Logi á leið í burtu en ekki til Freys Sindri Sverrisson skrifar 13. maí 2025 13:00 Logi Tómasson í leiknum eftirminnilega gegn Wales í fyrra þar sem hann opnaði markareikning sinn fyrir íslenska landsliðið. vísir/Anton Norska knattspyrnufélagið Strömsgodset hefur samþykkt að selja landsliðsbakvörðinn Loga Tómasson sem mun vera á leið til Tyrklands. Logi hefur verið eftirsóttur og sérstaklega verið orðaður við félög Freys Alexanderssonar, fyrst Kortrijk í Belgíu og svo Brann eftir að Freyr flutti sig yfir til Noregs. Sjálfur lýsti Freyr yfir áhuga á leikmanninum, í óþökk þjálfara Strömsgodset. Það varð þó aldrei af því að Logi færi til Brann og nú hefur Strömsgodset, samkvæmt TV 2 í Noregi, komist að samkomulagi við tyrkneska félagið Samsunspor um sölu á hinum 24 ára gamla Loga. TV 2 segir þó að ekki séu öll smáatriði frágengin en að allt bendi til þess að Logi verði leikmaður Samsunspor. Miðillinn segir að Logi hafi verið mikilvægur hlekkur í liði Strömsgodset síðustu ár en hann kom til félagsins frá Víkingi í ágúst 2023. Samningur Loga við Strömsgodset gildir út árið 2026 og því eðlilegt að hann verði seldur í ár svo að félagið fái sem hæst verð fyrir kappann. TV 2 bendir hins vegar á að félagaskiptaglugginn í Tyrklandi opnist ekki fyrr en 1. júlí og að því gæti enn liðið nokkur tími þar til að allt verði frágengið. Strømsgodset har kommet til enighet med en utenlandsk klubb om et salg av Logi Tómasson. Islendingen signerer for sin nye klubb etter medisinsk test i løpet av de nærmeste ukene og forlater Norge i sommer. Godset er sikret opp mot 10 mill. kr for backen. pic.twitter.com/ZOokw5pyAx— Stian André de Wahl (@StianWahl) May 13, 2025 Stian André de Wahl, blaðamaður Nettavisen, segir að Logi muni gangast undir læknisskoðun á komandi vikum og í kjölfarið skrifa formlega undir samning við sitt nýja félag. Strömsgodset fái allt að tíu milljónir norskra króna í sinn hlut, eða um 126 milljónir íslenskra króna. Norski boltinn Tyrkneski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Fleiri fréttir María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Sjá meira
Logi hefur verið eftirsóttur og sérstaklega verið orðaður við félög Freys Alexanderssonar, fyrst Kortrijk í Belgíu og svo Brann eftir að Freyr flutti sig yfir til Noregs. Sjálfur lýsti Freyr yfir áhuga á leikmanninum, í óþökk þjálfara Strömsgodset. Það varð þó aldrei af því að Logi færi til Brann og nú hefur Strömsgodset, samkvæmt TV 2 í Noregi, komist að samkomulagi við tyrkneska félagið Samsunspor um sölu á hinum 24 ára gamla Loga. TV 2 segir þó að ekki séu öll smáatriði frágengin en að allt bendi til þess að Logi verði leikmaður Samsunspor. Miðillinn segir að Logi hafi verið mikilvægur hlekkur í liði Strömsgodset síðustu ár en hann kom til félagsins frá Víkingi í ágúst 2023. Samningur Loga við Strömsgodset gildir út árið 2026 og því eðlilegt að hann verði seldur í ár svo að félagið fái sem hæst verð fyrir kappann. TV 2 bendir hins vegar á að félagaskiptaglugginn í Tyrklandi opnist ekki fyrr en 1. júlí og að því gæti enn liðið nokkur tími þar til að allt verði frágengið. Strømsgodset har kommet til enighet med en utenlandsk klubb om et salg av Logi Tómasson. Islendingen signerer for sin nye klubb etter medisinsk test i løpet av de nærmeste ukene og forlater Norge i sommer. Godset er sikret opp mot 10 mill. kr for backen. pic.twitter.com/ZOokw5pyAx— Stian André de Wahl (@StianWahl) May 13, 2025 Stian André de Wahl, blaðamaður Nettavisen, segir að Logi muni gangast undir læknisskoðun á komandi vikum og í kjölfarið skrifa formlega undir samning við sitt nýja félag. Strömsgodset fái allt að tíu milljónir norskra króna í sinn hlut, eða um 126 milljónir íslenskra króna.
Norski boltinn Tyrkneski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Fleiri fréttir María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Sjá meira