Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. maí 2025 14:32 Dedrick Basile býr sig undir að skjóta. vísir/hulda margrét Dedrick Basile, leikstjórnandi Tindastóls, viðurkennir að Stólarnir hafi misst stjórn á tilfinningum sínum í öðrum leiknum gegn Stjörnumönnum í úrslitum Bónus deildar karla í körfubolta. Hann er staðráðinn í að vinna Íslandsmeistaratitilinn. „Ég held að við þurfum að vera tilbúnari andlega. Stjarnan barðist vel í síðasta leik svo nú þurfum við að standa saman í mótlætinu,“ sagði Basile í samtali við íþróttadeild. Stólarnir virtust illa fyrir kallaðir í leiknum í Garðabænum á sunnudaginn, þá sérstaklega Dimitrios Agravanis sem var rekinn út úr húsi. „Við misstum hausinn. Stjarnan barðist vel eins og ég sagði og unnu okkur sanngjarnt. Við misstum hausinn í miðjum 3. leikhluta og gátum ekki komið til baka,“ sagði Basile. Hann er á sínu fimmta tímabili hér á landi en hann hefur einnig leikið með Þór Ak., Njarðvík og Grindavík. Hann komst í úrslit með Grindvíkingum í fyrra en dreymir um að fara alla leið í ár og vinna Íslandsmeistaratitilinn. „Mér finnst að ég hafi unnið allt annað, bikarinn, og mig vantar bara titilinn. Þetta er mitt besta tækifæri. Ég fékk gott tækifæri í fyrra og ég tel að möguleikinn í ár sé líka góður. Svo það er klárlega pressa að reyna að ná þessu,“ sagði Basile. Klippa: Viðtali við Dedrick Basile Hann segir að Stólarnir séu vel undirbúnir og klárir í slaginn í kvöld. „Við erum tilbúnir. Við ræddum vel saman. Við þurfum að laga litlu hlutina, spila betri vörn og ef við gerum það sem við eigum að gera eigum við góða möguleika á að vinna þennan leik,“ sagði Basile. Agravanis eldri verður ekki með Tindastóli í kvöld þar sem hann tekur út leikbann. „Hann er stór hluti af liðinu okkar en við spiluðum án hans fyrri hluta tímabils. Við þurfum klárlega á honum að halda en erum vanir að spila án hans. Við finnum út úr þessu,“ sagði Basile. Hann er ekki í neinum vafa hver lykilinn að sigrinum verður. „Vörnin er stærsti hlutinn. Hún vinnur titla. Stjarnan er með kraftmikið sóknarlið þannig að við þurfum að gefa allt í vörnina til að halda aftur af þeim.“ Viðtalið við Basile má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Leikur Tindastóls og Stjörnunnar hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:30. Bónus-deild karla Tindastóll Stjarnan Tengdar fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Það var mikill hraði og mikill hasar í Umhyggjuhöllinni í kvöld. Gestirnir frá Sauðárkróki sáu ekki til sólar í seinni hálfleik og enduðu á að missa tvo leikmenn út úr húsi. 11. maí 2025 19:31 „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Stjarnan valtaði algjörlega yfir Tindastól í kvöld í öðrum leik liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í Bónus-deild karla. Lokatölur í Garðabæ 103-74 en frammistaða Stjörnumanna í seinni hálfleik var í hæsta gæðaflokki. 11. maí 2025 22:33 Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport ÍBV - KA | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Íslenski boltinn „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Fleiri fréttir Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Sjá meira
„Ég held að við þurfum að vera tilbúnari andlega. Stjarnan barðist vel í síðasta leik svo nú þurfum við að standa saman í mótlætinu,“ sagði Basile í samtali við íþróttadeild. Stólarnir virtust illa fyrir kallaðir í leiknum í Garðabænum á sunnudaginn, þá sérstaklega Dimitrios Agravanis sem var rekinn út úr húsi. „Við misstum hausinn. Stjarnan barðist vel eins og ég sagði og unnu okkur sanngjarnt. Við misstum hausinn í miðjum 3. leikhluta og gátum ekki komið til baka,“ sagði Basile. Hann er á sínu fimmta tímabili hér á landi en hann hefur einnig leikið með Þór Ak., Njarðvík og Grindavík. Hann komst í úrslit með Grindvíkingum í fyrra en dreymir um að fara alla leið í ár og vinna Íslandsmeistaratitilinn. „Mér finnst að ég hafi unnið allt annað, bikarinn, og mig vantar bara titilinn. Þetta er mitt besta tækifæri. Ég fékk gott tækifæri í fyrra og ég tel að möguleikinn í ár sé líka góður. Svo það er klárlega pressa að reyna að ná þessu,“ sagði Basile. Klippa: Viðtali við Dedrick Basile Hann segir að Stólarnir séu vel undirbúnir og klárir í slaginn í kvöld. „Við erum tilbúnir. Við ræddum vel saman. Við þurfum að laga litlu hlutina, spila betri vörn og ef við gerum það sem við eigum að gera eigum við góða möguleika á að vinna þennan leik,“ sagði Basile. Agravanis eldri verður ekki með Tindastóli í kvöld þar sem hann tekur út leikbann. „Hann er stór hluti af liðinu okkar en við spiluðum án hans fyrri hluta tímabils. Við þurfum klárlega á honum að halda en erum vanir að spila án hans. Við finnum út úr þessu,“ sagði Basile. Hann er ekki í neinum vafa hver lykilinn að sigrinum verður. „Vörnin er stærsti hlutinn. Hún vinnur titla. Stjarnan er með kraftmikið sóknarlið þannig að við þurfum að gefa allt í vörnina til að halda aftur af þeim.“ Viðtalið við Basile má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Leikur Tindastóls og Stjörnunnar hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:30.
Bónus-deild karla Tindastóll Stjarnan Tengdar fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Það var mikill hraði og mikill hasar í Umhyggjuhöllinni í kvöld. Gestirnir frá Sauðárkróki sáu ekki til sólar í seinni hálfleik og enduðu á að missa tvo leikmenn út úr húsi. 11. maí 2025 19:31 „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Stjarnan valtaði algjörlega yfir Tindastól í kvöld í öðrum leik liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í Bónus-deild karla. Lokatölur í Garðabæ 103-74 en frammistaða Stjörnumanna í seinni hálfleik var í hæsta gæðaflokki. 11. maí 2025 22:33 Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport ÍBV - KA | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Íslenski boltinn „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Fleiri fréttir Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Það var mikill hraði og mikill hasar í Umhyggjuhöllinni í kvöld. Gestirnir frá Sauðárkróki sáu ekki til sólar í seinni hálfleik og enduðu á að missa tvo leikmenn út úr húsi. 11. maí 2025 19:31
„Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Stjarnan valtaði algjörlega yfir Tindastól í kvöld í öðrum leik liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í Bónus-deild karla. Lokatölur í Garðabæ 103-74 en frammistaða Stjörnumanna í seinni hálfleik var í hæsta gæðaflokki. 11. maí 2025 22:33