Sigga greindi frá þessum tímamótum í færslu á Instagram þar sem hún birti mynd af sér fyrir framan húsið og skrifaði: „Nýtt verkefni, nýtt hús, nýr kafli, nýtt umhverfi, nýir vinir, nýjar áherslur.“
Húsið stendur á 787 fermetra eignalóð sem er að hluta afgirt. Lóðin er skjólsæl og gróin, með litlu gróðurhúsi og köldum geymsluskúr.
Neðri hæðin skiptist í opna stofu og borðstofu, eldhús, eitt svefnherbergi, baðherbergi og þvottahús. Á efri hæðinni er stór setustofa með aukinni lofthæð, tvö svefnherbergi og baðherbergi. Þá er möguleiki að bæta við öðru svefnherbergi. Við húsið er 24 fermetra bílskúr.





Húsið er timburhús, klætt liggjandi bárujárni á langhliðum,
Áður bjó Sigga í fallegri 178 fermetra eign við Flókagötu í húsi sem var byggt árið 1944.