Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Valur Páll Eiríksson skrifar 16. maí 2025 14:45 Ágúst Jóhannsson undirbýr sínar konur fyrir einn stærsta leikinn á þeirra ferli, ef ekki þann stærsta. Vísir/Ívar „Ég er frekar rólegur og líður bara vel,“ segir Ágúst Jóhannsson, þjálfari kvennaliðs Vals, sem spilar úrslitaleik um EHF-bikar kvenna í handbolta að Hlíðarenda á morgun er lið Porriño frá Spáni kemur í heimsókn. „Við erum búnar að æfa núna vel í vikunni í bland við að hvíla okkur. Svo höfum við fundað aðeins og farið yfir þetta. Við gerum það aftur í kvöld svo mér líður bara vel,“ bætir Ágúst við. Fyrri leiknum við Porriño ytra síðasta laugardag lauk með jafntefli en Valskonur höfðu verið þar betri aðilinn og leitt stóran hluta. Um sterkan andstæðing er að ræða, enda ekki von á öðru þegar komið er í úrslitaleik í Evrópukeppni. „Við vorum búnar að skoða þær vel en svo er alltaf annað að mæta þeim á parketinu. Við fundum það að þær hafa mörg vopn og eru sterkar á mörgum stöðum. En við komum vel undirbúin í leikinn á morgun og ætlum okkur að ná í alvöru frammistöðu,“ segir Ágúst. Valskonur hafa gert vel á milli leikja í einvígjum sínum í keppninni hingað til í vetur og undantekningalaust gert betur í síðari leiknum en þeim fyrri. Ágúst hefur lagst vel yfir málin ásamt aðstoðarmönnum sínum og vonast til að þar verði engin breyting á. Skerpt verði á ákveðnum hlutum eftir fyrri leikinn. „Það verða smá áherslubreytingar varnarlega hjá okkur; að mæta skyttunum þeirra betur og fá fleiri hraðaupphlaup, við skoruðum ekki nema þrjú úr hraðaupphlaupum þarna úti. Við þurfum að auka það og það gerum við ekki nema með því að bæta varnarleikinn og þá fáum við aðeins betri markvörslu og getum keyrt betur á þær.“ Klippa: Býr sig undir stærsta íþróttaviðburð landsins Stærsti leikur í sögu lands og þjóðar Það er sannarlega ekki á hverjum degi sem hreinn úrslitaleikur um Evróputitil fer fram á Íslandi. Ágúst segir ótrírætt að um sé að ræða stærsta íþróttaviðburð sem haldinn hefur verið hér á landi, og kallar eftir því að fólk fylli stúkuna. „Þetta er stærsti viðburður, einstaki leikur, sem hefur farið fram hér á landi. Úrslitaleikur í Evrópukeppni. Hér fer bikar á loft á morgun, hvort sem við tökum við honum eða þær. Þetta er auðvitað bara risaverkefni og hér þurfum við fullt hús,“ „Við spiluðum fyrir framan 2.400 áhorfendur úti og nú þurfa allir íþróttaáhugamenn að fjölmenna á leikinn og styðja við bakið á stelpunum sem hafa staðið sig frábærlega í vetur og farið í gegnum marga erfiða andstæðinga. Ég trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús á morgun og frábæra stemningu. Ég get allavega lofað því að liðið mun leggja sig 100 prósent fram,“ segir Ágúst. Leikur Vals og Porriño fer fram klukkan 15:00 á morgun og verður sýndur beint á RÚV. Honum verður lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi. Valur EHF-bikarinn Handbolti Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Fleiri fréttir Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Sjá meira
„Við erum búnar að æfa núna vel í vikunni í bland við að hvíla okkur. Svo höfum við fundað aðeins og farið yfir þetta. Við gerum það aftur í kvöld svo mér líður bara vel,“ bætir Ágúst við. Fyrri leiknum við Porriño ytra síðasta laugardag lauk með jafntefli en Valskonur höfðu verið þar betri aðilinn og leitt stóran hluta. Um sterkan andstæðing er að ræða, enda ekki von á öðru þegar komið er í úrslitaleik í Evrópukeppni. „Við vorum búnar að skoða þær vel en svo er alltaf annað að mæta þeim á parketinu. Við fundum það að þær hafa mörg vopn og eru sterkar á mörgum stöðum. En við komum vel undirbúin í leikinn á morgun og ætlum okkur að ná í alvöru frammistöðu,“ segir Ágúst. Valskonur hafa gert vel á milli leikja í einvígjum sínum í keppninni hingað til í vetur og undantekningalaust gert betur í síðari leiknum en þeim fyrri. Ágúst hefur lagst vel yfir málin ásamt aðstoðarmönnum sínum og vonast til að þar verði engin breyting á. Skerpt verði á ákveðnum hlutum eftir fyrri leikinn. „Það verða smá áherslubreytingar varnarlega hjá okkur; að mæta skyttunum þeirra betur og fá fleiri hraðaupphlaup, við skoruðum ekki nema þrjú úr hraðaupphlaupum þarna úti. Við þurfum að auka það og það gerum við ekki nema með því að bæta varnarleikinn og þá fáum við aðeins betri markvörslu og getum keyrt betur á þær.“ Klippa: Býr sig undir stærsta íþróttaviðburð landsins Stærsti leikur í sögu lands og þjóðar Það er sannarlega ekki á hverjum degi sem hreinn úrslitaleikur um Evróputitil fer fram á Íslandi. Ágúst segir ótrírætt að um sé að ræða stærsta íþróttaviðburð sem haldinn hefur verið hér á landi, og kallar eftir því að fólk fylli stúkuna. „Þetta er stærsti viðburður, einstaki leikur, sem hefur farið fram hér á landi. Úrslitaleikur í Evrópukeppni. Hér fer bikar á loft á morgun, hvort sem við tökum við honum eða þær. Þetta er auðvitað bara risaverkefni og hér þurfum við fullt hús,“ „Við spiluðum fyrir framan 2.400 áhorfendur úti og nú þurfa allir íþróttaáhugamenn að fjölmenna á leikinn og styðja við bakið á stelpunum sem hafa staðið sig frábærlega í vetur og farið í gegnum marga erfiða andstæðinga. Ég trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús á morgun og frábæra stemningu. Ég get allavega lofað því að liðið mun leggja sig 100 prósent fram,“ segir Ágúst. Leikur Vals og Porriño fer fram klukkan 15:00 á morgun og verður sýndur beint á RÚV. Honum verður lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi.
Valur EHF-bikarinn Handbolti Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Fleiri fréttir Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Sjá meira