Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 16. maí 2025 14:04 Gunnar E. Sigurbjörnsson formaður Félags íþrótta, æskulýðs- og tómstundafulltrúa á Íslandi segir mikilvægt að hafa í huga að sveitarfélögin koma að fjármögun íþróttafélaganna á Íslandi og hver þeirra lýðheilumarkmið eru. Íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafulltrúar telja óheillaskref að farið sé að selja áfengi á íþróttaviðburðum. Mikilvægt sé að umræða fari fram um þetta og að sveitarfélögin komi að henni þar sem þau taki þátt í að fjármagna íþróttastarfið. Áfengissala í tengslum við kappleiki íþróttafélaganna hefur aukist hratt síðustu ár. Á íþróttaþingi ÍSÍ sem hófst í dag verður rædd tillaga frá íþróttabandalögum Reykjavíkur og Reykjanesbæjar. Þar óska þau eftir því að ÍSÍ taki forystu í að móta samræmdar reglur og stefnu um áfengisveitingar á íþróttaviðburðum. Bandalögin líkja aðstæðum sem hafa skapast í kringum áfengissöluna við villta vestrið. Þá er lagt til að unnið verði að því að draga úr sýnileika og aðgengi áfengis á íþróttaviðburðum, sérstaklega þar sem börn og fjölskyldur eru viðstödd. Gunnar E. Sigurbjörnsson formaður Félags íþrótta, æskulýðs- og tómstundafulltrúa á Íslandi segir þá sem starfa með ungmennum hafa miklar áhyggjur af sölu áfengis í kringum íþróttaleiki en félagið hefur meðal annars ályktað um málið. „Við teljum að þetta sé óheillaskref. Við teljum að þetta séu röng skilaboð að selja áfengi í kringum íþróttakappleiki þar sem er verið að ýta undir það að börn og fjölskyldur komi saman og styðja við sín lið og taka þátt í stemningunni.“ Hann fangar því að málið verði rætt á íþróttaþingi ÍSÍ en mikilvægt séu að fleiri komi að umræðunni. Þannig þurfi sveitarfélögin að vera með í henni þar sem þau taki þátt í að fjármagna íþróttastarfið. „Kannski er verið að bera saman íþróttakappleiki hér við það sem við erum að fylgjast með í sjónvarpinu. Stemningunni á leikjum í enska boltanum og í knattspyrnunni út um allt. Munurinn hér er stór stuðningur, helsta fjármögnun íþróttafélaganna er stuðningur frá sveitarfélögunum í landinu. Það er mjög oft þannig að sveitarfélögin byggja upp aðstöðuna og eru að styðja bæði með beinum fjárútlátum og óbeinum.“ Spyrja hver sé stefna sveitarfélaganna sé og hvort það samræmist lýðheilsumarkmiðum þeirra að gera áfengisdrykkju á leikjum hátt undir höfði. „Það er ekki verið að bera saman epli og epli í þessu. Það er öðruvísi kerfi hér heldur en hjá mörgum sem við erum að bera okkur saman við. Þannig við viljum bara að það sé tekið tillit til þess hver sérstaðan er hér og áhrif á þessa aðila sem eru þarna í kring. Sérstaklega á börn og ungmenni og fjölskyldur.“ Áfengi ÍSÍ Reykjavík Reykjanesbær Áfengi í íþróttastarfi Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir við húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Sjá meira
Áfengissala í tengslum við kappleiki íþróttafélaganna hefur aukist hratt síðustu ár. Á íþróttaþingi ÍSÍ sem hófst í dag verður rædd tillaga frá íþróttabandalögum Reykjavíkur og Reykjanesbæjar. Þar óska þau eftir því að ÍSÍ taki forystu í að móta samræmdar reglur og stefnu um áfengisveitingar á íþróttaviðburðum. Bandalögin líkja aðstæðum sem hafa skapast í kringum áfengissöluna við villta vestrið. Þá er lagt til að unnið verði að því að draga úr sýnileika og aðgengi áfengis á íþróttaviðburðum, sérstaklega þar sem börn og fjölskyldur eru viðstödd. Gunnar E. Sigurbjörnsson formaður Félags íþrótta, æskulýðs- og tómstundafulltrúa á Íslandi segir þá sem starfa með ungmennum hafa miklar áhyggjur af sölu áfengis í kringum íþróttaleiki en félagið hefur meðal annars ályktað um málið. „Við teljum að þetta sé óheillaskref. Við teljum að þetta séu röng skilaboð að selja áfengi í kringum íþróttakappleiki þar sem er verið að ýta undir það að börn og fjölskyldur komi saman og styðja við sín lið og taka þátt í stemningunni.“ Hann fangar því að málið verði rætt á íþróttaþingi ÍSÍ en mikilvægt séu að fleiri komi að umræðunni. Þannig þurfi sveitarfélögin að vera með í henni þar sem þau taki þátt í að fjármagna íþróttastarfið. „Kannski er verið að bera saman íþróttakappleiki hér við það sem við erum að fylgjast með í sjónvarpinu. Stemningunni á leikjum í enska boltanum og í knattspyrnunni út um allt. Munurinn hér er stór stuðningur, helsta fjármögnun íþróttafélaganna er stuðningur frá sveitarfélögunum í landinu. Það er mjög oft þannig að sveitarfélögin byggja upp aðstöðuna og eru að styðja bæði með beinum fjárútlátum og óbeinum.“ Spyrja hver sé stefna sveitarfélaganna sé og hvort það samræmist lýðheilsumarkmiðum þeirra að gera áfengisdrykkju á leikjum hátt undir höfði. „Það er ekki verið að bera saman epli og epli í þessu. Það er öðruvísi kerfi hér heldur en hjá mörgum sem við erum að bera okkur saman við. Þannig við viljum bara að það sé tekið tillit til þess hver sérstaðan er hér og áhrif á þessa aðila sem eru þarna í kring. Sérstaklega á börn og ungmenni og fjölskyldur.“
Áfengi ÍSÍ Reykjavík Reykjanesbær Áfengi í íþróttastarfi Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir við húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Sjá meira