Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Aron Guðmundsson skrifar 21. maí 2025 12:33 Stuðningsmenn Tindastóls bíða í ofvæni eftir leik kvöldsins. Vísir/Hulda Margrét Spennuþrungið andrúmsloft er ríkjandi á Sauðárkróki. Úrslitin í Bónus deildinni í körfubolta ráðast þar í kvöld í oddaleik úrslitaeinvígis Tindastóls og Stjörnunnar. Formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls segir fólk á þeim bænum ekki í vinnuhæfu ástandi, allir séu með hugann við leik kvöldsins. „Það er bara rosaleg gleði og ánægja ríkjandi. Bara gaman að liðið sé komið svona langt og að við fáum þennan viðburð hingað til okkar á Sauðárkrók. Það eru allir bara rosalega glaðir, við ætlum að halda veislu og hafa gaman. Það er það sem að þetta snýst um,“ segir formaðurinn Dagur Þór Baldvinsson. Og óhætt er að segja að öllu verði til tjaldað hjá Stólunum og búast má við að fólk mæti snemma á íþróttasvæðið til þess að hita upp fyrir leik kvöldsins. „Við byrjum snemma með dagskrá þar sem að Auðunn Blöndal, Sverrir Bergmann, Úlfur Úlfur og fleiri stíga á stokk. Það verður gríðarleg stemning hérna.“ Leikur sem gerir mikið fyrir rekstur deildarinnar en Dagur hefur ekki tekið það saman hversu mikið oddaleikur í úrslitaeinvígi í Síkinu getur fært þeim í kassann. „Ég hef ekki tekið það saman og vil ekki vera að skjóta eitthvað út í loftið með það. Það er fínn peningur sem fylgir því að ná svona langt en á sama tíma er dýrt að halda úti svona liði, þetta kostar allt sitt en auðvitað er það plús að komast svona langt, það segir sig sjálft.“ Það er fyrir lifandis löngu uppselt á leikinn og ljóst að færri komast að en vilja. Þetta er fjórða árið í röð þar sem úrslitin í efstu deild ráðast í oddaleik í úrslitaeinvíginu. Formaðurinn hefur fengið þó nokkrar fyrirspurnir varðandi miða frá miðalausum stuðningsmönnum „Já það eru einhverjir sem reyna það en þetta er bara búið og þýðir ekki neitt lengur.“ Tindastóll er á höttunum eftir öðrum Íslandsmeistaratitli sínum en fari liðið með sigur af hólmi í kvöld verður það í fyrsta skipti sem liðið tryggir titilinn á heimavelli. Stjarnan er á sama tíma á höttunum eftir sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli. Mikið er undir fyrir bæði lið og eins og gefur að skilja er stemningin sérstök á Sauðárkróki í dag og samfélagið þar vart í vinnuhæfu ástandi af spenningi fyrir kvöldinu. „Það er bara staðan. Fólk er með hugann við leikinn í kvöld. Það er bara mikil gleði og eftirvænting ríkjandi í bænum. Það er rosalega gaman að geta boðið upp á oddaleik hér á Sauðárkróki í fyrsta skipti í sögunni.“Dagur leyfir sér ekki að láta hugann reika til þess ef Tindastól tekst ætlunarverk sitt og tryggir Íslandsmeistaratitilinn á heimavelli í kvöld. „Nei við ætlum bara að njóta leiksins og augnabliksins, sjá hvert það leiðir okkur. Við fáum fallegan dag á Sauðárkróki. Sólin skín og allir kátir.“ Oddaleikur Tindastóls og Stjörnunnar um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan átta. Upphitun fyrir leik hjá strákunum í körfuboltakvöldi hefst klukkustund fyrr, klukkan sjö. Bónus-deild karla Tindastóll Stjarnan Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Fleiri fréttir Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Sjá meira
„Það er bara rosaleg gleði og ánægja ríkjandi. Bara gaman að liðið sé komið svona langt og að við fáum þennan viðburð hingað til okkar á Sauðárkrók. Það eru allir bara rosalega glaðir, við ætlum að halda veislu og hafa gaman. Það er það sem að þetta snýst um,“ segir formaðurinn Dagur Þór Baldvinsson. Og óhætt er að segja að öllu verði til tjaldað hjá Stólunum og búast má við að fólk mæti snemma á íþróttasvæðið til þess að hita upp fyrir leik kvöldsins. „Við byrjum snemma með dagskrá þar sem að Auðunn Blöndal, Sverrir Bergmann, Úlfur Úlfur og fleiri stíga á stokk. Það verður gríðarleg stemning hérna.“ Leikur sem gerir mikið fyrir rekstur deildarinnar en Dagur hefur ekki tekið það saman hversu mikið oddaleikur í úrslitaeinvígi í Síkinu getur fært þeim í kassann. „Ég hef ekki tekið það saman og vil ekki vera að skjóta eitthvað út í loftið með það. Það er fínn peningur sem fylgir því að ná svona langt en á sama tíma er dýrt að halda úti svona liði, þetta kostar allt sitt en auðvitað er það plús að komast svona langt, það segir sig sjálft.“ Það er fyrir lifandis löngu uppselt á leikinn og ljóst að færri komast að en vilja. Þetta er fjórða árið í röð þar sem úrslitin í efstu deild ráðast í oddaleik í úrslitaeinvíginu. Formaðurinn hefur fengið þó nokkrar fyrirspurnir varðandi miða frá miðalausum stuðningsmönnum „Já það eru einhverjir sem reyna það en þetta er bara búið og þýðir ekki neitt lengur.“ Tindastóll er á höttunum eftir öðrum Íslandsmeistaratitli sínum en fari liðið með sigur af hólmi í kvöld verður það í fyrsta skipti sem liðið tryggir titilinn á heimavelli. Stjarnan er á sama tíma á höttunum eftir sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli. Mikið er undir fyrir bæði lið og eins og gefur að skilja er stemningin sérstök á Sauðárkróki í dag og samfélagið þar vart í vinnuhæfu ástandi af spenningi fyrir kvöldinu. „Það er bara staðan. Fólk er með hugann við leikinn í kvöld. Það er bara mikil gleði og eftirvænting ríkjandi í bænum. Það er rosalega gaman að geta boðið upp á oddaleik hér á Sauðárkróki í fyrsta skipti í sögunni.“Dagur leyfir sér ekki að láta hugann reika til þess ef Tindastól tekst ætlunarverk sitt og tryggir Íslandsmeistaratitilinn á heimavelli í kvöld. „Nei við ætlum bara að njóta leiksins og augnabliksins, sjá hvert það leiðir okkur. Við fáum fallegan dag á Sauðárkróki. Sólin skín og allir kátir.“ Oddaleikur Tindastóls og Stjörnunnar um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan átta. Upphitun fyrir leik hjá strákunum í körfuboltakvöldi hefst klukkustund fyrr, klukkan sjö.
Bónus-deild karla Tindastóll Stjarnan Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Fleiri fréttir Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Sjá meira