Ísraelski herinn hóf í dag stórfelldan landhernað inn á Gasaströnd. Fjölskyldur á norðurhluta strandarinnar pökkuðu því sem hægt var og flúðu hýbýli sín. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum.
Þrjár stelpur sem toppuðu Hvannadalshnúk á fjallaskíðum segjast stoltar af sér. Þær hafi ekkert orðið hræddar og skemmtilegast hafi verið að renna sér niður.
Leó fjórtándi var vígður í embætti páfa í messu á Péturstorgi í morgun. Hann lagði áherslu á í fyrstu predikun sinni að kirkjan verði áfram kyndilberi friðar.
Í íþróttunum hitum við upp fyrir æsispennandi leik Tindastóls og Stjörnunnar en Tindastóll gæti orðið Íslandsmeistari karla í körfubolta í kvöld.
Kvöldfréttir Stöðvar 2 má sjá í heild sinni hér að neðan: