Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Samúel Karl Ólason skrifar 14. maí 2025 11:11 Þessi mynd var tekin af rannsóknarlögreglumönnum árið 1977 og sýnir inn í bíl Jeanette Ralston, eftir að hún fannst látin í bílnum. Þarna má sjá karton af Eve sígarettum en fingrafar á því leiddi til þess að maður var fyrr í þessum mánuði handtekinn fyrir morðið. AP/Saksóknarar í Santa Clara-sýslu Nærri því hálfri öld eftir að Jeanette Ralston fannst látin í bíl sínum í Kaliforníu í Bandaríkjunum hefur 69 ára maður verið handtekinn og ákærður fyrir að myrða hana. Það var eftir fingrafar sem tekið var árið 1977, af sígarettukartoni, var greint á nýjan leik. Í kjölfarið var Willie Eugene Sims handtekinn í Ohio, fyrr í þessum mánuði. Þar var hann ákærður og fluttur til Kaliforníu. Ralston fannst, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar, í aftursæti Volkswagen bjöllu sem hún átti þann 1. febrúar 1977, á bílastæði nærri bar sem hún vann á í San Jose í Kaliforníu. Samkvæmt saksóknurum hafði henni verið nauðgað og hún kyrkt og virtist sem morðinginn hafi einnig reynt að kveikja í bílnum en án árangurs. Ralston var 24 ára gömul þegar hún var myrt. Vinir hennar sögðust hafa séð hana yfirgefa barinn með óþekktum manni og sagðist hún ætla að koma eftir tíu mínútur. Hún sneri þó aldrei aftur. Vitni gátu lýst manninum sem hún fór með en rannsóknin skilaði þó engum árangri. Síðasta haust báðu lögregluþjónar starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna um að keyra fingrafar sem fannst í bílnum í gegnum gagnagrunn stofnunarinnar. Fingrafarið fannst á skrá og vísaði á Sims, sem var á þessum tíma í bandaríska hernum á herstöð í Kaliforníu, skammt frá San Jose. Í kjölfarið fóru lögregluþjónar frá Kaliforníu til Ohio og fengu lífsýni frá Sims. Það var svo borið saman við sýni sem fundust undir nöglum Ralston og á skyrtunni sem notuð var til að kyrkja hana. Sú greining skilaði einnig árangri og var Sims handtekinn. Hann stendur samkvæmt yfirlýsingu frá saksóknurum í Ohio frammi fyrir að minnsta kosti 25 ára fangelsi. Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt frá NBC News um málið. Héraðssaksóknarinn Jeff Rosen, segir í yfirlýsingu sem AP vitnar í, að rannsóknargeta aukist á hverjum degi. Ekki megi gleyma gömlum málum sem þessum og gefast upp í að reyna að leysa þau. Ralston átti sex ára son þegar hún var myrt. Hann heitir Allen Ralston en í samtali við héraðsmiðilinn WOIO-TV þakkaði hann lögregluþjónum fyrir að hafa ekki gefist upp á málinu. „Ég er bara glaður yfir því að einhverjum hafi ekki staðið á sama.“ Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Loks hefur tekist að bera kennsl á lík manns sem fannst í vegarkanti í Oregon fyrir tæpum 45 árum. Talið er að maðurinn hafi verið fórnarlamb alræmds raðmorðingja frá Kaliforníu, sem gekk undir nafninu „skorkorts morðinginn“. 10. maí 2025 13:54 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira
Í kjölfarið var Willie Eugene Sims handtekinn í Ohio, fyrr í þessum mánuði. Þar var hann ákærður og fluttur til Kaliforníu. Ralston fannst, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar, í aftursæti Volkswagen bjöllu sem hún átti þann 1. febrúar 1977, á bílastæði nærri bar sem hún vann á í San Jose í Kaliforníu. Samkvæmt saksóknurum hafði henni verið nauðgað og hún kyrkt og virtist sem morðinginn hafi einnig reynt að kveikja í bílnum en án árangurs. Ralston var 24 ára gömul þegar hún var myrt. Vinir hennar sögðust hafa séð hana yfirgefa barinn með óþekktum manni og sagðist hún ætla að koma eftir tíu mínútur. Hún sneri þó aldrei aftur. Vitni gátu lýst manninum sem hún fór með en rannsóknin skilaði þó engum árangri. Síðasta haust báðu lögregluþjónar starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna um að keyra fingrafar sem fannst í bílnum í gegnum gagnagrunn stofnunarinnar. Fingrafarið fannst á skrá og vísaði á Sims, sem var á þessum tíma í bandaríska hernum á herstöð í Kaliforníu, skammt frá San Jose. Í kjölfarið fóru lögregluþjónar frá Kaliforníu til Ohio og fengu lífsýni frá Sims. Það var svo borið saman við sýni sem fundust undir nöglum Ralston og á skyrtunni sem notuð var til að kyrkja hana. Sú greining skilaði einnig árangri og var Sims handtekinn. Hann stendur samkvæmt yfirlýsingu frá saksóknurum í Ohio frammi fyrir að minnsta kosti 25 ára fangelsi. Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt frá NBC News um málið. Héraðssaksóknarinn Jeff Rosen, segir í yfirlýsingu sem AP vitnar í, að rannsóknargeta aukist á hverjum degi. Ekki megi gleyma gömlum málum sem þessum og gefast upp í að reyna að leysa þau. Ralston átti sex ára son þegar hún var myrt. Hann heitir Allen Ralston en í samtali við héraðsmiðilinn WOIO-TV þakkaði hann lögregluþjónum fyrir að hafa ekki gefist upp á málinu. „Ég er bara glaður yfir því að einhverjum hafi ekki staðið á sama.“
Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Loks hefur tekist að bera kennsl á lík manns sem fannst í vegarkanti í Oregon fyrir tæpum 45 árum. Talið er að maðurinn hafi verið fórnarlamb alræmds raðmorðingja frá Kaliforníu, sem gekk undir nafninu „skorkorts morðinginn“. 10. maí 2025 13:54 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira
Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Loks hefur tekist að bera kennsl á lík manns sem fannst í vegarkanti í Oregon fyrir tæpum 45 árum. Talið er að maðurinn hafi verið fórnarlamb alræmds raðmorðingja frá Kaliforníu, sem gekk undir nafninu „skorkorts morðinginn“. 10. maí 2025 13:54