Óbreytt ástand kemur ekki til greina Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 20. maí 2025 19:03 Skúli Helgason formaður menningar- og íþróttaráðs Reykjavíkurborgar. Vísir Koma þarf böndum á áfengissölu íþróttafélaganna að mati formanns menningar- og íþróttaráðs Reykjavíkurborgar, óbreytt ástand komi ekki til greina. Hann segir áfengisneyslu á íþróttaleikjum illa samræmast forvarnar- og lýðheilsustefnum borgarinnar. Áfengissala á íþróttaviðburðum hefur margfaldast undanfarin misseri. Lögreglan hyggst auka eftirlit með sölunni þar sem dæmi eru um að leyfi hafi skort. Íþrótta- og ólympíusamband Íslands samþykkti á þingi sínu um helgina að taka forystu í að móta samræmdar reglur og stefnu um áfengisveitingar á íþróttaviðburðum, og draga úr sýnileika og aðgengi, sérstaklega þar sem börn og fjölskyldur eru viðstödd. ÍSÍ ætlar að vinna málið með lýðheilsuyfirvöldum og öðrum viðeigandi stjórnvöldum. Íþróttafélög á Íslandi eru flest hver rekin með stuðningi frá sveitarfélögunum í landinu. Bæði beinum og óbeinum. Þannig kemur til að mynda Reykjavíkurborg að rekstri íþróttafélaganna á ýmsan hátt meðal annars með rekstri íþróttamannvirkja í borginni. „Við erum með forvarnarstefnu. Við erum með lýðheilsustefnu hjá borginni og það er bara þannig að áfengisneysla á íþróttakappleikjum hún samrýmist mjög illa þessum stefnum okkar og við teljum að þær séu mjög dýrmætar og við eigum að finna leið til þess að komast hjá því þurfa að vera með þessa víðtæku sölu á áfengum drykkjum á íþróttakappleikjum,“ segir Skúli Helgason formaður menningar- og íþróttaráðs Reykjavíkurborgar. Hann segir að í þessu felist slæmt fordæmi fyrir börnin. Bregðast þurfi við þeirri stöðu sem upp sé komin. „Borgin mun heilshugar koma inn í þetta mál til þess að tryggja að við fáum fyrr en seinna öflugt regluverk og ákvarðanatöku um það hvernig við komum skikki á þessi mál, það er að segja, þannig að við séu ekki að fórna meiri hagsmunum fyrir minni. Það er mjög mikilvægt að taka þessi mál á dagskrá því mér finnst í raun og veru staðan vera þannig að það eina sem kemur ekki til greina er óbreytt ástand.“ Íþróttafélögin hafa sum hver bent á að áfengissalan sé mikilvæg tekjuöflun fyrir félögin. „Ég held að þetta sé tvíþætt. Við þurfum annars vegar að takast á við áfengisveitingasöluna sérstaklega og koma böndum á hana. Svo þarf líka að rýna sérstaklega í rekstur meistaraflokkanna í boltagreinunum. Það er alveg ljóst að rekstur meistaraflokka í boltagreinum er mjög víða ósjálfbær. Það helgast af því að félögin eru í mörgum tilvikum að kaupa dýra leikmenn, oft erlendis frá, sem þau eiga í miklum erfiðleikum með og geta jafnvel alls ekki staðið undir. Þannig að það þarf líka að rýna í rekstrarumhverfið og hvernig hægt er að koma betri skikki á þau mál.“ Áfengi ÍSÍ Reykjavík Áfengi í íþróttastarfi Tengdar fréttir Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Misbrestur er á að leyfi íþróttafélaga til að selja áfengi á kappleikjum sínum séu í lagi og dæmi eru um að lögregla hafi verið kölluð til vegna átaka. Lögreglan ætlar að efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaviðburðum. 7. maí 2025 19:09 Íþróttafélög hafa sum selt áfengi í leyfisleysi Íþróttafélögum sem selja áfengi á leikjum meistaraflokka sinna hefur fjölgað undanfarið. Dæmi eru um að sum þeirra hafi ekki tilskilin leyfi til þess. Framkvæmdastjóri Ungmennafélags Íslands er hugsi yfir aukinni áfengisneyslu í kringum íþróttaviðburði og kallar eftir samtali innan íþróttahreyfingarinnar um málið. 14. júní 2024 19:01 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Sjá meira
Áfengissala á íþróttaviðburðum hefur margfaldast undanfarin misseri. Lögreglan hyggst auka eftirlit með sölunni þar sem dæmi eru um að leyfi hafi skort. Íþrótta- og ólympíusamband Íslands samþykkti á þingi sínu um helgina að taka forystu í að móta samræmdar reglur og stefnu um áfengisveitingar á íþróttaviðburðum, og draga úr sýnileika og aðgengi, sérstaklega þar sem börn og fjölskyldur eru viðstödd. ÍSÍ ætlar að vinna málið með lýðheilsuyfirvöldum og öðrum viðeigandi stjórnvöldum. Íþróttafélög á Íslandi eru flest hver rekin með stuðningi frá sveitarfélögunum í landinu. Bæði beinum og óbeinum. Þannig kemur til að mynda Reykjavíkurborg að rekstri íþróttafélaganna á ýmsan hátt meðal annars með rekstri íþróttamannvirkja í borginni. „Við erum með forvarnarstefnu. Við erum með lýðheilsustefnu hjá borginni og það er bara þannig að áfengisneysla á íþróttakappleikjum hún samrýmist mjög illa þessum stefnum okkar og við teljum að þær séu mjög dýrmætar og við eigum að finna leið til þess að komast hjá því þurfa að vera með þessa víðtæku sölu á áfengum drykkjum á íþróttakappleikjum,“ segir Skúli Helgason formaður menningar- og íþróttaráðs Reykjavíkurborgar. Hann segir að í þessu felist slæmt fordæmi fyrir börnin. Bregðast þurfi við þeirri stöðu sem upp sé komin. „Borgin mun heilshugar koma inn í þetta mál til þess að tryggja að við fáum fyrr en seinna öflugt regluverk og ákvarðanatöku um það hvernig við komum skikki á þessi mál, það er að segja, þannig að við séu ekki að fórna meiri hagsmunum fyrir minni. Það er mjög mikilvægt að taka þessi mál á dagskrá því mér finnst í raun og veru staðan vera þannig að það eina sem kemur ekki til greina er óbreytt ástand.“ Íþróttafélögin hafa sum hver bent á að áfengissalan sé mikilvæg tekjuöflun fyrir félögin. „Ég held að þetta sé tvíþætt. Við þurfum annars vegar að takast á við áfengisveitingasöluna sérstaklega og koma böndum á hana. Svo þarf líka að rýna sérstaklega í rekstur meistaraflokkanna í boltagreinunum. Það er alveg ljóst að rekstur meistaraflokka í boltagreinum er mjög víða ósjálfbær. Það helgast af því að félögin eru í mörgum tilvikum að kaupa dýra leikmenn, oft erlendis frá, sem þau eiga í miklum erfiðleikum með og geta jafnvel alls ekki staðið undir. Þannig að það þarf líka að rýna í rekstrarumhverfið og hvernig hægt er að koma betri skikki á þau mál.“
Áfengi ÍSÍ Reykjavík Áfengi í íþróttastarfi Tengdar fréttir Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Misbrestur er á að leyfi íþróttafélaga til að selja áfengi á kappleikjum sínum séu í lagi og dæmi eru um að lögregla hafi verið kölluð til vegna átaka. Lögreglan ætlar að efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaviðburðum. 7. maí 2025 19:09 Íþróttafélög hafa sum selt áfengi í leyfisleysi Íþróttafélögum sem selja áfengi á leikjum meistaraflokka sinna hefur fjölgað undanfarið. Dæmi eru um að sum þeirra hafi ekki tilskilin leyfi til þess. Framkvæmdastjóri Ungmennafélags Íslands er hugsi yfir aukinni áfengisneyslu í kringum íþróttaviðburði og kallar eftir samtali innan íþróttahreyfingarinnar um málið. 14. júní 2024 19:01 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Sjá meira
Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Misbrestur er á að leyfi íþróttafélaga til að selja áfengi á kappleikjum sínum séu í lagi og dæmi eru um að lögregla hafi verið kölluð til vegna átaka. Lögreglan ætlar að efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaviðburðum. 7. maí 2025 19:09
Íþróttafélög hafa sum selt áfengi í leyfisleysi Íþróttafélögum sem selja áfengi á leikjum meistaraflokka sinna hefur fjölgað undanfarið. Dæmi eru um að sum þeirra hafi ekki tilskilin leyfi til þess. Framkvæmdastjóri Ungmennafélags Íslands er hugsi yfir aukinni áfengisneyslu í kringum íþróttaviðburði og kallar eftir samtali innan íþróttahreyfingarinnar um málið. 14. júní 2024 19:01