Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Valur Páll Eiríksson skrifar 16. maí 2025 14:45 Ágúst Jóhannsson undirbýr sínar konur fyrir einn stærsta leikinn á þeirra ferli, ef ekki þann stærsta. Vísir/Ívar „Ég er frekar rólegur og líður bara vel,“ segir Ágúst Jóhannsson, þjálfari kvennaliðs Vals, sem spilar úrslitaleik um EHF-bikar kvenna í handbolta að Hlíðarenda á morgun er lið Porriño frá Spáni kemur í heimsókn. „Við erum búnar að æfa núna vel í vikunni í bland við að hvíla okkur. Svo höfum við fundað aðeins og farið yfir þetta. Við gerum það aftur í kvöld svo mér líður bara vel,“ bætir Ágúst við. Fyrri leiknum við Porriño ytra síðasta laugardag lauk með jafntefli en Valskonur höfðu verið þar betri aðilinn og leitt stóran hluta. Um sterkan andstæðing er að ræða, enda ekki von á öðru þegar komið er í úrslitaleik í Evrópukeppni. „Við vorum búnar að skoða þær vel en svo er alltaf annað að mæta þeim á parketinu. Við fundum það að þær hafa mörg vopn og eru sterkar á mörgum stöðum. En við komum vel undirbúin í leikinn á morgun og ætlum okkur að ná í alvöru frammistöðu,“ segir Ágúst. Valskonur hafa gert vel á milli leikja í einvígjum sínum í keppninni hingað til í vetur og undantekningalaust gert betur í síðari leiknum en þeim fyrri. Ágúst hefur lagst vel yfir málin ásamt aðstoðarmönnum sínum og vonast til að þar verði engin breyting á. Skerpt verði á ákveðnum hlutum eftir fyrri leikinn. „Það verða smá áherslubreytingar varnarlega hjá okkur; að mæta skyttunum þeirra betur og fá fleiri hraðaupphlaup, við skoruðum ekki nema þrjú úr hraðaupphlaupum þarna úti. Við þurfum að auka það og það gerum við ekki nema með því að bæta varnarleikinn og þá fáum við aðeins betri markvörslu og getum keyrt betur á þær.“ Klippa: Býr sig undir stærsta íþróttaviðburð landsins Stærsti leikur í sögu lands og þjóðar Það er sannarlega ekki á hverjum degi sem hreinn úrslitaleikur um Evróputitil fer fram á Íslandi. Ágúst segir ótrírætt að um sé að ræða stærsta íþróttaviðburð sem haldinn hefur verið hér á landi, og kallar eftir því að fólk fylli stúkuna. „Þetta er stærsti viðburður, einstaki leikur, sem hefur farið fram hér á landi. Úrslitaleikur í Evrópukeppni. Hér fer bikar á loft á morgun, hvort sem við tökum við honum eða þær. Þetta er auðvitað bara risaverkefni og hér þurfum við fullt hús,“ „Við spiluðum fyrir framan 2.400 áhorfendur úti og nú þurfa allir íþróttaáhugamenn að fjölmenna á leikinn og styðja við bakið á stelpunum sem hafa staðið sig frábærlega í vetur og farið í gegnum marga erfiða andstæðinga. Ég trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús á morgun og frábæra stemningu. Ég get allavega lofað því að liðið mun leggja sig 100 prósent fram,“ segir Ágúst. Leikur Vals og Porriño fer fram klukkan 15:00 á morgun og verður sýndur beint á RÚV. Honum verður lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi. Valur EHF-bikarinn Handbolti Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Sjá meira
„Við erum búnar að æfa núna vel í vikunni í bland við að hvíla okkur. Svo höfum við fundað aðeins og farið yfir þetta. Við gerum það aftur í kvöld svo mér líður bara vel,“ bætir Ágúst við. Fyrri leiknum við Porriño ytra síðasta laugardag lauk með jafntefli en Valskonur höfðu verið þar betri aðilinn og leitt stóran hluta. Um sterkan andstæðing er að ræða, enda ekki von á öðru þegar komið er í úrslitaleik í Evrópukeppni. „Við vorum búnar að skoða þær vel en svo er alltaf annað að mæta þeim á parketinu. Við fundum það að þær hafa mörg vopn og eru sterkar á mörgum stöðum. En við komum vel undirbúin í leikinn á morgun og ætlum okkur að ná í alvöru frammistöðu,“ segir Ágúst. Valskonur hafa gert vel á milli leikja í einvígjum sínum í keppninni hingað til í vetur og undantekningalaust gert betur í síðari leiknum en þeim fyrri. Ágúst hefur lagst vel yfir málin ásamt aðstoðarmönnum sínum og vonast til að þar verði engin breyting á. Skerpt verði á ákveðnum hlutum eftir fyrri leikinn. „Það verða smá áherslubreytingar varnarlega hjá okkur; að mæta skyttunum þeirra betur og fá fleiri hraðaupphlaup, við skoruðum ekki nema þrjú úr hraðaupphlaupum þarna úti. Við þurfum að auka það og það gerum við ekki nema með því að bæta varnarleikinn og þá fáum við aðeins betri markvörslu og getum keyrt betur á þær.“ Klippa: Býr sig undir stærsta íþróttaviðburð landsins Stærsti leikur í sögu lands og þjóðar Það er sannarlega ekki á hverjum degi sem hreinn úrslitaleikur um Evróputitil fer fram á Íslandi. Ágúst segir ótrírætt að um sé að ræða stærsta íþróttaviðburð sem haldinn hefur verið hér á landi, og kallar eftir því að fólk fylli stúkuna. „Þetta er stærsti viðburður, einstaki leikur, sem hefur farið fram hér á landi. Úrslitaleikur í Evrópukeppni. Hér fer bikar á loft á morgun, hvort sem við tökum við honum eða þær. Þetta er auðvitað bara risaverkefni og hér þurfum við fullt hús,“ „Við spiluðum fyrir framan 2.400 áhorfendur úti og nú þurfa allir íþróttaáhugamenn að fjölmenna á leikinn og styðja við bakið á stelpunum sem hafa staðið sig frábærlega í vetur og farið í gegnum marga erfiða andstæðinga. Ég trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús á morgun og frábæra stemningu. Ég get allavega lofað því að liðið mun leggja sig 100 prósent fram,“ segir Ágúst. Leikur Vals og Porriño fer fram klukkan 15:00 á morgun og verður sýndur beint á RÚV. Honum verður lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi.
Valur EHF-bikarinn Handbolti Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Sjá meira