Íslenski boltinn

Bikarævintýri Fram heldur á­fram

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Fram lagði KA á Akureyri.
Fram lagði KA á Akureyri. Vísir/Diego

Eftir að slá FH út í 32-liða úrslitum fór Fram til Akureyrar og lagði bikarmeistara KA. Fram er þar með komið í 8-liða úrslit Mjólkurbikars karla í knattspyrnu á meðan lánlaust lið KA er úr leik.

Leikurinn byrjaði fjörlega en gestirnir fengu vítaspyrnu strax í upphafi leiks. Steinþór Már Auðunsson gerði sér hins vegar lítið fyrir og varði annars slaka spyrnu Fred. Nokkrum mínútum síðar skoraði Hallgrímur Mar Steingrímsson glæsilegt mark og kom heimamönnum yfir.

Gestirnir voru ekki lengi að svara og jafnaði Róbert Hauksson metin. Hann kom Fram svo yfir áður en Kyle McLagan bætti þriðja marki gestanna við fyrir lok fyrri hálfleiks. Birgir Baldvinsson minnkaði muninn á 53. mínútu en aðeins fimm mínútum síðar setti Hans Viktor Guðmundsson boltann í eigið net og staðan orðin 2-4.

Þegar komið var á lokamínútu venjulegs leiktíma fékk Guðmundur Magnússon beint rautt spjald fyrir slæma tæklingu. Manni færri héldu gestirnir út og eru komnir í 8-liða úrslit.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×