Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 14. maí 2025 12:33 Hera Hilmar og Ólafur Darri fara með aðalhlutverkin í þáttunum Reykjavik fusion sem eru væntanlegir á skjáinn í haust. Stikla Ólafur Darri og Hera Hilmar eru á leið á skjáinn í haust í splunkunýrri seríu sem ber heitið Reykjavík fusion. Þættirnir eru fyrstu íslensku sjónvarpsþættirnir til að komast inn á Cannes Series-hátíðina og hlutu standandi lófaklapp þar í lok apríl. Lífið á Vísi frumsýnir hér stiklu úr þáttunum en hana smá sjá í spilaranum að neðan: Klippa: Fyrsta stikla úr Reykjavík Fusion Þættirnir verða sýndir á Sjónvarpi Símans og segja frá matreiðslumeistara sem er að reyna að snúa við blaðinu og vinna til baka traust fjölskyldunnar eftir fangelsisvist. Þegar allar dyr virðast lokaðar endar hann á að þiggja vafasama peninga frá gömlum félaga úr fangelsinu til að stofna lúxusveitingastað gegn því að þvætta þá í gegnum reksturinn. Þetta setur bæði skilorðið hans og seinna meir líf hans og fjölskyldunnar í hættu. Þetta er fyrsta sjónvarpsþáttaserían frá framleiðslufyrirtækinu Act4 og kemur hugmyndin frá Herði Rúnarssyni. Hann skrifar seríuna ásamt Birki Blæ Ingólfssyni, sem margir þekkja sem öflugan handritshöfund. „Það hefur verið hrikalega gaman að sjá verkefnið fara frá hugmynd að sex þátta sjónvarpsseríu sem er á leið á skjáinn í haust. Við hjá ACT4 lögðum allt í sölurnar til að fara út fyrir hefðbundinn ramma og gera seríu sem er fersk, hröð og spennandi, og jafnast á við það allra besta á alþjóðlegan mælikvarða. Allir sem hafa komið að þessu hafa lagt hjarta sitt og sálu í það og það skilar sér svo sannarlega á sjónvarpsskjáinn. Viðbrögðin erlendis hafa verið frábær, hvert sem við höfum farið. Það er því virkilega gaman að geta gefið íslensku þjóðinni smá innsýn inn í seríuna og við hlökkum mikið til að sýna hana í haust í Sjónvarpi Símans,“ segir Hörður. Í aðalhlutverkum eru Ólafur Darri og Hera Hilmar, en í þáttunum má líka sjá stóran hóp frábærra leikara eins og Þröst Leó, Unni Birnu Backman, Góa, Þorstein Gunnarsson og fleiri. Leikstjórar seríunnar eru Samúel Bjarki Pétursson og Gunnar Páll Ólafsson og Skot Productions eru meðframleiðendur. Birkir Ágústsson, framkvæmdarstjóri miðla hjá Símanum segir mikla tilhlökkun fyrir þáttunum. „Reykjavík Fusion eru fyrstu íslensku sjónvarpsþættirnir til að komast inn á Cannes Series hátíðina sem er mikill heiður fyrir Símann auk allra þeirra inn- og erlendu aðila sem koma að þáttunum. Íslensk framleiðsla er einfaldlega á heimsmælikvarða og Reykjavík Fusion sýnir það svart á hvítu hvers við erum megnug. Við erum afskaplega spennt að svipta hulunni af þessum frábæru þáttum í haust.“ Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Fleiri fréttir Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Óskarsverðlaunaleikstjórinn Robert Benton látinn Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Lífið á Vísi frumsýnir hér stiklu úr þáttunum en hana smá sjá í spilaranum að neðan: Klippa: Fyrsta stikla úr Reykjavík Fusion Þættirnir verða sýndir á Sjónvarpi Símans og segja frá matreiðslumeistara sem er að reyna að snúa við blaðinu og vinna til baka traust fjölskyldunnar eftir fangelsisvist. Þegar allar dyr virðast lokaðar endar hann á að þiggja vafasama peninga frá gömlum félaga úr fangelsinu til að stofna lúxusveitingastað gegn því að þvætta þá í gegnum reksturinn. Þetta setur bæði skilorðið hans og seinna meir líf hans og fjölskyldunnar í hættu. Þetta er fyrsta sjónvarpsþáttaserían frá framleiðslufyrirtækinu Act4 og kemur hugmyndin frá Herði Rúnarssyni. Hann skrifar seríuna ásamt Birki Blæ Ingólfssyni, sem margir þekkja sem öflugan handritshöfund. „Það hefur verið hrikalega gaman að sjá verkefnið fara frá hugmynd að sex þátta sjónvarpsseríu sem er á leið á skjáinn í haust. Við hjá ACT4 lögðum allt í sölurnar til að fara út fyrir hefðbundinn ramma og gera seríu sem er fersk, hröð og spennandi, og jafnast á við það allra besta á alþjóðlegan mælikvarða. Allir sem hafa komið að þessu hafa lagt hjarta sitt og sálu í það og það skilar sér svo sannarlega á sjónvarpsskjáinn. Viðbrögðin erlendis hafa verið frábær, hvert sem við höfum farið. Það er því virkilega gaman að geta gefið íslensku þjóðinni smá innsýn inn í seríuna og við hlökkum mikið til að sýna hana í haust í Sjónvarpi Símans,“ segir Hörður. Í aðalhlutverkum eru Ólafur Darri og Hera Hilmar, en í þáttunum má líka sjá stóran hóp frábærra leikara eins og Þröst Leó, Unni Birnu Backman, Góa, Þorstein Gunnarsson og fleiri. Leikstjórar seríunnar eru Samúel Bjarki Pétursson og Gunnar Páll Ólafsson og Skot Productions eru meðframleiðendur. Birkir Ágústsson, framkvæmdarstjóri miðla hjá Símanum segir mikla tilhlökkun fyrir þáttunum. „Reykjavík Fusion eru fyrstu íslensku sjónvarpsþættirnir til að komast inn á Cannes Series hátíðina sem er mikill heiður fyrir Símann auk allra þeirra inn- og erlendu aðila sem koma að þáttunum. Íslensk framleiðsla er einfaldlega á heimsmælikvarða og Reykjavík Fusion sýnir það svart á hvítu hvers við erum megnug. Við erum afskaplega spennt að svipta hulunni af þessum frábæru þáttum í haust.“
Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Fleiri fréttir Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Óskarsverðlaunaleikstjórinn Robert Benton látinn Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira