Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Jón Þór Stefánsson skrifar 17. maí 2025 13:01 Málið snýst að miklu leyti um blautt gólf. Getty Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hefur hafnað kröfu manns sem vildi fá endurgreiddar 90 þúsund krónur frá gistiheimili vegna tjóns sem varð á herbergi sem hann bókaði hjá því. Í úrskurði nefndarinnar kemur fram að maðurinn hafi bókað tvö herbergi, fyrir föður sinn og tvo vini hans, á gistiheimilinu í tvær nætur í september í fyrra. Fyrir það hafi hann greitt 122 þúsund krónur. Málið varðar bleytu sem var um herbergið sem olli skemmdum, en aðilar málsins deildu um það hver bæri ábyrgð á tjóninu og hvenær það hefði orðið Breyttu frásögn sinni Samkvæmt lýsingu forsvarsmanna gistiheimilisins á málinu komu skemmdirnar upp við þrif á öðru herberginu, meðan á dvölinni stóð. Þá hafi herbergisþerna orðið vör við bleytu, bæði á gólfi bað- og svefnherbergis. Nánar tiltekið hafi verið vatnspollur við sófa í svefnherberginu og blaut handklæði legið á gólfinu. Þegar hafi vatnsskemmdir verið farnar að myndast á parketi gólfsins. Herbergið hafi verið þrifið degi áður vegna brottfarar annars gests en þá hafi engar skemmdir verið á gólfefni þess. Þernan hafi þá upplýst annan starfsmann um bleytuna og hann séð þær og tekið ljósmyndir af herberginu. Morguninn eftir hafi gestirnir skoðað skemmdirnar ásamt fulltrúa gistiheimilisins. Í fyrstu hafi þeir neitað því að vatn hefði lekið á gólfið af þeirra völdum. Síðar hafi þeir breytt sögu sinni og staðfest að vatn hefði í raun lekið fram á gólf eftir notkun á sturtu í baðherberginu en það hafi verið vegna þess að ekki hafi verið hægt að loka baðherbergishurðinni. Þeir hafi þó fullyrt að vatnið hefði verið þurrkað fljótt í burtu og því hafi engar skemmdir átt að myndast á gólfefninu. Í lýsingu hótelsins á atvikum segir að gestirnir hafi ekki verið búnir að upplýsa móttökuna um mögulega vankanta á hurðinni eða sturtunni. Mennirnir vísvitandi sakaðir um að bera ábyrgð Maðurinn sem kvartaði til nefndarinnar, sá sem keypti herbergin fyrir föður sinn og félaga hans, sagði að mennirnir hefðu ekki valdið tjóninu. Um sé að ræða heiðarlega og ábyrga menn. Hann telur að gistiheimilið hafi ranglega og vísvitandi sakað gestina, ellilífeyrisþega með takmarkaða enskukunnáttu, um að valda skemmdunum á gólfefninu. Skömmu fyrir útritun hafi þremenningunum verið tilkynnt um tjónið sem hafi uppgötvast við þrif daginn áður. Þeir hafi alfarið neitað að hafa valdið því. Degi síðar hafi greiðslukort mannsins verið gjaldfært um áðurnefndar 90 þúsund krónur. Í kjölfarið reyndi hann að leita sátta bæði símleiðis og í gegnum tölvupóst, en án árangurs. Hann taldi að skemmdirnar hafi orðið áður en dvöl gestanna hófst. Og taldi engin gögn sýna fram á að svo væri ekki. Hann taldi ljósmyndir af skemmdunum gefa til kynna að þær hefðu verið til staðar lengi. Afar ósennilegt að skemmdirnar væru gamlar Það var mat kærunefndarinnar að forsvarsmenn gistiheimilisins hefðu lagt fram nægjanlega mörg gögn til að sýna fram á að tjónið hefði orðið á dvalartíma þessara gesta, og afar ósennilegt væri að það væri eldra. Þar af leiðandi var það niðurstaða nefndarinnar að sýnt hefði verið fram á að tjónið mætti rekja til gestanna þriggja og rétt væri að fallast á níutíu þúsunda króna kröfuna. Í úrskurðinum kemur fram að forsvarsmenn gistiheimilisins hefðu lagt fram yfirlit yfir viðgerðarkostnað og samkvæmt því nemur hann alls 263 þúsund krónum. Neytendur Hótel á Íslandi Eldri borgarar Mest lesið Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Sjá meira
