Valur vann 25-24 á spænska liðinu Porrino í N1-höllinni í dag og tryggði sér þar með Evrópubikarinn í handknattleik. Umgjörðin og stemmningin að Hlíðarenda í dag var frábær og fögnuðurinn í leikslok ósvikinn.
Valskonur höfðu yfirhöndina nánast allan leikinn í dag en undir lokin náði lið Porrino að minnka muninn niður í eitt mark sem gerði spennuna nánast óbærilega.
Valskonur fögnuðu þó vel og innilega að lokum og hér fyrir neðan má sjá myndir sem Anton Brink ljósmyndari Vísis tók í N1-höllinni í dag.





















