Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Lovísa Arnardóttir skrifar 14. maí 2025 07:56 Erik vinstri) og Lyle Menendez (Hægri). AP/Fangelsismálastofnun Kaliforníu Dómari í Los Angeles hefur stytt dóm yfir Menendez bræðrunum sem nú afplána lífstíðardóm fyrir að hafa myrt foreldra sína árið 1989 í Beverly Hills. Vegna þess að dómurinn var styttur eiga þeir nú möguleika á því að sækja um reynslulausn sem þeir gátu ekki gert á meðan þeir afplánuðu lífstíðardóm. Michael Jesic, dómarinn, stytti dóminn í fimmtíu ár til lífstíð. Ákvörðun um reynslulausn bræðranna verður tekin af reynslulausnarnefnd ríkisins en nefndin mun funda í næsta mánuði. Nefndin hefur þegar hafið sína rannsókn á bræðrunum vegna beiðni frá ríkisstjóra Los Angeles, Gavin Newsom. Nefndin hefur í rannsóknum sínum einnig framkvæmt áhættumat á bræðrunum. Það gerði hann í tengslum við beiðni bræðranna til hans um mildari dóm sem getur falist í náðun eða styttri dómi. Bræðurnir hafa verið í fangelsi frá því að þeir voru handteknir árið 1990. Nathan Hochman, héraðssaksóknari í Los Angeles, mótmælti því harðlega að dómi yrði breytt og sagði bræðurna ekki hafa gengið í gegnum neina betrun í fangelsinu. Í frétt BBC um málið kemur fram að töluverður tími í dómsal hafi farið í að hlusta á ættingja og starfsmenn fangelsisins lýsa því hvað bræðurnir hafi verið að gera á meðan þeir hafa verið í fangelsi, námskeiðin sem þeir hafa tekið og búið til fyrir aðra. Málið bræðranna hefur ávallt vakið mikla athygli og skiptar skoðanir. Bræðurnir lýstu því fyrir dómi, eftir að hafa verið handteknir, að þeir hefðu myrt foreldra sína eftir að hafa þolað kynferðisofbeldi um árabil. Fjallað var um málið í vinsælum þáttum á Netflix á síðasta ári, Monsters: The Lyle and Erik Menendez Story, og í heimildarmyndinni The Menendez Brothers. Mikill fjöldi safnaðist saman fyrir utan dómshúsið í gær. Mark Geragos, lögmaður bræðranna, ræddi við fjölmiðla.Vísir/EPA Fluttu báðir ræðu Eftir að dómarinn tilkynnti um ákvörðun sína fluttu þeir báðir ræður í dómsal þar sem þeir lýstu morðunum og ákvörðunum þeirra um að fylla aftur á byssurnar og skjóta áfram á foreldra sína af stuttu færi í stofunni. „Ég varð að hætta að vera sjálfselskur og óþroskaður til að virkilega skilja hvað foreldrar mínir gengu í gegnum á þessum tímapunkti,“ sagði Erik Menendez sem nú er 54 ára gamall. Foreldrar þeirra hafi líklega upplifað áfall og svik þegar þau sáu syni sína með byssurnar. Báðir báðust afsökunar á gjörðum sínum og töluðu um að þeim langaði að vinna með þolendum kynferðisofbeldis og þeim sem hafa verið fangelsaðir fengju þeir annað tækifæri utan fangelsi. „Ég laug að ykkur og neyddi ykkur í kastljós opinberrar niðurlægingar,“ sagði Lyle Menendez, þegar hann talaði um áhrif gjörða þeirra bræðra á aðra í fjölskyldunni. Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Leggur til að Menendez bræðrunum verði sleppt á reynslulausn Saksóknari í Los Angeles, George Gascón, hefur mælt með því að Menendez bræðurnir, Eric og Lyle, verði dæmdir á ný. Eins og er afplána bræðurnir lífstíðarfangelsi án möguleika á skilorði fyrir að hafa myrt foreldra sína árið 1989. Saksóknari mælir með því að þeim verði sleppt úr fangelsi á reynslulausn. 24. október 2024 23:27 Vill að Menendez bræðrum verði veitt frelsi Athafnakonan Kim Kardashian vill að Menendez bræðrunum sem myrtu foreldra sína árið 1989 verði veitt frelsi. Hún segir þá vera breytta menn í dag. Nýjar vísbendingar í máli þeirra gæti orðið til þess að mál þeirra verði tekið upp að nýju. 4. október 2024 14:31 Segir Murphy gera lítið úr kynferðisofbeldi Bræðurnir Lyle og Erik Menendez eru vægast sagt ósáttir við Netflix seríuna Monsters. Serían byggir á þeim bræðrum en þeir myrtu foreldra sína árið 1989 á heimili þeirra í Beverly Hills. Þeir segja foreldra sína hafa beitt sig andlegu, líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi en afplána nú lífstíðarfangelsi án möguleika um reynslulausn. 23. september 2024 16:32 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Fleiri fréttir „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Sjá meira
