„Við elskum að spila hérna“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 18. maí 2025 22:02 Aron Elí Sævarsson í leik með Mosfellingum fyrr á tímabilinu. Vísir/Anton Brink „Mér líður ótrúlega vel. Þvílíkur leikur,“ sagði fyrirliði Aftureldingar, Aron Elí Sævarsson, eftir 4-3 endurkomusigur sinna manna gegn KR. Afturelding jafnaði leikinn í tvígang í kvöld og í seinna skiptið var það Aron Elí sjálfur sem skoraði. Hrannar Snær Magnússon skoraði svo sigurmarkið á 80. mínútu og allt varð vitlaust á Malbikstöðinni að Varmá. „Við vissum að þetta yrði svakalegur leikur við þetta skemmtilega lið og við erum þekktir fyrir að vera skemmtilegir þannig að við náðum að svara þeim vel í dag og þetta er bara geggjuð tilfinning.“ Áhorfendamet var sett í Mosó í kvöld þegar 1.182 mættu á þennan stórskemmtilega leik. Afturelding hefur ekki enn tapað á heimavelli á tímabilinu og hefur í raun safnað öllum sínum stigum á heimavelli sem eru orðin tíu talsins. „Við elskum að spila hérna. Sjáðu mætinguna, nýtt stuðningsmannalag í dag, bara sól og blíða, alltaf logn hérna í Mosó. Ég held að það sé ekki gaman að koma hingað og spila við okkur.“ Aron Elí var að lokum spurður út í þá vegferð sem Afturelding hefur verið á og þau markmið sem liðið hefur. „Þetta er ótrúlegt. Bara vegferðin sem við höfum verið á síðustu ár raun og veru. Þegar það gengur vel þá koma fleiri aðdáendur og við höfum ákveðið að leggja allt í sölurnar hérna og fá bara Mosfellsbæinn til að mæta. Svo þegar sigrarnir fara að koma og fólk fer að trúa þessu jafn mikið og við trúum þessu þá verður bara áhorfendamet hérna í hverjum leik sennilega.“ „Ég kom hérna fyrir einhverjum fimm til sex árum og við höfum verið að bíða eftir því að komast upp og það var bara orðið tímaspursmál hvenær það yrði. Ég er glaður að við séum að gera það á þeim tíma þegar við erum með massíft lið og getum keppt við þessi lið. Við getum bara keppt við öll liðin í deildinni. Við þurfum auðvitað að bæta margt en viljum sýna að við eigum heima í deildinni.“ Aron Elí er að vonum sáttur við upphafið á tímabilinu, en telur liðið eiga nóg inni. „Þetta hefur verið mjög gott tímabil hingað til og ég held að við eigum bara enn þá meira inni.“ Íslenski boltinn Besta deild karla Afturelding KR Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Sjá meira
Afturelding jafnaði leikinn í tvígang í kvöld og í seinna skiptið var það Aron Elí sjálfur sem skoraði. Hrannar Snær Magnússon skoraði svo sigurmarkið á 80. mínútu og allt varð vitlaust á Malbikstöðinni að Varmá. „Við vissum að þetta yrði svakalegur leikur við þetta skemmtilega lið og við erum þekktir fyrir að vera skemmtilegir þannig að við náðum að svara þeim vel í dag og þetta er bara geggjuð tilfinning.“ Áhorfendamet var sett í Mosó í kvöld þegar 1.182 mættu á þennan stórskemmtilega leik. Afturelding hefur ekki enn tapað á heimavelli á tímabilinu og hefur í raun safnað öllum sínum stigum á heimavelli sem eru orðin tíu talsins. „Við elskum að spila hérna. Sjáðu mætinguna, nýtt stuðningsmannalag í dag, bara sól og blíða, alltaf logn hérna í Mosó. Ég held að það sé ekki gaman að koma hingað og spila við okkur.“ Aron Elí var að lokum spurður út í þá vegferð sem Afturelding hefur verið á og þau markmið sem liðið hefur. „Þetta er ótrúlegt. Bara vegferðin sem við höfum verið á síðustu ár raun og veru. Þegar það gengur vel þá koma fleiri aðdáendur og við höfum ákveðið að leggja allt í sölurnar hérna og fá bara Mosfellsbæinn til að mæta. Svo þegar sigrarnir fara að koma og fólk fer að trúa þessu jafn mikið og við trúum þessu þá verður bara áhorfendamet hérna í hverjum leik sennilega.“ „Ég kom hérna fyrir einhverjum fimm til sex árum og við höfum verið að bíða eftir því að komast upp og það var bara orðið tímaspursmál hvenær það yrði. Ég er glaður að við séum að gera það á þeim tíma þegar við erum með massíft lið og getum keppt við þessi lið. Við getum bara keppt við öll liðin í deildinni. Við þurfum auðvitað að bæta margt en viljum sýna að við eigum heima í deildinni.“ Aron Elí er að vonum sáttur við upphafið á tímabilinu, en telur liðið eiga nóg inni. „Þetta hefur verið mjög gott tímabil hingað til og ég held að við eigum bara enn þá meira inni.“
Íslenski boltinn Besta deild karla Afturelding KR Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Sjá meira