Myndbandið hefur vakið mikla athygli á miðlinum þar sem hátt í 870 þúsund manns hafa líkað við færlsuna og rúmlega 2300 skrifað ummæli. Þar á meðal hafa fjöldi erlendra aðdáenda hennar spurt hvaða lag hún væri að hlusta á. Laufey svaraði að um væri að ræða íslenska rapparann Herra Hnetusmjör og lagið hans Elli Egils.
Í kjölfarið birti Herra Hnetusmjör sjálfur skjáskot af kvittun fyrir kaupum á nýju plötunni með orðunum: „Auto kaupa plötu sem er árituð við lagið mitt.“

Í gær gaf Laufey út lagið Tough Luck og tilkynnti í leiðinni útgáfudag plötunnar. Fyrsta lag hennar, Silver Lining, kom út í apríl og vakti mikla athygli, meðal annars eftir flutning með Gustavo Dudamel og LA Philharmonic á Coachella-hátíðinni og New Orleans Jazz Festival.
Laufey, sem er einungis 25 ára, hefur notið mikilla vinsælda víða um heim en til að mynda var hún kjörin ein af konum ársins hjá tímaritinu Time. Þá hlaut hún Grammy-verðlaun fyrir rúmu ári síðan fyrir í flokki hefðbundinnar popptónlistar fyrir breiðskífu sína Bewitched.