„Í ár er það okkur ánægja að kynna til leiks tólf framúrskarandi tilnefningar til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs – ellefu einstaklinga og einn tónlistarhóp. Tilnefningarnar í ár endurspegla það besta sem norræn tónlist hefur upp á að bjóða í dag og sýna bæði breidd og gæði norræns tónlistarlífs,“ segir í tilkynningunni.
Tilnefningar má sjá að neðan.
Danmörk
- Annisette Koppel
- Ying-Hsueh Chen
Finnland
- Elina Vähälä
- Pekko Käppi
Færeyjar
- Brimheim

Ísland
- Emilíana Torrini
- Víkingur Heiðar Ólafsson
Noregur
- Trondheim Jazzorkester
- Vilde Frang Bjerke
Svíþjóð
- El Perro del Mar
- Sofia Jernberg
Álandseyjar
- Sofie Asplund
Tilkynnt verður um sigurvegara tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs í tengslum við Norðurlandaráðsþing í Stokkhólmi síðustu vikuna í október, nánar tiltekið þann 21. október. Handhafa verðlaunanna verður afhent styttan Norðurljós á sérstakri verðlaunahátíð. Verðlaunin nema 300 þúsundum danskra króna eða um 5,9 milljónum íslenskra króna.