„Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Smári Jökull Jónsson skrifar 17. maí 2025 18:55 Ágúst var ánægður í leikslok. Vísir/Anton Brink „Mér líður bara gríðarlega vel, fyrst og fremst stoltur af liðinu, leikmönnum og þjálfarateyminu,“ sagði sigurreifur Ágúst Jóhannsson þjálfari Vals eftir að Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn í handknattleik í dag. Valur varð í dag fyrst íslenskra kvennaliða til að vinna sigur í Evrópukeppni. Valur vann 25-24 sigur á spænska liðinu Porrino að Hlíðarenda og einvígið samtals með einu marki. Ágúst Jóhannsson þjálfari Vals var eðlilega afar ánægður þegar Valur Páll Eiríksson talaði við hann eftir leik. „Ég er auðvitað með frábæra menn með mér. Svo stjórn og allt í kringum félagið er til fyrirmyndar. Ég er mjög stoltur og þakklátur og ánægður með leikinn í dag. Mér fannst við vera miklu betri þegar fór á líða á leikinn og í raun klaufar að koma þessu í þessa stöðu sem þetta endaði í.“ „Stóð ekki alveg á sama undir lokin“ Valskonur voru með fimm marka forystu þegar skammt var eftir en lið Porrino tókst að minnka muninn niður í eitt mark undir lokin. „Ég skal viðurkenna það að mér stóð ekki alveg á sama undir lokin. Við vorum klaufar og fórum illa með færi, víti og fleira á lokakaflanum. En við kláruðum þetta, umgjörðin er frábær og mæting. Ég er bara virkilega þakklátur.“ Ágúst sagði vikuna hafa verið erfiða og biðin eftir leiknum löng en liðin mættust ytra um síðustu helgi. „Að bíða eftir þessu og undirbúa, við gerðum þetta vel. Stelpurnar eiga mikið hrós skilið. Þetta er bara magnaður hópur, við erum með gríðarlega reynda og góða leikmenn í bland við unga og efnilega.“ „Starfið hér í Val er magnað, það er að koma upp 3. og 4. flokkur í úrslitum og haugur af leikmönnum að koma upp. Starfið er mjög gott, góðir þjálfarar og við erum með Elínu Rósu [Magnúsdóttir] sem er frábær, Þóreyju Önnu [Ásgeirsdóttur] sem er að mínu mati besti íslenski handboltaleikmaðurinn og ég gæti haldið áfram.“ Framundan hjá Valskonum er úrslitaeinvígi Olís-deildarinnar þar sem liðið mætir Haukum. Ágúst sagði að hann ætlaði ekki að stoppa sitt lið í fagnaðarlátum eftir Evrópusigurinn. „Nei, það verður ekki lágur prófíll. Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld og fara á fullri ferð inn í þetta. Svo bara tökum við á næsta verkefni og förum að undirbúa okkur á mánudag. Að vera Evrópumeistari, það er ekki eins og það sé á hverjum degi. Ég ætla að leyfa þeim að njóta þess.“ „Ég get ekki komið orði á það. Ég er gríðarlega stoltur af starfinu hjá okkur öllum. Fyrir íslenskan kvennabolta, ég er búinn að berjast fyrir íslenskan kvennabolta í mörg ár og þetta undirstrikar það sem ég hef oft verið að segja, við erum að koma upp með góða leikmenn og leikmenn sem eru að bæta sig mikið. Ég er ótrúlega stoltur af íslenskum kvennabolta,“ sagði Ágúst að lokum. Allt viðtalið við Ágúst má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. EHF-bikarinn Valur Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Fleiri fréttir Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Sjá meira
Valur varð í dag fyrst íslenskra kvennaliða til að vinna sigur í Evrópukeppni. Valur vann 25-24 sigur á spænska liðinu Porrino að Hlíðarenda og einvígið samtals með einu marki. Ágúst Jóhannsson þjálfari Vals var eðlilega afar ánægður þegar Valur Páll Eiríksson talaði við hann eftir leik. „Ég er auðvitað með frábæra menn með mér. Svo stjórn og allt í kringum félagið er til fyrirmyndar. Ég er mjög stoltur og þakklátur og ánægður með leikinn í dag. Mér fannst við vera miklu betri þegar fór á líða á leikinn og í raun klaufar að koma þessu í þessa stöðu sem þetta endaði í.“ „Stóð ekki alveg á sama undir lokin“ Valskonur voru með fimm marka forystu þegar skammt var eftir en lið Porrino tókst að minnka muninn niður í eitt mark undir lokin. „Ég skal viðurkenna það að mér stóð ekki alveg á sama undir lokin. Við vorum klaufar og fórum illa með færi, víti og fleira á lokakaflanum. En við kláruðum þetta, umgjörðin er frábær og mæting. Ég er bara virkilega þakklátur.“ Ágúst sagði vikuna hafa verið erfiða og biðin eftir leiknum löng en liðin mættust ytra um síðustu helgi. „Að bíða eftir þessu og undirbúa, við gerðum þetta vel. Stelpurnar eiga mikið hrós skilið. Þetta er bara magnaður hópur, við erum með gríðarlega reynda og góða leikmenn í bland við unga og efnilega.“ „Starfið hér í Val er magnað, það er að koma upp 3. og 4. flokkur í úrslitum og haugur af leikmönnum að koma upp. Starfið er mjög gott, góðir þjálfarar og við erum með Elínu Rósu [Magnúsdóttir] sem er frábær, Þóreyju Önnu [Ásgeirsdóttur] sem er að mínu mati besti íslenski handboltaleikmaðurinn og ég gæti haldið áfram.“ Framundan hjá Valskonum er úrslitaeinvígi Olís-deildarinnar þar sem liðið mætir Haukum. Ágúst sagði að hann ætlaði ekki að stoppa sitt lið í fagnaðarlátum eftir Evrópusigurinn. „Nei, það verður ekki lágur prófíll. Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld og fara á fullri ferð inn í þetta. Svo bara tökum við á næsta verkefni og förum að undirbúa okkur á mánudag. Að vera Evrópumeistari, það er ekki eins og það sé á hverjum degi. Ég ætla að leyfa þeim að njóta þess.“ „Ég get ekki komið orði á það. Ég er gríðarlega stoltur af starfinu hjá okkur öllum. Fyrir íslenskan kvennabolta, ég er búinn að berjast fyrir íslenskan kvennabolta í mörg ár og þetta undirstrikar það sem ég hef oft verið að segja, við erum að koma upp með góða leikmenn og leikmenn sem eru að bæta sig mikið. Ég er ótrúlega stoltur af íslenskum kvennabolta,“ sagði Ágúst að lokum. Allt viðtalið við Ágúst má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
EHF-bikarinn Valur Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Fleiri fréttir Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni