Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Samúel Karl Ólason skrifar 13. maí 2025 12:10 Kim Kardashian á leið í dómshúsið í París í á tólfta tímanum í dag. AP/Aurelien Morissard Kim Kardashian, raunveruleikastjarnan og athafnakonan fræga, mætti í dag í dómsal í París þar sem hún mætir mönnunum sem rændu hana vopnaðir byssum árið 2016. Kardashian hefur sagt frá því að hún hafi verið sannfærð um að hún myndi deyja og segir ránið hafa haft gífurlega mikil og slæm áhrif á hana. Menn sem klæddust lögreglubúningum ruddust vopnaðir inn í hótelherbergi hennar í október 2016. Þar bundu þeir hana og lögðu hana í baðkar á meðan þeir rændu skartgripum úr herberginu fyrir margar milljónir dala. Meðal annars tóku þeir 18,8 karata demanta trúlofunarhring sem hún hafði fengið frá Kanye West, fyrrverandi eiginmanni hennar. Flestir skartgripirnir hafa ekki fundist. Tíu menn hafa verið ákærðir fyrir vegna ránsins og fara réttarhöldin gegn þeim fram í París. Þau hófust í síðasta mánuði en Kardashian ber vitni í dag. Upprunalega voru tólf ákærðir en þeirra er dáinn og ákærur voru lagðar niður gegn öðrum vegna alvarlegar veikinda hans. Flestir mennirnir eru frá sextíu til áttatíu ára gamlir og hefur hópurinn verið kallaður „afa-ræningjarnir“. Saksóknarar hafa lýst þeim sem reyndum, vel skipulögðum og harðsvíruðum glæpamönnum. Tveir hafa játað að vera á staðnum en hinir neita að hafa komið að ráninu. Eftir ránið hefur Kardashian sagt frá því að hún hafi lengi óttast að fara út og hafi þjást af miklum kvíða. Samkvæmt Sky News þakkaði Kardashian dómaranum og yfirvöldum í Frakklandi fyrir að fá að segja sína sögu, þegar hún settist niður í dómsalnum. Heyrði hreinan ótta frá vinkonu sinni Fyrr í dag bar Simone Harouche, þáverandi stílisti Kardashian vitni, en hún lýsti því hvernig hún vaknaði við öskurinn. Hún sagðist aldrei hafa heyrt önnur eins óhljóð frá vinkonu sinni, sem hún hefur þekkt frá þær voru tólf ára gamlar. „Þetta var hreinn ótti.“ Hún segist hafa heyrt Kardashian biðja ræningjana um að myrða sig ekki og sagði þeim að hún ætti börn. Harouche læsti sig inn á baði inn á samliggjandi hótelherbergi og hringdi eftir hjálp. Skömmu síðar kom Kardashian hoppandi inn til hennar, vegna þess að hún hafði verið bundin á höndum og fótum. Þá var hún klædd í slopp og í engu undir honum. Harouche sagðist hafa óttast að Kardashian hefði verið nauðgað eða brotið hefði verið á henni. Sannfærð um að hún yrði myrt Sjálf sagði Kim í dómsal í dag, samkvæmt fréttavakt Le Parisien, að hún hefði verið sannfærð um að mennirnir ætluðu að nauðga henni. Hún hafi verið svo gott sem nakin þegar þeir bundu hans. Það gerðu mennirnir ekki og hún segir að einn þeirra hafi reynt að róa hana niður og sagt henni að þetta yrði allt í lagi. Hún brast í grát þegar hún var að bera vitni og fór yfir það þegar byssu var beint að höfði hennar. „Ég var sannfærð um að ég myndi deyja þennan dag.“ Frakkland Erlend sakamál Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Menn sem klæddust lögreglubúningum ruddust vopnaðir inn í hótelherbergi hennar í október 2016. Þar bundu þeir hana og lögðu hana í baðkar á meðan þeir rændu skartgripum úr herberginu fyrir margar milljónir dala. Meðal annars tóku þeir 18,8 karata demanta trúlofunarhring sem hún hafði fengið frá Kanye West, fyrrverandi eiginmanni hennar. Flestir skartgripirnir hafa ekki fundist. Tíu menn hafa verið ákærðir fyrir vegna ránsins og fara réttarhöldin gegn þeim fram í París. Þau hófust í síðasta mánuði en Kardashian ber vitni í dag. Upprunalega voru tólf ákærðir en þeirra er dáinn og ákærur voru lagðar niður gegn öðrum vegna alvarlegar veikinda hans. Flestir mennirnir eru frá sextíu til áttatíu ára gamlir og hefur hópurinn verið kallaður „afa-ræningjarnir“. Saksóknarar hafa lýst þeim sem reyndum, vel skipulögðum og harðsvíruðum glæpamönnum. Tveir hafa játað að vera á staðnum en hinir neita að hafa komið að ráninu. Eftir ránið hefur Kardashian sagt frá því að hún hafi lengi óttast að fara út og hafi þjást af miklum kvíða. Samkvæmt Sky News þakkaði Kardashian dómaranum og yfirvöldum í Frakklandi fyrir að fá að segja sína sögu, þegar hún settist niður í dómsalnum. Heyrði hreinan ótta frá vinkonu sinni Fyrr í dag bar Simone Harouche, þáverandi stílisti Kardashian vitni, en hún lýsti því hvernig hún vaknaði við öskurinn. Hún sagðist aldrei hafa heyrt önnur eins óhljóð frá vinkonu sinni, sem hún hefur þekkt frá þær voru tólf ára gamlar. „Þetta var hreinn ótti.“ Hún segist hafa heyrt Kardashian biðja ræningjana um að myrða sig ekki og sagði þeim að hún ætti börn. Harouche læsti sig inn á baði inn á samliggjandi hótelherbergi og hringdi eftir hjálp. Skömmu síðar kom Kardashian hoppandi inn til hennar, vegna þess að hún hafði verið bundin á höndum og fótum. Þá var hún klædd í slopp og í engu undir honum. Harouche sagðist hafa óttast að Kardashian hefði verið nauðgað eða brotið hefði verið á henni. Sannfærð um að hún yrði myrt Sjálf sagði Kim í dómsal í dag, samkvæmt fréttavakt Le Parisien, að hún hefði verið sannfærð um að mennirnir ætluðu að nauðga henni. Hún hafi verið svo gott sem nakin þegar þeir bundu hans. Það gerðu mennirnir ekki og hún segir að einn þeirra hafi reynt að róa hana niður og sagt henni að þetta yrði allt í lagi. Hún brast í grát þegar hún var að bera vitni og fór yfir það þegar byssu var beint að höfði hennar. „Ég var sannfærð um að ég myndi deyja þennan dag.“
Frakkland Erlend sakamál Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira