Lífið

Eitt fal­legasta hús Reykja­víkur komið á sölu

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Húsið var byggt árið 1928 og er steinsnar frá miðbæ Reykjavíkur.
Húsið var byggt árið 1928 og er steinsnar frá miðbæ Reykjavíkur.

Við Öldugötu stendur eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur. Húsið er tæplega 230 fermetrar að stærð, á þremur hæðum, og var reist árið 1928. Þrátt fyrir umfangsmikla endurnýjun á undanförnum árum hefur verið lögð sérstök áhersla á að varðveita hinn sterka karakter og heillandi arkitektúr sem einkennir húsið. Óskað er eftir tilboði í eignina.

Húsið sem er númer þrettán stendur á glæsilegri eignarlóð með afgirtum garði sem snýr til suðurs, steinsnar frá miðbæ Reykjavíkur; þeim hluta götunnar sem afmarkast af Garðastræti og Ægisgötu.

Þorleifur Eyjólfsson húsameistari teiknaði húsið. Þorleifur teiknaði fjölda húsa og kom fram með merkar nýjungar í reykvískri húsagerð á árunum 1925 til 1932 og má segja að hann hafi innleitt straumlínulagið í íslenskan arkitektúr þess tíma.

Úr anddyrinu liggur formfagur stigi upp á efri hæð hússins, sem skiptist í þrjú svefnherbergi og eitt baðherbergi. Þaðan er einnig aðgangur upp á háaloft með góðu geymsluplássi.

Á jarðhæð er íbúð með sérinngangi. Inn af flísalögðu anddyri er eldhús, stofa og svefnherbergi með gegnheilu eikarparketi á gólfum. Baðherbergið er með sturtu. Þar er einnig þvottahús og geymsla með hurð út í garðinn.

Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.