Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Aron Guðmundsson skrifar 21. maí 2025 12:33 Stuðningsmenn Tindastóls bíða í ofvæni eftir leik kvöldsins. Vísir/Hulda Margrét Spennuþrungið andrúmsloft er ríkjandi á Sauðárkróki. Úrslitin í Bónus deildinni í körfubolta ráðast þar í kvöld í oddaleik úrslitaeinvígis Tindastóls og Stjörnunnar. Formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls segir fólk á þeim bænum ekki í vinnuhæfu ástandi, allir séu með hugann við leik kvöldsins. „Það er bara rosaleg gleði og ánægja ríkjandi. Bara gaman að liðið sé komið svona langt og að við fáum þennan viðburð hingað til okkar á Sauðárkrók. Það eru allir bara rosalega glaðir, við ætlum að halda veislu og hafa gaman. Það er það sem að þetta snýst um,“ segir formaðurinn Dagur Þór Baldvinsson. Og óhætt er að segja að öllu verði til tjaldað hjá Stólunum og búast má við að fólk mæti snemma á íþróttasvæðið til þess að hita upp fyrir leik kvöldsins. „Við byrjum snemma með dagskrá þar sem að Auðunn Blöndal, Sverrir Bergmann, Úlfur Úlfur og fleiri stíga á stokk. Það verður gríðarleg stemning hérna.“ Leikur sem gerir mikið fyrir rekstur deildarinnar en Dagur hefur ekki tekið það saman hversu mikið oddaleikur í úrslitaeinvígi í Síkinu getur fært þeim í kassann. „Ég hef ekki tekið það saman og vil ekki vera að skjóta eitthvað út í loftið með það. Það er fínn peningur sem fylgir því að ná svona langt en á sama tíma er dýrt að halda úti svona liði, þetta kostar allt sitt en auðvitað er það plús að komast svona langt, það segir sig sjálft.“ Það er fyrir lifandis löngu uppselt á leikinn og ljóst að færri komast að en vilja. Þetta er fjórða árið í röð þar sem úrslitin í efstu deild ráðast í oddaleik í úrslitaeinvíginu. Formaðurinn hefur fengið þó nokkrar fyrirspurnir varðandi miða frá miðalausum stuðningsmönnum „Já það eru einhverjir sem reyna það en þetta er bara búið og þýðir ekki neitt lengur.“ Tindastóll er á höttunum eftir öðrum Íslandsmeistaratitli sínum en fari liðið með sigur af hólmi í kvöld verður það í fyrsta skipti sem liðið tryggir titilinn á heimavelli. Stjarnan er á sama tíma á höttunum eftir sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli. Mikið er undir fyrir bæði lið og eins og gefur að skilja er stemningin sérstök á Sauðárkróki í dag og samfélagið þar vart í vinnuhæfu ástandi af spenningi fyrir kvöldinu. „Það er bara staðan. Fólk er með hugann við leikinn í kvöld. Það er bara mikil gleði og eftirvænting ríkjandi í bænum. Það er rosalega gaman að geta boðið upp á oddaleik hér á Sauðárkróki í fyrsta skipti í sögunni.“Dagur leyfir sér ekki að láta hugann reika til þess ef Tindastól tekst ætlunarverk sitt og tryggir Íslandsmeistaratitilinn á heimavelli í kvöld. „Nei við ætlum bara að njóta leiksins og augnabliksins, sjá hvert það leiðir okkur. Við fáum fallegan dag á Sauðárkróki. Sólin skín og allir kátir.“ Oddaleikur Tindastóls og Stjörnunnar um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan átta. Upphitun fyrir leik hjá strákunum í körfuboltakvöldi hefst klukkustund fyrr, klukkan sjö. Bónus-deild karla Tindastóll Stjarnan Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Sjá meira
„Það er bara rosaleg gleði og ánægja ríkjandi. Bara gaman að liðið sé komið svona langt og að við fáum þennan viðburð hingað til okkar á Sauðárkrók. Það eru allir bara rosalega glaðir, við ætlum að halda veislu og hafa gaman. Það er það sem að þetta snýst um,“ segir formaðurinn Dagur Þór Baldvinsson. Og óhætt er að segja að öllu verði til tjaldað hjá Stólunum og búast má við að fólk mæti snemma á íþróttasvæðið til þess að hita upp fyrir leik kvöldsins. „Við byrjum snemma með dagskrá þar sem að Auðunn Blöndal, Sverrir Bergmann, Úlfur Úlfur og fleiri stíga á stokk. Það verður gríðarleg stemning hérna.“ Leikur sem gerir mikið fyrir rekstur deildarinnar en Dagur hefur ekki tekið það saman hversu mikið oddaleikur í úrslitaeinvígi í Síkinu getur fært þeim í kassann. „Ég hef ekki tekið það saman og vil ekki vera að skjóta eitthvað út í loftið með það. Það er fínn peningur sem fylgir því að ná svona langt en á sama tíma er dýrt að halda úti svona liði, þetta kostar allt sitt en auðvitað er það plús að komast svona langt, það segir sig sjálft.“ Það er fyrir lifandis löngu uppselt á leikinn og ljóst að færri komast að en vilja. Þetta er fjórða árið í röð þar sem úrslitin í efstu deild ráðast í oddaleik í úrslitaeinvíginu. Formaðurinn hefur fengið þó nokkrar fyrirspurnir varðandi miða frá miðalausum stuðningsmönnum „Já það eru einhverjir sem reyna það en þetta er bara búið og þýðir ekki neitt lengur.“ Tindastóll er á höttunum eftir öðrum Íslandsmeistaratitli sínum en fari liðið með sigur af hólmi í kvöld verður það í fyrsta skipti sem liðið tryggir titilinn á heimavelli. Stjarnan er á sama tíma á höttunum eftir sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli. Mikið er undir fyrir bæði lið og eins og gefur að skilja er stemningin sérstök á Sauðárkróki í dag og samfélagið þar vart í vinnuhæfu ástandi af spenningi fyrir kvöldinu. „Það er bara staðan. Fólk er með hugann við leikinn í kvöld. Það er bara mikil gleði og eftirvænting ríkjandi í bænum. Það er rosalega gaman að geta boðið upp á oddaleik hér á Sauðárkróki í fyrsta skipti í sögunni.“Dagur leyfir sér ekki að láta hugann reika til þess ef Tindastól tekst ætlunarverk sitt og tryggir Íslandsmeistaratitilinn á heimavelli í kvöld. „Nei við ætlum bara að njóta leiksins og augnabliksins, sjá hvert það leiðir okkur. Við fáum fallegan dag á Sauðárkróki. Sólin skín og allir kátir.“ Oddaleikur Tindastóls og Stjörnunnar um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan átta. Upphitun fyrir leik hjá strákunum í körfuboltakvöldi hefst klukkustund fyrr, klukkan sjö.
Bónus-deild karla Tindastóll Stjarnan Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum