Formúla 1

Hrika­legur á­rekstur Tsunoda, nýtt á­fall fyrir Ferrari og Piastri fremstur

Sindri Sverrisson skrifar
Max Verstappen, Oscar Piastri og George Russell eftir tímatökurnar í dag. Piastri náði ráspól en Verstappen og Russell koma næstir á eftir honum.
Max Verstappen, Oscar Piastri og George Russell eftir tímatökurnar í dag. Piastri náði ráspól en Verstappen og Russell koma næstir á eftir honum. Getty/Rudy Carezzevoli

Max Verstappen var hársbreidd frá því að stela ráspólnum af Oscar Piastri en náði því ekki og endaði í 2. sæti í tímatökunum fyrir Formúlu 1 kappaksturinn á Imola í dag.

Piastri endaði 0,034 sekúndu á undan Verstappen þrátt fyrir að lenda í umferð í síðustu tveimur beygjunum og ná ekki að bæta tíma sinn í lokahlutanum.

Vandræði Ferrari héldu hins vegar áfram og hvorki Charles Leclerce né Lewis Hamilton tókst að komast í hóp tíu efstu. Leclerc ræsir ellefti og Hamilton tólfti.

Árangur Aston Martin vakti hins vegar athygli en Fernando Alonso náði besta árangri liðsins á tímabilinu með því að ná í 5. sætið og Lance Stroll ræsir áttundi.

Rauða flaggið fór tvisvar á loft í tímatökunum. Fyrst eftir skelfilegan árekstur hjá Yuki Tsunoda sem gekk þó sem betur fer óstuddur úr bílnum, eins og sjá má hér að neðan.

Seinna tilvikið var ekki eins alvarlegt en þá klessti Franco Colapinto, nýliði Alpine, bílinn sinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×