Í úrskurði nefndarinnar kemur fram að maðurinn hafi bókað tvö herbergi, fyrir föður sinn og tvo vini hans, á gistiheimilinu í tvær nætur í september í fyrra. Fyrir það hafi hann greitt 122 þúsund krónur. Málið varðar bleytu sem var um herbergið sem olli skemmdum, en aðilar málsins deildu um það hver bæri ábyrgð á tjóninu og hvenær það hefði orðið Breyttu frásögn sinni Samkvæmt lýsingu forsvarsmanna gistiheimilisins á málinu komu skemmdirnar upp við þrif á öðru herberginu, meðan á dvölinni stóð. Þá hafi herbergisþerna orðið vör við bleytu, bæði á gólfi bað- og svefnherbergis. Nánar tiltekið hafi verið vatnspollur við sófa í svefnherberginu og blaut handklæði legið á gólfinu. Þegar hafi vatnsskemmdir verið farnar að myndast á parketi gólfsins. Herbergið hafi verið þrifið degi áður vegna brottfarar annars gests en þá hafi engar skemmdir verið á gólfefni þess. Þernan hafi þá upplýst annan starfsmann um bleytuna og hann séð þær og tekið ljósmyndir af herberginu. Morguninn eftir hafi gestirnir skoðað skemmdirnar ásamt fulltrúa gistiheimilisins. Í fyrstu hafi þeir neitað því að vatn hefði lekið á gólfið af þeirra völdum. Síðar hafi þeir breytt sögu sinni og staðfest að vatn hefði í raun lekið fram á gólf eftir notkun á sturtu í baðherberginu en það hafi verið vegna þess að ekki hafi verið hægt að loka baðherbergishurðinni. Þeir hafi þó fullyrt að vatnið hefði verið þurrkað fljótt í burtu og því hafi engar skemmdir átt að myndast á gólfefninu. Í lýsingu hótelsins á atvikum segir að gestirnir hafi ekki verið búnir að upplýsa móttökuna um mögulega vankanta á hurðinni eða sturtunni. Mennirnir vísvitandi sakaðir um að bera ábyrgð Maðurinn sem kvartaði til nefndarinnar, sá sem keypti herbergin fyrir föður sinn og félaga hans, sagði að mennirnir hefðu ekki valdið tjóninu. Um sé að ræða heiðarlega og ábyrga menn. Hann telur að gistiheimilið hafi ranglega og vísvitandi sakað gestina, ellilífeyrisþega með takmarkaða enskukunnáttu, um að valda skemmdunum á gólfefninu. Skömmu fyrir útritun hafi þremenningunum verið tilkynnt um tjónið sem hafi uppgötvast við þrif daginn áður. Þeir hafi alfarið neitað að hafa valdið því. Degi síðar hafi greiðslukort mannsins verið gjaldfært um áðurnefndar 90 þúsund krónur. Í kjölfarið reyndi hann að leita sátta bæði símleiðis og í gegnum tölvupóst, en án árangurs. Hann taldi að skemmdirnar hafi orðið áður en dvöl gestanna hófst. Og taldi engin gögn sýna fram á að svo væri ekki. Hann taldi ljósmyndir af skemmdunum gefa til kynna að þær hefðu verið til staðar lengi. Afar ósennilegt að skemmdirnar væru gamlar Það var mat kærunefndarinnar að forsvarsmenn gistiheimilisins hefðu lagt fram nægjanlega mörg gögn til að sýna fram á að tjónið hefði orðið á dvalartíma þessara gesta, og afar ósennilegt væri að það væri eldra. Þar af leiðandi var það niðurstaða nefndarinnar að sýnt hefði verið fram á að tjónið mætti rekja til gestanna þriggja og rétt væri að fallast á níutíu þúsunda króna kröfuna. Í úrskurðinum kemur fram að forsvarsmenn gistiheimilisins hefðu lagt fram yfirlit yfir viðgerðarkostnað og samkvæmt því nemur hann alls 263 þúsund krónum.
Neytendur Hótel á Íslandi Eldri borgarar Mest lesið Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent