Viðskipti innlent

Sjó­vá tapar hálfum milljarði

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Hermann Björnsson er forstjóri Sjóvár.
Hermann Björnsson er forstjóri Sjóvár. Vísir

Sjóvá tapaði 540 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi 2025. Tap af fjárfestingastarfsemi fyrir skatta var rúmur milljarður, 1.126 milljónir króna, en hagnaður af vátryggingasamningum fyrir skatta var 821 milljónir króna.

Í tilkynningunni til Kauphallar kemur fram að tap að ávöxtun fjárfestingareigna í stýringu hafi verið mínus 1 prósent. 

Samsett hlutfall fyrsta árfjórðungs hafi verið 90,2 prósent, samanborið við 97 prósent í fyrra. Helstu niðurstöður úr uppgjörinu eru eftirfarandi:

  • Hagnaður af vátryggingasamningum fyrir skatta 821 m.kr. (1F 2024: 242 m.kr.)
  • Tap af fjárfestingastarfsemi fyrir skatta 1.126 m.kr. (1F 2024: 363 m.kr. hagnaður)
  • Tap tímabilsins 540 m.kr. (1F 2024: 421 m.kr. hagnaður)
  • Ávöxtun fjárfestingareigna í stýringu -1,0% (1F 2024: 1,2%)
  • Samsett hlutfall 90,2% (1F 2024: 97,0%)
  • Horfur fyrir árið 2025 eru óbreyttar og er afkoma af vátryggingasamningum fyrir árið 2025 og til næstu 12 mánaða áætluð 1.700 – 2.400 m.kr. og samsett hlutfall 93-95%

Erfitt árferði á verðbréfamörkuðum en frábær afkoma á vátryggingamarkaði

Haft er eftir Hermanni Björnssyni forstjóra Sjóvá að afkoma Sjóvár á fyrsta ársfjórðungi hafi litast af erfiðu árferði á verðbréfamörkuðum en afar góðri afkomu af vátryggingastarfseminni.

„Frábær afkoma af vátryggingasamningum, 821 m.kr. fyrir skatta sem er með betri fyrstu ársfjórðungum sem við höfum skilað. Tekjuvöxtur nam 3,6%, drifinn áfram af vexti á einstaklingsmarkaði. Tíðarfar var nokkuð hagfellt og tjónaþróun undir áætlunum á fyrsta ársfjórðungi og munar þar mest um jákvæða þróun í eignatryggingum á milli ára en ekkert stórtjón henti á fjórðungnum,“ segir Hermann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×