Hjónin festu kaup á húsinu árið 2016 og greiddu þá 92 milljónir. Um er að ræða 218 fermetra einbýlishús á einni hæð, byggt árið 2006. Húsið stendur á glæsilegri 877 fm útsýnislóð, með óskertu útsýni yfir höfuðborgarsvæðið, Snæfellsjökul og Esjuna.
Stofur eru opnar og bjarta þar sem mikil lofthæð, stórir gólfsíðir gluggar og stæðilegur arinn gefur eigninni mikinn glæsibrag. Á gólfum eru ljósar flísar. Eldhúsið er opið við stofu, prýtt svartri snyrtilegri innréttingu með svörtum granítsteini á borðum.
Útgengt er úr stofurýminu á steypta verönd með heitum potti og fallegu útsýni yfir höfuðborgarsvæðið.
Samtals eru tvö svefnherbergi og tvö baðherbergi.
Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis.




