Fyrir áttundu Mission Impossible myndina, sem ber titilinn The final reckoning, stökk Cruise út úr þyrlu með svokallaða SnorraCam en það er eins konar grind sem íslensku leikstjórarnir Einar Snorri og Eiður Snorri þróuðu.
Final reckoning er frumsýnd seinna í þessum mánuði. Fyrstu dómar um myndina voru birtir í morgun en samkvæmt Hollywood Reporter hafa gagnrýnendur tekið henni mjög vel. Henni hefur meðal annars verið lýst sem „geðveikri“ og „undraverðri“.