Stöð 2 Sport
Klukkan 18.30 hefst útsending frá Ólafssal í Hafnafirði þar sem deildarmeistarar Hauka taka á móti Njarðvík í úrslitum Bónus-deildar kvenna í körfubolta. Um er að ræða oddaleik í einu skemmtilegasta einvígi síðari ára.
Klukkan 21.15 fer Körfuboltakvöld kvenna yfir leikinn, fær leikmenn í spjall og þar fram eftir götunum.
Vodafone Sport
Klukkan 18.50 mætast Sunderland og Coventry City í umspili um sæti í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta.
Klukkan 00.05 er leikur Stars og Jets í NHL-deildinni í íshokkí á dagskrá.