Michael Jesic, dómarinn, stytti dóminn í fimmtíu ár til lífstíð. Ákvörðun um reynslulausn bræðranna verður tekin af reynslulausnarnefnd ríkisins en nefndin mun funda í næsta mánuði. Nefndin hefur þegar hafið sína rannsókn á bræðrunum vegna beiðni frá ríkisstjóra Los Angeles, Gavin Newsom. Nefndin hefur í rannsóknum sínum einnig framkvæmt áhættumat á bræðrunum. Það gerði hann í tengslum við beiðni bræðranna til hans um mildari dóm sem getur falist í náðun eða styttri dómi. Bræðurnir hafa verið í fangelsi frá því að þeir voru handteknir árið 1990. Nathan Hochman, héraðssaksóknari í Los Angeles, mótmælti því harðlega að dómi yrði breytt og sagði bræðurna ekki hafa gengið í gegnum neina betrun í fangelsinu. Í frétt BBC um málið kemur fram að töluverður tími í dómsal hafi farið í að hlusta á ættingja og starfsmenn fangelsisins lýsa því hvað bræðurnir hafi verið að gera á meðan þeir hafa verið í fangelsi, námskeiðin sem þeir hafa tekið og búið til fyrir aðra. Málið bræðranna hefur ávallt vakið mikla athygli og skiptar skoðanir. Bræðurnir lýstu því fyrir dómi, eftir að hafa verið handteknir, að þeir hefðu myrt foreldra sína eftir að hafa þolað kynferðisofbeldi um árabil. Fjallað var um málið í vinsælum þáttum á Netflix á síðasta ári, Monsters: The Lyle and Erik Menendez Story, og í heimildarmyndinni The Menendez Brothers. Mikill fjöldi safnaðist saman fyrir utan dómshúsið í gær. Mark Geragos, lögmaður bræðranna, ræddi við fjölmiðla.Vísir/EPA Fluttu báðir ræðu Eftir að dómarinn tilkynnti um ákvörðun sína fluttu þeir báðir ræður í dómsal þar sem þeir lýstu morðunum og ákvörðunum þeirra um að fylla aftur á byssurnar og skjóta áfram á foreldra sína af stuttu færi í stofunni. „Ég varð að hætta að vera sjálfselskur og óþroskaður til að virkilega skilja hvað foreldrar mínir gengu í gegnum á þessum tímapunkti,“ sagði Erik Menendez sem nú er 54 ára gamall. Foreldrar þeirra hafi líklega upplifað áfall og svik þegar þau sáu syni sína með byssurnar. Báðir báðust afsökunar á gjörðum sínum og töluðu um að þeim langaði að vinna með þolendum kynferðisofbeldis og þeim sem hafa verið fangelsaðir fengju þeir annað tækifæri utan fangelsi. „Ég laug að ykkur og neyddi ykkur í kastljós opinberrar niðurlægingar,“ sagði Lyle Menendez, þegar hann talaði um áhrif gjörða þeirra bræðra á aðra í fjölskyldunni.
Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Leggur til að Menendez bræðrunum verði sleppt á reynslulausn Saksóknari í Los Angeles, George Gascón, hefur mælt með því að Menendez bræðurnir, Eric og Lyle, verði dæmdir á ný. Eins og er afplána bræðurnir lífstíðarfangelsi án möguleika á skilorði fyrir að hafa myrt foreldra sína árið 1989. Saksóknari mælir með því að þeim verði sleppt úr fangelsi á reynslulausn. 24. október 2024 23:27 Vill að Menendez bræðrum verði veitt frelsi Athafnakonan Kim Kardashian vill að Menendez bræðrunum sem myrtu foreldra sína árið 1989 verði veitt frelsi. Hún segir þá vera breytta menn í dag. Nýjar vísbendingar í máli þeirra gæti orðið til þess að mál þeirra verði tekið upp að nýju. 4. október 2024 14:31 Segir Murphy gera lítið úr kynferðisofbeldi Bræðurnir Lyle og Erik Menendez eru vægast sagt ósáttir við Netflix seríuna Monsters. Serían byggir á þeim bræðrum en þeir myrtu foreldra sína árið 1989 á heimili þeirra í Beverly Hills. Þeir segja foreldra sína hafa beitt sig andlegu, líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi en afplána nú lífstíðarfangelsi án möguleika um reynslulausn. 23. september 2024 16:32 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Fleiri fréttir „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Sjá meira
Leggur til að Menendez bræðrunum verði sleppt á reynslulausn Saksóknari í Los Angeles, George Gascón, hefur mælt með því að Menendez bræðurnir, Eric og Lyle, verði dæmdir á ný. Eins og er afplána bræðurnir lífstíðarfangelsi án möguleika á skilorði fyrir að hafa myrt foreldra sína árið 1989. Saksóknari mælir með því að þeim verði sleppt úr fangelsi á reynslulausn. 24. október 2024 23:27
Vill að Menendez bræðrum verði veitt frelsi Athafnakonan Kim Kardashian vill að Menendez bræðrunum sem myrtu foreldra sína árið 1989 verði veitt frelsi. Hún segir þá vera breytta menn í dag. Nýjar vísbendingar í máli þeirra gæti orðið til þess að mál þeirra verði tekið upp að nýju. 4. október 2024 14:31
Segir Murphy gera lítið úr kynferðisofbeldi Bræðurnir Lyle og Erik Menendez eru vægast sagt ósáttir við Netflix seríuna Monsters. Serían byggir á þeim bræðrum en þeir myrtu foreldra sína árið 1989 á heimili þeirra í Beverly Hills. Þeir segja foreldra sína hafa beitt sig andlegu, líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi en afplána nú lífstíðarfangelsi án möguleika um reynslulausn. 23. september 2024 16:32