Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Sindri Sverrisson skrifar 17. maí 2025 10:00 Jhonattan Vegas lenti í glompu við átjándu flötina í gær og missti á endanum tvö af fjórum höggum sem hann hafði í forskot á næstu kylfinga. Getty/Alex Slitz Það ríkir mikil spenna á PGA-meistaramótinu eftir tvo daga af fjórum. Venesúelabúinn Jhonattan Vegas er óvænt efstur en hann var stálheppinn á næstsíðustu holunni í gær. Suður-Kóreubúinn Si Woo Kim setti met þegar hann náði holu í höggi og er í toppbaráttunni. Vegas er efstur á samtals -8 höggum en það er fyrst og fremst út af mögnuðum fyrsta hring sem hann lék á -7 höggum. Hann hefði mögulega getað misst toppsætið ef hann hefði ekki verið heppinn með það hvernig boltinn skoppaði í hrífu sem lá við sautjándu flötina, og þaðan inn á flötina. Jhonattan Vegas gets an amazing bounce off the RAKE on 17. 😳🎥 @PGAChampionship | #PGAChamppic.twitter.com/uV8jjizlEZ— Golf Channel (@GolfChannel) May 16, 2025 Þrátt fyrir þessa heppni þá lauk hringnum illa hjá Vegas því hann fékk svo tvöfaldan skolla á síðustu holunni og lauk hringnum því samtals á -1 höggi. Hann var þó ánægður með að vera enn í efsta sæti á risamóti: „Þetta er nú ástæðan fyrir allri vinnunni sem maður leggur í þetta. Maður gerir þetta til að hafa tækifæri á einhverju svona. Því miður hefur mér ekki tekist það í gegnum ferilinn en maður veit aldrei. Maður verður bara að stíga á bensíngjöfina áfram, halda ró sinni og leggja hart að sér. Það er aldrei að vita hvenær hlutirnir byrja að falla með manni,“ sagði Vegas sem unnið hefur fjögur mót á PGA-mótaröðinni en best náð 22. sæti á risamóti. Si Woo Kim setti met þegar hann fór holu í höggi á sjöttu holu, með því að slá um 230 metra en það er lengsta vegalengd sem skilað hefur holu í höggi á risamóti. Hann fagnaði þessu ákaft og var svo fljótur að benda á það í viðtölum eftir hringinn að hann hefði átt gamla metið, frá því á Opna breska mótinu í fyrra. 🚨 ACE ALERT 🚨Si Woo Kim just made a hole-in-one from 252 yards on the 6th hole! 🙌#PGAChamp pic.twitter.com/o3HDWlfRIQ— PGA Championship (@PGAChampionship) May 16, 2025 Kim er einn þriggja sem deila 2. sæti á -6 höggum en hinir eru Matthieu Pavon og Matt Fitzpatrick. Efsti maður heimslistans, Scottie Scheffler, er svo á -5 höggum líkt og Max Homa, en stöðuna má sjá hér. Rory McIlroy og Xander Schauffele þurfa hins vegar að hlaða í hálfgerða flugeldasýningu í dag og á morgun því þeir rétt komust í gegnum niðurskurðinn og eru á +1 höggi. Á meðal þeirra sem komust ekki í gegnum niðurskurðinn voru Jordan Spieth, Justin Thomas, Ludvig Åberg og Brooks Koepka að ógleymdum Shane Lowry sem var vægast sagt reiður í gær þegar boltinn hans sökk í holu á áttundu braut en hann endaði einu höggi frá niðurskurðarlínunni. PGA-meistaramótið er sýnt á Vodafone Sport og hefst bein útsending í dag, laugardag, klukkan 18. Golf PGA-meistaramótið Mest lesið Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Sport Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Fótbolti Frá Skagafirði á Akranes Körfubolti Fleiri fréttir Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Sjá meira
Vegas er efstur á samtals -8 höggum en það er fyrst og fremst út af mögnuðum fyrsta hring sem hann lék á -7 höggum. Hann hefði mögulega getað misst toppsætið ef hann hefði ekki verið heppinn með það hvernig boltinn skoppaði í hrífu sem lá við sautjándu flötina, og þaðan inn á flötina. Jhonattan Vegas gets an amazing bounce off the RAKE on 17. 😳🎥 @PGAChampionship | #PGAChamppic.twitter.com/uV8jjizlEZ— Golf Channel (@GolfChannel) May 16, 2025 Þrátt fyrir þessa heppni þá lauk hringnum illa hjá Vegas því hann fékk svo tvöfaldan skolla á síðustu holunni og lauk hringnum því samtals á -1 höggi. Hann var þó ánægður með að vera enn í efsta sæti á risamóti: „Þetta er nú ástæðan fyrir allri vinnunni sem maður leggur í þetta. Maður gerir þetta til að hafa tækifæri á einhverju svona. Því miður hefur mér ekki tekist það í gegnum ferilinn en maður veit aldrei. Maður verður bara að stíga á bensíngjöfina áfram, halda ró sinni og leggja hart að sér. Það er aldrei að vita hvenær hlutirnir byrja að falla með manni,“ sagði Vegas sem unnið hefur fjögur mót á PGA-mótaröðinni en best náð 22. sæti á risamóti. Si Woo Kim setti met þegar hann fór holu í höggi á sjöttu holu, með því að slá um 230 metra en það er lengsta vegalengd sem skilað hefur holu í höggi á risamóti. Hann fagnaði þessu ákaft og var svo fljótur að benda á það í viðtölum eftir hringinn að hann hefði átt gamla metið, frá því á Opna breska mótinu í fyrra. 🚨 ACE ALERT 🚨Si Woo Kim just made a hole-in-one from 252 yards on the 6th hole! 🙌#PGAChamp pic.twitter.com/o3HDWlfRIQ— PGA Championship (@PGAChampionship) May 16, 2025 Kim er einn þriggja sem deila 2. sæti á -6 höggum en hinir eru Matthieu Pavon og Matt Fitzpatrick. Efsti maður heimslistans, Scottie Scheffler, er svo á -5 höggum líkt og Max Homa, en stöðuna má sjá hér. Rory McIlroy og Xander Schauffele þurfa hins vegar að hlaða í hálfgerða flugeldasýningu í dag og á morgun því þeir rétt komust í gegnum niðurskurðinn og eru á +1 höggi. Á meðal þeirra sem komust ekki í gegnum niðurskurðinn voru Jordan Spieth, Justin Thomas, Ludvig Åberg og Brooks Koepka að ógleymdum Shane Lowry sem var vægast sagt reiður í gær þegar boltinn hans sökk í holu á áttundu braut en hann endaði einu höggi frá niðurskurðarlínunni. PGA-meistaramótið er sýnt á Vodafone Sport og hefst bein útsending í dag, laugardag, klukkan 18.
Golf PGA-meistaramótið Mest lesið Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Sport Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Fótbolti Frá Skagafirði á Akranes Körfubolti Fleiri fréttir Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Sjá meira