Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Magnús Jochum Pálsson skrifar 16. maí 2025 18:19 Hadi Matar gengur inn í dómshúsið í Mayville í New York í fangaklæðum. Hann hlaut þar 25 ára dóm fyrir banatilræðiðp við Rushdie og sjö ára dóm fyrir líkamsárás. Ap Hadi Matar sem stakk Salman Rushdie á fyrirlestri rithöfundarins í New York árið 2022 hefur verið dæmdur í 25 ára fangelsi vegna banatilræðisins. Rushdie blindaðist á öðru auga og missti hreyfigetu í annarri hendi eftir árásina. AP fjallar um málið. Í febrúar komst kviðdómur að þeirri niðurstöðu að hinn 27 ára bandarísk-líbanski Matar væri sekur um morðtilræði og í dag dæmdi dómari í Chautauqua-sýslu í New York hann í 25 ára fangelsi, hámarksrefsingu fyrir glæpinn. Matar hlaut einnig sjö ára dóm fyrir að veitast að Ralph Henry Reese, umræðustjóra á fyrirlestrinum. Matar mun afplána dómana tvo samhliða þar sem glæpirnir áttu sér stað á sama tíma og mun hann því sitja í fangelsi í 32 ár. Yfirgangsseggur og hræsnari Áður en dómurinn féll reist Matar á fætur og las upp yfirlýsingu um málfrelsi og sagði Rushdie vera hræsnara. „Salman Rushdie vill lítilsvirða annað fólk,“ sagði Matar í yfirlýsingunni. „Hann vill vera yfirgangsseggur, hann vill níðast á öðrum. Ég er ekki sammála því.“ Matar ætlaði með banatilræðinu að framfylgja „fatwa“ þ.e. dauðadómi sem Ruholla Khomeini, æðstiklerkur Írans, gaf út 1989 vegna skáldsögunnar Söngva Satans sem kom út 1988. Dómur klerksins gerði Rushdie réttdræpan og voru þrjár milljónir dala settar til höfuðs honum. Eftir það var Rushdie í áratugi í felum og bjó undir verndarvæng breska ríkisins með vopnaða verði í níu ár. Íran hætti formlegum stuðningi við tilskipunina 1998 en Söngvar Satans er enn stranglega bönnuð í Íran vegna þeirrar myndar sem dregin er upp af Múhameð spámanni. Ræddi árásina í Háskólabíó Eftir árásin dvaldi Rushdie í sautján daga á sjúkrahúsi í Pennsylvaníu og var meira en þrjár vikur í endurhæfingu í New York. Rushdie skrifaði um árásina og afleiðingar hennar í bókinni Hnífi sem kom út í fyrra. Rushdie kom til Íslands í fyrra þar sem hann tók við alþjóðlegum bókmenntaverðlaunum Halldórs Laxness og ræddi þar um árásina. Matar þarf að fara aftur fyrir dóm vegna ákæra sem snúa að hryðjuverkaþætti árásarinnar. Fyrstu réttarhöldin sneru að sjálfri árásinni en í þeirri næstu verður farið ofan í ástæðurnar fyrir banatilræðinu. Bandaríkin Mál Salman Rushdie Erlend sakamál Tengdar fréttir Salman Rushdie hlýtur verðlaun Halldórs Laxness Bresk-bandaríski rithöfundurinn Salman Rushdie hlýtur Alþjóðleg bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness í ár. Verðlaunin voru fyrst afhent árið 2019 en Rushdie mun veita verðlaununum viðtöku í Háskólabíói föstudaginn 13. september næstkomandi. 29. ágúst 2024 07:14 Írönsk yfirvöld segja Rushdie og stuðningsmenn hans eina bera ábyrgð á árásinni Yfirvöld í Íran taka fyrir að hafa komið að árás á rithöfundinn Salman Rushdie í New York á föstudag. Þau segja Rushdie sjálfan og aðdáendur hans bera ábyrgð á árásinni. 15. ágúst 2022 07:37 Salman Rushdie stunginn á sviði Ráðist var á rithöfundinn Salman Rushdie á meðan hann hélt fyrirlestur í New York í dag. Hann hefur um áratugabil mátt sæta stöðugum líflátshótunum vegna bókar hans Söngva Satans. 12. ágúst 2022 15:29 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
AP fjallar um málið. Í febrúar komst kviðdómur að þeirri niðurstöðu að hinn 27 ára bandarísk-líbanski Matar væri sekur um morðtilræði og í dag dæmdi dómari í Chautauqua-sýslu í New York hann í 25 ára fangelsi, hámarksrefsingu fyrir glæpinn. Matar hlaut einnig sjö ára dóm fyrir að veitast að Ralph Henry Reese, umræðustjóra á fyrirlestrinum. Matar mun afplána dómana tvo samhliða þar sem glæpirnir áttu sér stað á sama tíma og mun hann því sitja í fangelsi í 32 ár. Yfirgangsseggur og hræsnari Áður en dómurinn féll reist Matar á fætur og las upp yfirlýsingu um málfrelsi og sagði Rushdie vera hræsnara. „Salman Rushdie vill lítilsvirða annað fólk,“ sagði Matar í yfirlýsingunni. „Hann vill vera yfirgangsseggur, hann vill níðast á öðrum. Ég er ekki sammála því.“ Matar ætlaði með banatilræðinu að framfylgja „fatwa“ þ.e. dauðadómi sem Ruholla Khomeini, æðstiklerkur Írans, gaf út 1989 vegna skáldsögunnar Söngva Satans sem kom út 1988. Dómur klerksins gerði Rushdie réttdræpan og voru þrjár milljónir dala settar til höfuðs honum. Eftir það var Rushdie í áratugi í felum og bjó undir verndarvæng breska ríkisins með vopnaða verði í níu ár. Íran hætti formlegum stuðningi við tilskipunina 1998 en Söngvar Satans er enn stranglega bönnuð í Íran vegna þeirrar myndar sem dregin er upp af Múhameð spámanni. Ræddi árásina í Háskólabíó Eftir árásin dvaldi Rushdie í sautján daga á sjúkrahúsi í Pennsylvaníu og var meira en þrjár vikur í endurhæfingu í New York. Rushdie skrifaði um árásina og afleiðingar hennar í bókinni Hnífi sem kom út í fyrra. Rushdie kom til Íslands í fyrra þar sem hann tók við alþjóðlegum bókmenntaverðlaunum Halldórs Laxness og ræddi þar um árásina. Matar þarf að fara aftur fyrir dóm vegna ákæra sem snúa að hryðjuverkaþætti árásarinnar. Fyrstu réttarhöldin sneru að sjálfri árásinni en í þeirri næstu verður farið ofan í ástæðurnar fyrir banatilræðinu.
Bandaríkin Mál Salman Rushdie Erlend sakamál Tengdar fréttir Salman Rushdie hlýtur verðlaun Halldórs Laxness Bresk-bandaríski rithöfundurinn Salman Rushdie hlýtur Alþjóðleg bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness í ár. Verðlaunin voru fyrst afhent árið 2019 en Rushdie mun veita verðlaununum viðtöku í Háskólabíói föstudaginn 13. september næstkomandi. 29. ágúst 2024 07:14 Írönsk yfirvöld segja Rushdie og stuðningsmenn hans eina bera ábyrgð á árásinni Yfirvöld í Íran taka fyrir að hafa komið að árás á rithöfundinn Salman Rushdie í New York á föstudag. Þau segja Rushdie sjálfan og aðdáendur hans bera ábyrgð á árásinni. 15. ágúst 2022 07:37 Salman Rushdie stunginn á sviði Ráðist var á rithöfundinn Salman Rushdie á meðan hann hélt fyrirlestur í New York í dag. Hann hefur um áratugabil mátt sæta stöðugum líflátshótunum vegna bókar hans Söngva Satans. 12. ágúst 2022 15:29 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Salman Rushdie hlýtur verðlaun Halldórs Laxness Bresk-bandaríski rithöfundurinn Salman Rushdie hlýtur Alþjóðleg bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness í ár. Verðlaunin voru fyrst afhent árið 2019 en Rushdie mun veita verðlaununum viðtöku í Háskólabíói föstudaginn 13. september næstkomandi. 29. ágúst 2024 07:14
Írönsk yfirvöld segja Rushdie og stuðningsmenn hans eina bera ábyrgð á árásinni Yfirvöld í Íran taka fyrir að hafa komið að árás á rithöfundinn Salman Rushdie í New York á föstudag. Þau segja Rushdie sjálfan og aðdáendur hans bera ábyrgð á árásinni. 15. ágúst 2022 07:37
Salman Rushdie stunginn á sviði Ráðist var á rithöfundinn Salman Rushdie á meðan hann hélt fyrirlestur í New York í dag. Hann hefur um áratugabil mátt sæta stöðugum líflátshótunum vegna bókar hans Söngva Satans. 12. ágúst 2022 15:29
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent