar tilfinningar eftir leik.
Mark Alexanders Rafns var fallegt og kom strax á 8. mínútu. Hann þrumaði boltanum á lofti eftir að hafa lagt hann fyrir sig eftir misheppnaða hreinsun hjá varnarmönnum ÍBV.
„Ég hugsaði fyrir þennan leik að mig langaði ekkert eðlilega mikið að skora, það var markmiðið og að spila vel. Held ég náði því ágætlega.“
Alexander Rafn komst í annað gott færi í upphafi síðari hálfleiks en skot hans fór fram hjá.
„Mig langaði í annað. Ég fattaði ekki alveg hvað ég var mikið fyrir miðju og síðan sá ég Jóa [Jóhannes Kristinn], sá dálítið eftir þessu skoti.“
Alexander Rafni líður vel í liði KR þrátt fyrir að vera mjög ungur, aðeins 15 ára.
„Það er bara geðveikt. Þetta er mjög skemmtilegt lið og hópur og allir mjög góðir vinir og þeir eru mjög góðir við mig.“
Alexander Rafn segir skilaboð Óskars Hrafns, þjálfara KR, til sín vera einföld.
„Bara að vera óhræddur, gera mitt og ég reyndi það allavegana í dag og fannst það ganga ágætlega.“
Alexander Rafn er spenntur fyrir framhaldinu í sumar og ætlar að berjast um sæti í byrjunarliði KR.
„Ég ætla bara að berjast fyrir sæti í liðinu, þannig að ég ætla bara að halda áfram.“