Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Valur Páll Eiríksson skrifar 19. maí 2025 15:02 Einar Jónsson fer yfir málin með sínum mönnum. Vísir/Diego „Ég er bara ferskur sko. Það er ekkert annað hægt í þessu frábæra veðri. Það eru allir í stuði,“ segir Einar Jónsson, þjálfari karlaliðs Fram, fyrir leik liðsins við Val í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta í kvöld. Framarar nýttu tímann vel í blíðviðrinu um helgina og æfðu ekki um of innandyra. Menn gátu notið sín í sólinni. Aðspurður hvort það hafi ekki verið hálfgerð synd að fara inn að æfa um helgina segir Einar: „Þetta voru nú bara stuttar æfingar og léttir fundir. Svo voru menn bara að njóta í sólinni, það er líka mikilvægt. Það er miklu skemmtilegra að hafa þetta svona en rigningu og rok. Ég kvarta ekkert sko.“ Einar á von á að fjölmennt verði í Úlfarsárdalinn. „Mér heyrist það á fólki í kringum mann uppi dal að það er mikil spenna fyrir þessu. Ég á ekki von á öðru að fólk fjölmenni og það verði troðfull höll. Ég trúi ekki öðru, allavega okkar megin í stúkunni,“ segir Einar. Fram vann fyrsta leik einvígisins að Hlíðarenda 37-33. Einar segir í augum uppi að vel drillaður sóknarleikur hafi skilað þeim sigri, sem vonast er til að byggja á í kvöld. „Við mættum vel gíraðir til leiks og sóknarleikurinn lengst af virkilega góður. Að skora 37 mörk á móti Val, það segir sig sjálft að það er hrikalega vel gert. Valur er frábært lið, svo það er ekki hægt að kvarta yfir því,“ segir Einar. Þessi góði útisigur gildir þó fyrir lítið ef honum er ekki fylgt eftir með heimasigri í kvöld, eða hvað? „Það væri frábært að vinna þennan leik í kvöld og koma okkur í 2-0. Þá telur síðasti sigurleikur í Valsheimilinu töluvert meira. Þetta er bara svo mikið að hver leikur á sitt líf og maður tekur stöðuna á milli leikja. En eðlilega væri óskastaða að vera með tvo sigra eftir leikinn í kvöld,“ segir Einar. Leikur Fram og Vals hefst klukkan 19:30 í kvöld og verður lýst beint á Vísi. Fram Valur Olís-deild karla Handbolti Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Sport Fleiri fréttir Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Fannst serbneski línumaðurinn leiðinleg og algjör tuddi „Fannst stelpurnar frábærar í seinni hálfleik“ „Reyndi að halda þessu áfram eins lengi og ég gat“ Sjá meira
Framarar nýttu tímann vel í blíðviðrinu um helgina og æfðu ekki um of innandyra. Menn gátu notið sín í sólinni. Aðspurður hvort það hafi ekki verið hálfgerð synd að fara inn að æfa um helgina segir Einar: „Þetta voru nú bara stuttar æfingar og léttir fundir. Svo voru menn bara að njóta í sólinni, það er líka mikilvægt. Það er miklu skemmtilegra að hafa þetta svona en rigningu og rok. Ég kvarta ekkert sko.“ Einar á von á að fjölmennt verði í Úlfarsárdalinn. „Mér heyrist það á fólki í kringum mann uppi dal að það er mikil spenna fyrir þessu. Ég á ekki von á öðru að fólk fjölmenni og það verði troðfull höll. Ég trúi ekki öðru, allavega okkar megin í stúkunni,“ segir Einar. Fram vann fyrsta leik einvígisins að Hlíðarenda 37-33. Einar segir í augum uppi að vel drillaður sóknarleikur hafi skilað þeim sigri, sem vonast er til að byggja á í kvöld. „Við mættum vel gíraðir til leiks og sóknarleikurinn lengst af virkilega góður. Að skora 37 mörk á móti Val, það segir sig sjálft að það er hrikalega vel gert. Valur er frábært lið, svo það er ekki hægt að kvarta yfir því,“ segir Einar. Þessi góði útisigur gildir þó fyrir lítið ef honum er ekki fylgt eftir með heimasigri í kvöld, eða hvað? „Það væri frábært að vinna þennan leik í kvöld og koma okkur í 2-0. Þá telur síðasti sigurleikur í Valsheimilinu töluvert meira. Þetta er bara svo mikið að hver leikur á sitt líf og maður tekur stöðuna á milli leikja. En eðlilega væri óskastaða að vera með tvo sigra eftir leikinn í kvöld,“ segir Einar. Leikur Fram og Vals hefst klukkan 19:30 í kvöld og verður lýst beint á Vísi.
Fram Valur Olís-deild karla Handbolti Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Sport Fleiri fréttir Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Fannst serbneski línumaðurinn leiðinleg og algjör tuddi „Fannst stelpurnar frábærar í seinni hálfleik“ „Reyndi að halda þessu áfram eins lengi og ég gat“ Sjá meira